Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2025 19:10 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mynduðu saman ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins rétt fyrir jól í fyrra. Vísir/Einar Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist þær væntingar sem meirihluti landsmanna hafði til hennar á því ári sem liðið er frá því ný stjórn tók við völdum ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Ánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar mælist einna minnst í mennta- og heilbrigðismálum samkvæmt nýrri könnun þar sem spurt var um afstöðu til árangurs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum. Í desember í fyrra gerði Maskína könnun þar sem spurt var hvort svarendur teldu að niðurstöður Alþingiskosninganna þann 30. nóvember í fyrra myndu hafa góð, slæm eða engin áhrif í nokkrum málaflokkum. Í desember á þessu ári var aftur spurt hvort aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi haft góð, slæm eða engin áhrif að mati svarenda. Séu niðurstöður kannananna tveggja bornar saman gefa svörin til kynna að ríkisstjórnin hafi ekki staðist væntingar meirihluta almennings í neinum af þeim málaflokkum sem spurt var um. Þess má geta að ekki er óalgengt að fylgi við ríkisstjórnarflokka dali frá kosningum og eftir því sem lýður á kjörtímabilið og vera kann að það sama eigi við um væntingar um árangur aðgerða. Fyrri könnunin fór fram dagana 12. til 19. desember 2024 og voru svarendur 2.062 talsins. Á þeim tíma í desember í fyrra áttu Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins í stjórnarmyndunarviðræðum, og lá stjórnarsáttmáli og skipan ráðherraembætta fyrir örfáum dögum síðar. Síðari könnunin var tekin dagana 11. til 17. desember 2025 og svöruðu 2.032 einstaklingar könnuninni. Svona dreifðust svörin eftir málaflokkum þegar bornar eru saman kannanir Maskínu í ár og í fyrra. Maskína Minnstar sveiflur í samgöngumálum Í fyrra sögðust hátt í 57% svarenda hafa væntingar um að kosningaúrslitin hefðu góð áhrif í efnahagsmálum. Í ár segja hins vegar aðeins rúm 30% að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft góð áhrif, og ríflega 40% segja þau hafa verið slæm. Í desember 2024 var spurt um væntingar svarenda í kjölfar kosninga og í ár var spurt hvort fólk teldi áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar góð, slæm eða engin.Vísir/Maskína Í samgöngumálum er munurinn minni milli ára en þó segjast fleiri telja að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft verri áhrif en fólk hafði væntingar um í fyrra. Þannig sögðust 44% telja áhrifin verða góð í fyrra en 19,7% að þau yrðu slæm. Í ár segja þó fleiri að áhrifin hafi verið slæm, eða 39,1% á móti 28,2% sem telja áhrifin hafa verið góð. Um þriðjungur svarenda telur áhrifin í samgöngumálum þó engin, hvort sem litið er til væntinganna sem fólk hafði í fyrra eða hvernig svarendur meta árangur aðgerða ríkisstjórnarinnar í ár. Vel undir væntingum í heilbrigðis- og menntamálum Þegar litið er til heilbrigðismála segir aðeins tæpur fjórðungur svarenda að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft góð áhrif, en í fyrra sögðust yfir 60% eiga von á að niðurstöður kosninga hefðu góð áhrif í heilbrigðismálum. Stærstur hluti svarenda segist þó telja að aðgerðir stjórnvalda hafi ekki haft nein áhrif eða rúm 45%. Væntingar til jákvæðra áhrifa í heilbrigðismálum voru umtalsvert meiri í fyrra en virðist hafa skilað sér í árangri aðgerða til þessa að mati svarenda.Vísir/Maskína Stökkið niður á við er einna mest þegar litið er til menntamála. Tæp 53% prósent sögðust í fyrra eiga von á að niðurstöður kosninga hefðu góð áhrif í menntamálum og aðeins um 12% töldu þau verða slæm. Í ár er þessu hins vegar öfugt farið þegar innan við 15% segja að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi haft góð áhrif í menntamálum en 44% prósent telja þau hafa verið slæm. Þá hefur hlutfall þeirra sem telja áhrifin engin vaxið eilítið á milli ára. Guðmundur Ingi Kristinsson tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórhallsdóttur í mars.Vísir/Maskína Flestir telja áhrif á eigin fjárhagsstöðu vera engin Þegar spurt er um áhrif á fjárhagsstöðu svarenda sjálfra sögðust flestir telja að áhrifin séu engin, bæði hvað lítur að aðgerðum ríkisstjórnarinnar í ár og hvað varðar væntingarnar sem fólk hafði til hennar fyrir ári. Ólíkt því sem væntingar virðast hafa verið um eftir kosningarnar á síðasta ári, segist mikill minnihluti telja aðgerðir stjórnvalda hafa haft góð áhrif á fjárhagsstöðu sína, eða 12,4% en hátt í 40% telja áhrifin hafa verið slæm. Í fyrra töldu ríflega 32% að áhrifin yrðu góð en aðeins tæp 25% að þau yrðu slæm. Í þessum málaflokki eru þó hvað flestir sem telja áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar á eigin fjárhag hafa verið engin, eða tæp 49%, en í fyrra sögðust 43% ekki eiga von á neinum áhrifum af niðurstöðu kosninganna á eigin fjárhag. Það eru ýmsir þættir og málaflokkar þvert á ráðuneyti sem geta haft áhrif á fjárhagsstöðu almennings, en Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Maskína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Í desember í fyrra gerði Maskína könnun þar sem spurt var hvort svarendur teldu að niðurstöður Alþingiskosninganna þann 30. nóvember í fyrra myndu hafa góð, slæm eða engin áhrif í nokkrum málaflokkum. Í desember á þessu ári var aftur spurt hvort aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi haft góð, slæm eða engin áhrif að mati svarenda. Séu niðurstöður kannananna tveggja bornar saman gefa svörin til kynna að ríkisstjórnin hafi ekki staðist væntingar meirihluta almennings í neinum af þeim málaflokkum sem spurt var um. Þess má geta að ekki er óalgengt að fylgi við ríkisstjórnarflokka dali frá kosningum og eftir því sem lýður á kjörtímabilið og vera kann að það sama eigi við um væntingar um árangur aðgerða. Fyrri könnunin fór fram dagana 12. til 19. desember 2024 og voru svarendur 2.062 talsins. Á þeim tíma í desember í fyrra áttu Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins í stjórnarmyndunarviðræðum, og lá stjórnarsáttmáli og skipan ráðherraembætta fyrir örfáum dögum síðar. Síðari könnunin var tekin dagana 11. til 17. desember 2025 og svöruðu 2.032 einstaklingar könnuninni. Svona dreifðust svörin eftir málaflokkum þegar bornar eru saman kannanir Maskínu í ár og í fyrra. Maskína Minnstar sveiflur í samgöngumálum Í fyrra sögðust hátt í 57% svarenda hafa væntingar um að kosningaúrslitin hefðu góð áhrif í efnahagsmálum. Í ár segja hins vegar aðeins rúm 30% að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft góð áhrif, og ríflega 40% segja þau hafa verið slæm. Í desember 2024 var spurt um væntingar svarenda í kjölfar kosninga og í ár var spurt hvort fólk teldi áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar góð, slæm eða engin.Vísir/Maskína Í samgöngumálum er munurinn minni milli ára en þó segjast fleiri telja að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft verri áhrif en fólk hafði væntingar um í fyrra. Þannig sögðust 44% telja áhrifin verða góð í fyrra en 19,7% að þau yrðu slæm. Í ár segja þó fleiri að áhrifin hafi verið slæm, eða 39,1% á móti 28,2% sem telja áhrifin hafa verið góð. Um þriðjungur svarenda telur áhrifin í samgöngumálum þó engin, hvort sem litið er til væntinganna sem fólk hafði í fyrra eða hvernig svarendur meta árangur aðgerða ríkisstjórnarinnar í ár. Vel undir væntingum í heilbrigðis- og menntamálum Þegar litið er til heilbrigðismála segir aðeins tæpur fjórðungur svarenda að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft góð áhrif, en í fyrra sögðust yfir 60% eiga von á að niðurstöður kosninga hefðu góð áhrif í heilbrigðismálum. Stærstur hluti svarenda segist þó telja að aðgerðir stjórnvalda hafi ekki haft nein áhrif eða rúm 45%. Væntingar til jákvæðra áhrifa í heilbrigðismálum voru umtalsvert meiri í fyrra en virðist hafa skilað sér í árangri aðgerða til þessa að mati svarenda.Vísir/Maskína Stökkið niður á við er einna mest þegar litið er til menntamála. Tæp 53% prósent sögðust í fyrra eiga von á að niðurstöður kosninga hefðu góð áhrif í menntamálum og aðeins um 12% töldu þau verða slæm. Í ár er þessu hins vegar öfugt farið þegar innan við 15% segja að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi haft góð áhrif í menntamálum en 44% prósent telja þau hafa verið slæm. Þá hefur hlutfall þeirra sem telja áhrifin engin vaxið eilítið á milli ára. Guðmundur Ingi Kristinsson tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórhallsdóttur í mars.Vísir/Maskína Flestir telja áhrif á eigin fjárhagsstöðu vera engin Þegar spurt er um áhrif á fjárhagsstöðu svarenda sjálfra sögðust flestir telja að áhrifin séu engin, bæði hvað lítur að aðgerðum ríkisstjórnarinnar í ár og hvað varðar væntingarnar sem fólk hafði til hennar fyrir ári. Ólíkt því sem væntingar virðast hafa verið um eftir kosningarnar á síðasta ári, segist mikill minnihluti telja aðgerðir stjórnvalda hafa haft góð áhrif á fjárhagsstöðu sína, eða 12,4% en hátt í 40% telja áhrifin hafa verið slæm. Í fyrra töldu ríflega 32% að áhrifin yrðu góð en aðeins tæp 25% að þau yrðu slæm. Í þessum málaflokki eru þó hvað flestir sem telja áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar á eigin fjárhag hafa verið engin, eða tæp 49%, en í fyrra sögðust 43% ekki eiga von á neinum áhrifum af niðurstöðu kosninganna á eigin fjárhag. Það eru ýmsir þættir og málaflokkar þvert á ráðuneyti sem geta haft áhrif á fjárhagsstöðu almennings, en Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Maskína
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent