Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. desember 2025 11:30 Landsliðsþjálfarinn gerði upp sitt fyrsta ár í starfi í Bítinu á Bylgjunni. Vísir / Getty Arnar Gunnlaugsson segir nauðsynlegt að margir leikmenn komi við sögu hjá íslenska landsliðinu í fótbolta til að koma í veg fyrir sams konar stöðnun og átti sér stað eftir að gullkynslóðin hvarf af sviðinu. Landsliðsþjálfarinn ræddi árið sem er að baki hjá landsliðinu við Heimi Karlsson, Lilju Katrínu Gunnarsdóttur og Ómar Úlf Eyþórsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Arnar tók við starfi landsliðsþjálfara í byrjun árs og hefur stýrt liðinu í alls tíu leikjum. Athygli vakti að í þeim tíu leikjum spiluðu alls 28 leikmenn landsleik. „Við erum minnugir þess sem gullaldarliðið gerði, 2016-18 var kannski 14-15 manna kjarni, þannig að við erum að stækka hópinn verulega“ sagði Arnar. Gullöldin entist ekki nema nokkur ár Hann var þá spurður hvort hann stefndi að því að finna sinn leikmannakjarna eða halda áfram að spila á mörgum leikmönnum og það stóð ekki á svörum. „Ég held að það sé bara nauðsynlegt [að spila á mörgum leikmönnum]. Ég er búinn að horfa mikið á gullaldarliðið síðustu vikur, sem hefur verið hrikalega gaman. Allir þessir leikir á EM og HM, gaman að sjá hvernig við vorum að spila og reyna að læra eitthvað af því sem við gerðum vel. En það sem sló mig, eftir að hafa horft á þessa leiki, var að þessi tími var mjög stuttur. Hann var bara í nokkur ár, sem þýddi það að við vorum ekki nægilega tilbúnir þegar gullkynslóðin hvarf af vettvangi. Næsta áskorun fyrir okkur er að gera liðið meira sustainable“ sagði Arnar og sletti sér að vana en fann svo íslenska hugtakið sem hann leitaði að. Víkingar héldu áfram að vinna „Sjálfbært, frábært orð“ sagði Arnar og nefndi Íslandsmeistara Víkings sem dæmi sér til stuðnings. „Kannski ekkert ósvipað og með Víkingana. Þegar ég hverf af vettvangi heldur liðið áfram að sigra og svo þegar Sölvi fer mun liðið halda áfram að sigra. Þannig sé ég drauminn fyrir mér með íslenska landsliðið, að það verði ekki tjaldað til einnar nætur, heldur verðum við með þannig lið, hóp og leikstíl að liðið geti haldið áfram að gera góða hluti næstu áratugina.“ Skiptir ekki máli hvort hinn eða þessi spili Arnar segir einnig mikilvægt að binda vonir sínar ekki við ákveðna leikmenn heldur leikstíl. Það skipti ekki öllu máli hverjir eru í liðinu ef liðið er gott. „Við erum ekki með allra bestu leikmennina, sem segir manni að umræðan um hvort Jói eða Siggi eigi að spila, á kannski ekki alveg rétt á sér. Það skiptir minna máli hjá okkur“ sagði Arnar. Hann nefndi í því samhengi að Ísland hafi sýnt góðar frammistöður gegn Frakklandi í undankeppni HM en saknað Alberts Guðmundssonar í fyrri leiknum og Andra Lucasar Guðjohnsen í seinni leiknum. Auk fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem var meiddur alla undankeppnina. „Þannig að okkar bestu leikmenn voru ekki að spila þá leiki. Umræðan á frekar að snúast um hvernig við getum breikkað hópinn, þannig að þeir séu til taks þegar okkar bestu leikmenn meiðast.“ „Sá tími er bara búinn“ Stuðningsmenn landsliðsins rifja reglulega upp gullaldartímann í sögu Íslands, þegar landsliðið fór á tvö stórmót í röð, og bera það saman við liðið í dag. Arnar segir svoleiðis samanburð heldur ekki eiga rétt á sér. Liðið í dag sé öðruvísi mannað og eigi að spila í samræmi við það. „Sá tími er bara búinn. Það er enginn annar Aron Einar að koma upp, í ljósi umræðunnar um að við þurfum svona sexu [varnarsinnaðan miðjumann.] Aron Einar var geggjaður í því sem hann gerði og mögulega betri en Ísak [Bergmann Jóhannesson] í ákveðnum hlutum, en Ísak er líka betri í öðrum hlutum. Þessi tími er ekki að koma aftur, það er gaman að rifja hann upp og reyna að læra af honum, en þegar þú ert með ákveðna týpu af leikmönnum þarftu að spila ákveðna tegund af fótbolta.“ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Það var ljóst eftir tap á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um annað sætið og farseðil í umspilið. Gennaro Gattuso, þjálfari ítalska landsliðsins, heldur því fram að undankeppni Evrópu fyrir heimsmeistaramótið sé ósanngjörn fyrir Evrópu. 18. nóvember 2025 09:32 Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn ræddi árið sem er að baki hjá landsliðinu við Heimi Karlsson, Lilju Katrínu Gunnarsdóttur og Ómar Úlf Eyþórsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Arnar tók við starfi landsliðsþjálfara í byrjun árs og hefur stýrt liðinu í alls tíu leikjum. Athygli vakti að í þeim tíu leikjum spiluðu alls 28 leikmenn landsleik. „Við erum minnugir þess sem gullaldarliðið gerði, 2016-18 var kannski 14-15 manna kjarni, þannig að við erum að stækka hópinn verulega“ sagði Arnar. Gullöldin entist ekki nema nokkur ár Hann var þá spurður hvort hann stefndi að því að finna sinn leikmannakjarna eða halda áfram að spila á mörgum leikmönnum og það stóð ekki á svörum. „Ég held að það sé bara nauðsynlegt [að spila á mörgum leikmönnum]. Ég er búinn að horfa mikið á gullaldarliðið síðustu vikur, sem hefur verið hrikalega gaman. Allir þessir leikir á EM og HM, gaman að sjá hvernig við vorum að spila og reyna að læra eitthvað af því sem við gerðum vel. En það sem sló mig, eftir að hafa horft á þessa leiki, var að þessi tími var mjög stuttur. Hann var bara í nokkur ár, sem þýddi það að við vorum ekki nægilega tilbúnir þegar gullkynslóðin hvarf af vettvangi. Næsta áskorun fyrir okkur er að gera liðið meira sustainable“ sagði Arnar og sletti sér að vana en fann svo íslenska hugtakið sem hann leitaði að. Víkingar héldu áfram að vinna „Sjálfbært, frábært orð“ sagði Arnar og nefndi Íslandsmeistara Víkings sem dæmi sér til stuðnings. „Kannski ekkert ósvipað og með Víkingana. Þegar ég hverf af vettvangi heldur liðið áfram að sigra og svo þegar Sölvi fer mun liðið halda áfram að sigra. Þannig sé ég drauminn fyrir mér með íslenska landsliðið, að það verði ekki tjaldað til einnar nætur, heldur verðum við með þannig lið, hóp og leikstíl að liðið geti haldið áfram að gera góða hluti næstu áratugina.“ Skiptir ekki máli hvort hinn eða þessi spili Arnar segir einnig mikilvægt að binda vonir sínar ekki við ákveðna leikmenn heldur leikstíl. Það skipti ekki öllu máli hverjir eru í liðinu ef liðið er gott. „Við erum ekki með allra bestu leikmennina, sem segir manni að umræðan um hvort Jói eða Siggi eigi að spila, á kannski ekki alveg rétt á sér. Það skiptir minna máli hjá okkur“ sagði Arnar. Hann nefndi í því samhengi að Ísland hafi sýnt góðar frammistöður gegn Frakklandi í undankeppni HM en saknað Alberts Guðmundssonar í fyrri leiknum og Andra Lucasar Guðjohnsen í seinni leiknum. Auk fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem var meiddur alla undankeppnina. „Þannig að okkar bestu leikmenn voru ekki að spila þá leiki. Umræðan á frekar að snúast um hvernig við getum breikkað hópinn, þannig að þeir séu til taks þegar okkar bestu leikmenn meiðast.“ „Sá tími er bara búinn“ Stuðningsmenn landsliðsins rifja reglulega upp gullaldartímann í sögu Íslands, þegar landsliðið fór á tvö stórmót í röð, og bera það saman við liðið í dag. Arnar segir svoleiðis samanburð heldur ekki eiga rétt á sér. Liðið í dag sé öðruvísi mannað og eigi að spila í samræmi við það. „Sá tími er bara búinn. Það er enginn annar Aron Einar að koma upp, í ljósi umræðunnar um að við þurfum svona sexu [varnarsinnaðan miðjumann.] Aron Einar var geggjaður í því sem hann gerði og mögulega betri en Ísak [Bergmann Jóhannesson] í ákveðnum hlutum, en Ísak er líka betri í öðrum hlutum. Þessi tími er ekki að koma aftur, það er gaman að rifja hann upp og reyna að læra af honum, en þegar þú ert með ákveðna týpu af leikmönnum þarftu að spila ákveðna tegund af fótbolta.“
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Það var ljóst eftir tap á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um annað sætið og farseðil í umspilið. Gennaro Gattuso, þjálfari ítalska landsliðsins, heldur því fram að undankeppni Evrópu fyrir heimsmeistaramótið sé ósanngjörn fyrir Evrópu. 18. nóvember 2025 09:32 Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Það var ljóst eftir tap á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um annað sætið og farseðil í umspilið. Gennaro Gattuso, þjálfari ítalska landsliðsins, heldur því fram að undankeppni Evrópu fyrir heimsmeistaramótið sé ósanngjörn fyrir Evrópu. 18. nóvember 2025 09:32
Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti