Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2026 09:01 Rannsókn var felld niður af lögreglu í byrjun síðasta árs. Vísir/Vilhelm Móðir stúlku, sem talin er hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu leikskólastarfsmanns, segist ráðalaus. Lögreglurannsókn var látin niður falla þar sem ekki töldust nægar sannanir til staðar, þrátt fyrir að tveir starfsmenn hafi orðið vitni að ofbeldinu. Fjölskyldunni var ekki úthlutaður réttargæslumaður og segist móðirin enga hugmynd hafa hvaða úrræði standi þeim til boða. Atvikið kom upp í maí 2024 á leikskóla á Suðurlandi þegar stúlkan var eins og hálfs árs gömul. Móðir stúlkunnar, sem treysti sér ekki til að koma fram undir nafni, var kölluð á fund hjá leikskólastjóra í skóla dóttur hennar, þar sem henni var tilkynnt að grunur væri uppi um að dóttir hennar hefði verið beitt ofbeldi af leikskólastarfsmanni. „Hún segir mér að það hafi verið tvennt. Annars vegar hafi verið að þvo henni um munninn með þvottapoka og hún hafi verið með skrámur eftir það. Svo var annað atvik þar sem sami starfsmaður hafði gripið í hana og það sáust á henni naglaför og marblettir,“ segir móðirin. „Hversu fast þarftu að nudda andlitið á barni til þess að skráma það með þvottapoka?“ bætir hún við. Atvikið tilkynnt meira en viku síðar Hún hafi sótt dóttur sína á leikskólann og farið með hana heim þennan dag, í vægu áfalli sjálf. Hún segist átta sig á að brotið sé ekki alvarlegt en það sé öllum foreldrum þungbært að heyra af því að grunur sé uppi um að barn þeirra hafi verið beitt ofbeldi. „Ég ætla ekki að fara að gera eitthvað meira úr þessu. Brotin sem hefur verið fjallað um á leikskólum undanfarið, þau eru þess eðlis að þau eru ekki sambærileg,“ segir hún. Þau foreldrarnir hafi grandskoðað barnið við heimkomu en ekkert á henni séð. Í ljós kom að atvikið hafði komið upp rúmri viku áður og því sáust ekki lengur áverkar á stúlkunni. „Stelpurnar sem urðu vitni að þessu, sem voru starfsmenn, voru svo hræddar við konuna sem gerði þetta að þær þorðu ekkert að segja. Þær segja annarri stelpu frá þessu, sem er líka ung og að vinna þarna með þeim. Henni verður svo um að hún segir skólastjóranum frá þessu,“ segir móðirin. Sagt að halda málinu leyndu Viðkomandi starfsmanni var vikið úr starfi og málið tilkynnt af skólanum til lögreglu, sem kom og tók skýrslu af foreldrunum og vitnum. Fjölskyldunni var ekki úthlutaður réttargæslumaður, sem alla jafna er gert við rannsókn ofbeldismála. „Okkur er sagt af lögreglu að það sé best fyrir barnið okkar og hagsmuni hennar að við höldum þessu leyndu. Við bara fylgdum því af því að við töldum það best fyrir dóttur okkar,“ segir hún. Ekki boðinn réttargæslumaður Hún segir foreldra tveggja annarra barna á leikskólanum hafa rætt við sig um að þau gruni að börn þeirra hafi orðið fyrir ofbeldi af hendi sama leikskólastarfsmanns. Eitt foreldranna hafi sagt henni að barnið hans hafi oft sagt þennan sama starfsmann hafa meitt sig. Foreldrið hafi sjálft haldið að konan hafi aðeins verið að skamma barnið en nú gruni það annað. „Núna sé ég alveg ofboðslega mikið eftir því af því að það hefðu eflaust fleiri stigið fram.“ Á engum tímapunkti hafi heldur komið til tals af lögreglu að stúlkan yrði tekin í skýrslutöku í Barnahúsi. Þau foreldrarnir hafi lítið frétt af framvindu rannsóknar, enda hafi þau ekki verið með réttargæslumann og ekkert vitað hvernig svona rannsóknir gengju. „Það var ekkert gert fyrir okkur en við treystum því bara einhvern veginn. Okkur voru ekki boðin nein úrræði, ekki dóttur okkar heldur. Við fengum ekkert. Ég hringdi reglulega í lögregluna til að vita hver staðan væri en fékk aldrei að vita neitt.“ Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur sinnt réttargæslu í málum fjölmargra barna.Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, lögmaður, segir í samtali við fréttastofu að þetta sé mjög óvenjulegt. Í það minnsta hefði lögregla átt að upplýsa foreldrana um réttindi þeirra og barnsins. „Stjórnvald á alltaf að upplýsa um réttindi viðkomandi. Það er ekki skilyrði að tilnefna réttargæslumann í svona broti. Lögreglan hefði þó átt að upplýsa að þau ættu þann rétt þó það sé ekki skilyrði og hefðu átt að setja það í hendur foreldranna hvort þau vildu réttargæslumann,“ segir hann. Gerðu ráð fyrir að tvö vitni væru nóg Málið var fellt niður í byrjun árs 2025 þar sem ekki voru talin næg sönnunargögn í málinu - enda voru engin ummerki um ofbeldið lengur sjáanleg á barninu þegar málið var tilkynnt. „Við höfðum alveg oft tekið eftir einhverjum marblettum á skrítnum stöðum en á sama tíma er þetta lítið barn á leikskóla,“ segir móðirin. „Eftir á að hyggja hefðum við átt að segja í skýrslutökunni að við hefðum orðið vör við áverka á henni en við vildum ekki segja rangt frá. Við gerðum bara ráð fyrir því að það væri nóg að það hefðu tveir orðið vitni að brotinu. En það er greinilega ekki raunin.“ Reið hve illa var stutt við fjölskylduna Hún segist ekki einu sinni hafa fengið símtal frá lögreglunni um að rannsóknin hafi verið felld niður heldur hafi skjal birst henni á Ísland.is um málið. Það hafi í raun verið algjör hending að hún hafi séð skjalið tímanlega en þá voru níu dagar í að kærufrestur rynni út. Þau leituðu ráða hjá lögfræðingi sem ráðlagði þeim að kæra úrskurðinn. „Og hún segir okkur í raun líka að lögreglan hafi svikið okkur. Við hefðum átt að fá að fylgjast með öllu ferlinu í gegnum réttargæslumann,“ segir hún. Foreldrarnir kærðu niðurfellinguna til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglunnar í byrjun maí síðastliðnum. Móðirin segir að þau séu fyrst og fremst reið yfir því hve illa var haldið utan um fjölskylduna og að starfsmaðurinn geti starfað áfram með börnum. „Maður er bara reiður og ringlaður og finnst ekki hafa verið staðið rétt að þessu. Það er skrítið að þetta hafi farið svona. Þetta er alls ekki versta brotið sem hefur verið framið gegn barni en það var bara illa staðið að öllu og brot er alltaf brot,“ segir hún en tekur fram að skólinn hafi brugðist rétt við og í samræmi við fyrirmæli lögreglu. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Atvikið kom upp í maí 2024 á leikskóla á Suðurlandi þegar stúlkan var eins og hálfs árs gömul. Móðir stúlkunnar, sem treysti sér ekki til að koma fram undir nafni, var kölluð á fund hjá leikskólastjóra í skóla dóttur hennar, þar sem henni var tilkynnt að grunur væri uppi um að dóttir hennar hefði verið beitt ofbeldi af leikskólastarfsmanni. „Hún segir mér að það hafi verið tvennt. Annars vegar hafi verið að þvo henni um munninn með þvottapoka og hún hafi verið með skrámur eftir það. Svo var annað atvik þar sem sami starfsmaður hafði gripið í hana og það sáust á henni naglaför og marblettir,“ segir móðirin. „Hversu fast þarftu að nudda andlitið á barni til þess að skráma það með þvottapoka?“ bætir hún við. Atvikið tilkynnt meira en viku síðar Hún hafi sótt dóttur sína á leikskólann og farið með hana heim þennan dag, í vægu áfalli sjálf. Hún segist átta sig á að brotið sé ekki alvarlegt en það sé öllum foreldrum þungbært að heyra af því að grunur sé uppi um að barn þeirra hafi verið beitt ofbeldi. „Ég ætla ekki að fara að gera eitthvað meira úr þessu. Brotin sem hefur verið fjallað um á leikskólum undanfarið, þau eru þess eðlis að þau eru ekki sambærileg,“ segir hún. Þau foreldrarnir hafi grandskoðað barnið við heimkomu en ekkert á henni séð. Í ljós kom að atvikið hafði komið upp rúmri viku áður og því sáust ekki lengur áverkar á stúlkunni. „Stelpurnar sem urðu vitni að þessu, sem voru starfsmenn, voru svo hræddar við konuna sem gerði þetta að þær þorðu ekkert að segja. Þær segja annarri stelpu frá þessu, sem er líka ung og að vinna þarna með þeim. Henni verður svo um að hún segir skólastjóranum frá þessu,“ segir móðirin. Sagt að halda málinu leyndu Viðkomandi starfsmanni var vikið úr starfi og málið tilkynnt af skólanum til lögreglu, sem kom og tók skýrslu af foreldrunum og vitnum. Fjölskyldunni var ekki úthlutaður réttargæslumaður, sem alla jafna er gert við rannsókn ofbeldismála. „Okkur er sagt af lögreglu að það sé best fyrir barnið okkar og hagsmuni hennar að við höldum þessu leyndu. Við bara fylgdum því af því að við töldum það best fyrir dóttur okkar,“ segir hún. Ekki boðinn réttargæslumaður Hún segir foreldra tveggja annarra barna á leikskólanum hafa rætt við sig um að þau gruni að börn þeirra hafi orðið fyrir ofbeldi af hendi sama leikskólastarfsmanns. Eitt foreldranna hafi sagt henni að barnið hans hafi oft sagt þennan sama starfsmann hafa meitt sig. Foreldrið hafi sjálft haldið að konan hafi aðeins verið að skamma barnið en nú gruni það annað. „Núna sé ég alveg ofboðslega mikið eftir því af því að það hefðu eflaust fleiri stigið fram.“ Á engum tímapunkti hafi heldur komið til tals af lögreglu að stúlkan yrði tekin í skýrslutöku í Barnahúsi. Þau foreldrarnir hafi lítið frétt af framvindu rannsóknar, enda hafi þau ekki verið með réttargæslumann og ekkert vitað hvernig svona rannsóknir gengju. „Það var ekkert gert fyrir okkur en við treystum því bara einhvern veginn. Okkur voru ekki boðin nein úrræði, ekki dóttur okkar heldur. Við fengum ekkert. Ég hringdi reglulega í lögregluna til að vita hver staðan væri en fékk aldrei að vita neitt.“ Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur sinnt réttargæslu í málum fjölmargra barna.Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, lögmaður, segir í samtali við fréttastofu að þetta sé mjög óvenjulegt. Í það minnsta hefði lögregla átt að upplýsa foreldrana um réttindi þeirra og barnsins. „Stjórnvald á alltaf að upplýsa um réttindi viðkomandi. Það er ekki skilyrði að tilnefna réttargæslumann í svona broti. Lögreglan hefði þó átt að upplýsa að þau ættu þann rétt þó það sé ekki skilyrði og hefðu átt að setja það í hendur foreldranna hvort þau vildu réttargæslumann,“ segir hann. Gerðu ráð fyrir að tvö vitni væru nóg Málið var fellt niður í byrjun árs 2025 þar sem ekki voru talin næg sönnunargögn í málinu - enda voru engin ummerki um ofbeldið lengur sjáanleg á barninu þegar málið var tilkynnt. „Við höfðum alveg oft tekið eftir einhverjum marblettum á skrítnum stöðum en á sama tíma er þetta lítið barn á leikskóla,“ segir móðirin. „Eftir á að hyggja hefðum við átt að segja í skýrslutökunni að við hefðum orðið vör við áverka á henni en við vildum ekki segja rangt frá. Við gerðum bara ráð fyrir því að það væri nóg að það hefðu tveir orðið vitni að brotinu. En það er greinilega ekki raunin.“ Reið hve illa var stutt við fjölskylduna Hún segist ekki einu sinni hafa fengið símtal frá lögreglunni um að rannsóknin hafi verið felld niður heldur hafi skjal birst henni á Ísland.is um málið. Það hafi í raun verið algjör hending að hún hafi séð skjalið tímanlega en þá voru níu dagar í að kærufrestur rynni út. Þau leituðu ráða hjá lögfræðingi sem ráðlagði þeim að kæra úrskurðinn. „Og hún segir okkur í raun líka að lögreglan hafi svikið okkur. Við hefðum átt að fá að fylgjast með öllu ferlinu í gegnum réttargæslumann,“ segir hún. Foreldrarnir kærðu niðurfellinguna til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglunnar í byrjun maí síðastliðnum. Móðirin segir að þau séu fyrst og fremst reið yfir því hve illa var haldið utan um fjölskylduna og að starfsmaðurinn geti starfað áfram með börnum. „Maður er bara reiður og ringlaður og finnst ekki hafa verið staðið rétt að þessu. Það er skrítið að þetta hafi farið svona. Þetta er alls ekki versta brotið sem hefur verið framið gegn barni en það var bara illa staðið að öllu og brot er alltaf brot,“ segir hún en tekur fram að skólinn hafi brugðist rétt við og í samræmi við fyrirmæli lögreglu.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira