Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. desember 2025 09:07 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, segir duldar skattahækkanir á launafólk leynast víða, og verkalýðshreyfingin eigi aldrei að láta þær líðast. Ein slík taki gildi á næsta ári, þegar persónuafsláttur hækkar ekki í takt við launavísitölu. „Já, þær leynast víða skattahækkanir á launafólk – skattahækkanir sem fólk tekur ekki strax eftir. Ein þeirra blasir nú við í tekjuskattinum,“ segir Vilhjálmur í færslu á samfélagsmiðlum. „Persónuafsláttur hækkar um 5,53%, á meðan 12 mánaða launavísitala hefur hækkað um 7,5%. Þegar persónuafsláttur og skattþrep fylgja ekki launaþróun er niðurstaðan einföld: ríkið tekur stærra hlutfall af launum fólks. Það er ekkert annað en skattahækkun, sama hvað hún er kölluð.“ Hækkar í takt við vísitölu neysluverðs Í síðustu viku var tilkynnt um breytingar á staðgreiðslu skatta um áramótin, en lögum samkvæmt hækkar persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga í upphafi hvers árs sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði, að viðbættri hækkun vegna framleiðnivaxtar. „Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 4,5% á 12 mánaða tímabili. Heildarhækkun viðmiðunarfjárhæða verður því 5,5%,“ stóð í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Vilhjálmur Birgisson segir að þar sem persónuafslátturinn hækkar minna en launavísitalan sé skattbyrði launafólks aukin í reynd. „Á heimili þar sem bæði hjón eru með 850 þúsund krónur í mánaðarlaun, þýðir þessi duldna skattahækkun að yfir 140–160 þúsund krónur á ári færast frá heimilinu til ríkisins – vegna þess að persónuafsláttur og skattþrep hækkuðu ekki til samræmis við launavísitölu.“ „Verkalýðshreyfingin á aldrei að láta slíkar duldar skattahækkanir líðast. Launabarátta missir gildi sitt ef ríkið étur launahækkanir fólks aftan frá með skattaskriði. Ef skattkerfið fylgir ekki launaþróun, þá er verið að hækka skatta – punktur.“ Skattar, tollar og gjöld Fjármál heimilisins Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
„Já, þær leynast víða skattahækkanir á launafólk – skattahækkanir sem fólk tekur ekki strax eftir. Ein þeirra blasir nú við í tekjuskattinum,“ segir Vilhjálmur í færslu á samfélagsmiðlum. „Persónuafsláttur hækkar um 5,53%, á meðan 12 mánaða launavísitala hefur hækkað um 7,5%. Þegar persónuafsláttur og skattþrep fylgja ekki launaþróun er niðurstaðan einföld: ríkið tekur stærra hlutfall af launum fólks. Það er ekkert annað en skattahækkun, sama hvað hún er kölluð.“ Hækkar í takt við vísitölu neysluverðs Í síðustu viku var tilkynnt um breytingar á staðgreiðslu skatta um áramótin, en lögum samkvæmt hækkar persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga í upphafi hvers árs sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði, að viðbættri hækkun vegna framleiðnivaxtar. „Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 4,5% á 12 mánaða tímabili. Heildarhækkun viðmiðunarfjárhæða verður því 5,5%,“ stóð í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Vilhjálmur Birgisson segir að þar sem persónuafslátturinn hækkar minna en launavísitalan sé skattbyrði launafólks aukin í reynd. „Á heimili þar sem bæði hjón eru með 850 þúsund krónur í mánaðarlaun, þýðir þessi duldna skattahækkun að yfir 140–160 þúsund krónur á ári færast frá heimilinu til ríkisins – vegna þess að persónuafsláttur og skattþrep hækkuðu ekki til samræmis við launavísitölu.“ „Verkalýðshreyfingin á aldrei að láta slíkar duldar skattahækkanir líðast. Launabarátta missir gildi sitt ef ríkið étur launahækkanir fólks aftan frá með skattaskriði. Ef skattkerfið fylgir ekki launaþróun, þá er verið að hækka skatta – punktur.“
Skattar, tollar og gjöld Fjármál heimilisins Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira