Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 09:30 Alfons Sampsted var í viðtali við samfélagsmiðla Birmingham City eftir jafnteflið í gærkvöld. Skjáskot/Youtube Alfons Sampsted fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði enska knattspyrnufélagsins Birmingham í gærkvöld og þótti standa sig afar vel. Hann kveðst þó alltaf hafa verið meðvitaður um að staða sín hjá félaginu væri ekki góð. Alfons og Willum Willumsson voru báðir í byrjunarliði Birmingham sem gerði 1-1 jafntefli við Southampton í ensku B-deildinni í gærkvöld. Þetta var 24. deildarleikur tímabilsins en um leið sá fyrsti hjá Alfons í byrjunarliði. Áður hafði hann komið við sögu í þremur leikjum sem varamaður og því afar lítið spilað á þessari leiktíð. Það er því kannski skrýtið að staðarmiðillinn Birmingham Mail lýsi Alfons í fyrirsögn sem „gleymda manni“ Birmingham. Miðillinn segir að vegna forfalla hafi Chris Davies, stjóri Birmingham, ákveðið að kalla Alfons til í stöðu hægri bakvarðar og að þrátt fyrir lítið leikform hafi hann verið einn besti maður vallarins. Myndu ekki versla ef ég væri framar í röðinni Eins og miðillinn bendir á þá leit út fyrir það síðasta sumar að Alfons væri þá á förum frá félaginu en mögulega gæti leikurinn í gær orðið ákveðinn vendipunktur. „Ég er ekki vitlaus. Ég veit hvernig fótboltinn virkar. Þegar leikmenn eru keyptir sem spila mína stöðu þá verður þetta erfitt,“ sagði Alfons eftir leik í gær, samkvæmt Birmingham Mail. „Þeir hefðu ekki keypt leikmenn ef að ég væri framar í goggunarröðinni,“ sagði Alfons sem var einnig í viðtali við Youtube-rás Birmingham eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. „Að því sögðu þá er ekkert grafið í stein í fótboltanum. Ef að maður stendur sig vel þá getur maður komist framar í röðinni og fengið fleiri mínútur á vellinum. Ég hef ekki fengið margar mínútur en reyni að nýta þær sem best á vellinum. Það er ekki auðvelt að halda sér tilbúnum fyrir 90 mínútna leik sem er svona opinn, þar sem maður þarf að vera einbeittur og fullur af orku allan tímann. Þá kemur fagmennskan inn. Maður verður að halda áfram allri vinnunni og þá ræður maður við það að spila 90 mínútur þegar að því kemur,“ sagði Alfons. Dómarinn viti af sínum mistökum Hann átti sinn þátt í umdeildasta atviki leiksins, þegar Southampton jafnaði metin eftir að dómari leiksins hafði þvælst fyrir Tomoki Iwata, sem ætlaði að taka við sendingu frá Alfonsi. „Þetta var löng sending og ég ætlaði bara að skalla niður á Tomoki svo við gætum spilað áfram þaðan. Dómarinn virðist hafa stigið fyrir Tomoki og komið í veg fyrir að hann næði boltanum. Boltinn fór svo til þeirra og þeir náðu skyndisókn og skoruðu. Ég held að dómarinn viti að þetta var rangt af honum. Hann var illa staðsettur en við gerum allir mistök og þetta hjálpaði öðru liðinu verulega,“ sagði Alfons. Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Alfons og Willum Willumsson voru báðir í byrjunarliði Birmingham sem gerði 1-1 jafntefli við Southampton í ensku B-deildinni í gærkvöld. Þetta var 24. deildarleikur tímabilsins en um leið sá fyrsti hjá Alfons í byrjunarliði. Áður hafði hann komið við sögu í þremur leikjum sem varamaður og því afar lítið spilað á þessari leiktíð. Það er því kannski skrýtið að staðarmiðillinn Birmingham Mail lýsi Alfons í fyrirsögn sem „gleymda manni“ Birmingham. Miðillinn segir að vegna forfalla hafi Chris Davies, stjóri Birmingham, ákveðið að kalla Alfons til í stöðu hægri bakvarðar og að þrátt fyrir lítið leikform hafi hann verið einn besti maður vallarins. Myndu ekki versla ef ég væri framar í röðinni Eins og miðillinn bendir á þá leit út fyrir það síðasta sumar að Alfons væri þá á förum frá félaginu en mögulega gæti leikurinn í gær orðið ákveðinn vendipunktur. „Ég er ekki vitlaus. Ég veit hvernig fótboltinn virkar. Þegar leikmenn eru keyptir sem spila mína stöðu þá verður þetta erfitt,“ sagði Alfons eftir leik í gær, samkvæmt Birmingham Mail. „Þeir hefðu ekki keypt leikmenn ef að ég væri framar í goggunarröðinni,“ sagði Alfons sem var einnig í viðtali við Youtube-rás Birmingham eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. „Að því sögðu þá er ekkert grafið í stein í fótboltanum. Ef að maður stendur sig vel þá getur maður komist framar í röðinni og fengið fleiri mínútur á vellinum. Ég hef ekki fengið margar mínútur en reyni að nýta þær sem best á vellinum. Það er ekki auðvelt að halda sér tilbúnum fyrir 90 mínútna leik sem er svona opinn, þar sem maður þarf að vera einbeittur og fullur af orku allan tímann. Þá kemur fagmennskan inn. Maður verður að halda áfram allri vinnunni og þá ræður maður við það að spila 90 mínútur þegar að því kemur,“ sagði Alfons. Dómarinn viti af sínum mistökum Hann átti sinn þátt í umdeildasta atviki leiksins, þegar Southampton jafnaði metin eftir að dómari leiksins hafði þvælst fyrir Tomoki Iwata, sem ætlaði að taka við sendingu frá Alfonsi. „Þetta var löng sending og ég ætlaði bara að skalla niður á Tomoki svo við gætum spilað áfram þaðan. Dómarinn virðist hafa stigið fyrir Tomoki og komið í veg fyrir að hann næði boltanum. Boltinn fór svo til þeirra og þeir náðu skyndisókn og skoruðu. Ég held að dómarinn viti að þetta var rangt af honum. Hann var illa staðsettur en við gerum allir mistök og þetta hjálpaði öðru liðinu verulega,“ sagði Alfons.
Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira