Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2026 17:03 Róbert Wessmann verður áfram stjórnarformaður Alvotech og mun einbeita sér að öðru en daglegum rekstri. Vísir/Vilhelm Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin. Alvotech tilkynnti í dag að Lisa Graver myndi taka við stöðu forstjóra Alvotech af Róbert í lok fyrsti ársfjórðungs ársins. Róbert yrði áfram stjórnarformaður félagsins og það í fullu starfi. Róbert er stærsti eigandi Alvotech. Í samtali við Vísi segir Róbert að breytingarnar hafi verið í farvatninu nokkuð lengi. Hann hafi stofnaði félagið árið 2012, orðið stjórnarformaður þess árið 2019 og loks forstjóri árið 2023. „Félagið var þá á ákveðnum tímamótum, það þurfti að gera ákveðnar breytingar. Ég var beðinn af stjórninni að stíga inn og gerði það. Þannig að ég hef verið stjórnarformaður og forstjóri, sem er nokkuð þekkt í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu og hef því oft verið spurður um það af hverju ég sé í þessum tveimur störfum,“ segir hann. Allir lykilstarfsmenn búsettir á Íslandi Róbert segist hafa unnið að því undanfarið að tryggja að allir lykilstjórnendur Alvotech séu búsettir á Íslandi en hann er sjálfur búsettur erlendis ásamt fjölskyldu sinni. Nú sé svo komið að stjórnendur rekstrarsviðs, gæðasviðs, þróunarsviðs, skráningarsviðs og fjármálasviðs búi allir á Íslandi. „Að vera forstjóri í svona félagi krefst mikillar viðveru í Reykjavík vegna þess að við erum að stækka hratt og allt leiðtogateymið þarf að vera saman, til þess að tryggja að innviðir, afköst, gæðamál og rekstrarmál fylgi vextinum.“ Lisa hafi þegar fest sér húsnæði hér á landi og muni flytja til landsins innan örfárra vikna og því verði forstjórinn einnig búsettur á landinu. Einbeitir sér að öðrum verkefnum Sem áður segir verður Róbert í fullu starfi sem stjórnarformaður og hann segist alls ekki á leið í neina afslöppun, hann muni slappa af seinna. Hann muni einbeita sér að þeim verkefnum sem hann sinnti áður en hann varð forstjóri, til að mynda að ná í nýja viðskiptavini, tryggja sölusamninga, fá nýja fjárfesta inn í félagið, vera í samskiptum við fjárfesta og þar fram eftir götunum. „Það eru mikil tækifæri þarna enn þá. Þessi iðnaður er í dag enn þá á töluverðri hreyfinu. Við erum að selja öll okkar lyf í gegnum þriðja aðila, hvort það sé endilega besta nálgunin um ókomna framtíð skal ég ekki segja. Hvort við getum fært okkur yfir í ný tækifæri þegar kemur að þróun og hvernig lyf við erum að velja til að þróa. Slíkar stefnumótandi ákvarðanir krefjast undirbúnings og athygli. Mitt starf verður því áfram að gera það sem ég var að gera fyrir 2023, að halda áfram að byggja upp reksturinn til lengri tíma og verðmæti fyrir hluthafa.“ Á sama tíma sé hann kominn með gríðarlega öflugt teymi sem búi á Íslandi og sinni daglegum rekstri félagsins. „Það er rosalega erfitt að vera forstjóri í félagi sem er að vaxa um hundrað prósent á ári, er komið með stærsta lyfjasafn í þróunaf öllum fyrirtækjum í okkar grein í heiminum og vera líka á sama tíma að reyna að komast inn á nýja markaði, skoða tækifæri til að fara jafnvel beint inn á nýja markaði með því að selja sjálf, ef það gæti reynst fyrirtækinu betur. Í svona miklum vexti þá fannst mér þetta rétti tímapunkturinn til að skipta þessum hlutverkum aftur upp.“ Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Undanfarna mánuði hafa fréttir ítrekað verið fluttar af dræmu gengi Alvotech á hlutabréfamörkuðum en félagið er þrískráð á markaði hér á landi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Til dæmis er gengi hlutabréfa félagsins hér á landi 592 krónur á hlut en það fór hæst upp í 2450 krónur í febrúar árið 2024. Róbert segir að í fyrra hafi vöxtur félagsins, bæði í sölu og EBITDA, verið talsverður en þó minni en vonir höfðu staðið til. Hann sé þó bjartsýnn varðandi framtíðina. „Eins og staðan er í dag erum við, samkvæmt opinberum gögnum, með langstærsta lyfjasafnið í þróun, sem er auðvitað ávísun á það sem félagið getur í raun og veru skilað í framtíðinni. Við erum búin að setja þessi fimm lyf á markað á stærstu mörkuðum, nema í Bandaríkjunum. Ég lít svo á, og stjórn félagsins líka, að þó að við höfum, því miður, fengið þetta neikvæða svar við umsóknum um markaðsleyfi fyrir nýju lyfin frá FDA þá er þetta einungis tímabundið ástand og félagið er í sjálfu sér tilbúið að taka á móti FDA [Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna], ef þau kjósa að koma, hvenær sem er.“ Virði félagsins frekar í lyfjasafninu en markaðsgengi Róbert segir að félagið hafi þegar gefið út áætlanir fyrir nýhafið ár og reikni með áframhaldandi sterkum vexti árið 2027. Þá verði þrjú lyf komin inn á Bandaríkjamarkað fyrir heilt ár. Þá sé fjöldi lyfja í pípunum og á leið inn á markað. „Þannig að ég er mjög spenntur og brattur, enda mjög stór hluthafi. Ég er auðvitað ekki ánægður með gengið á félaginu, en svona að ákveðnu leyti stýrir maður því ekki, nema að skila þeim árangri sem þarf á hverjum tíma. Ég held að undirliggjandi verðmæti félagsins endurspeglist meira í lyfjasafninu heldur en genginu á bréfunum akkúrat í dag. Þannig að ef menn horfa bara á afköstin, þau lyf sem eru að koma á markað og allt það sem við erum að gera, þá segir það sína sögu sjálft. Þannig að ég er í raun og veru bara mjög brattur og ánægður með að vera stærsti hluthafinn í félaginu og ætla að vera það áfram.“ Alvotech Nýsköpun Lyf Tengdar fréttir Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Alvotech hefur hafið markaðssetningu á Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi (golimumab), í Evrópu en um er að ræða fyrstu hliðstæðu við Simponi sem komi á markað í heiminum. Advanz Pharma fer með einkarétt á sölu Gobivaz í Evrópu. 22. desember 2025 08:22 „Mikil umframeftirspurn“ þegar Alvotech seldi breytanleg bréf fyrir 14 milljarða Alvotech hefur gengið frá sölu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð rúmlega 100 milljónir dala, sem kemur til nú þegar ljóst er að seinkun verður á sölu nýrra lyfja félagsins á Bandaríkjamarkað, til hóps um tuttugu alþjóðlegra fjárfesta en „mikil“ umframeftirspurn var sögð vera í útboðinu. Til að verjast markaðsáhættu lánar dótturfélag Alvotech kaupendum bréfanna jafnframt almenn hlutabréf í líftæknilyfjafélaginu sem selja þau síðan með tíu prósenta „afslætti“ miðað við dagslokagengið í gær. 17. desember 2025 10:20 Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Gengi hlutabréfa í Alvotech lækkaði um tæplega tíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gærkvöldi. Það sem af er degi hefur gengið lægst farið í 634 krónur, sem er það lægsta frá upphafi. 13. nóvember 2025 10:11 Gengi Alvotech aldrei lægra Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28 prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent. 3. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Alvotech tilkynnti í dag að Lisa Graver myndi taka við stöðu forstjóra Alvotech af Róbert í lok fyrsti ársfjórðungs ársins. Róbert yrði áfram stjórnarformaður félagsins og það í fullu starfi. Róbert er stærsti eigandi Alvotech. Í samtali við Vísi segir Róbert að breytingarnar hafi verið í farvatninu nokkuð lengi. Hann hafi stofnaði félagið árið 2012, orðið stjórnarformaður þess árið 2019 og loks forstjóri árið 2023. „Félagið var þá á ákveðnum tímamótum, það þurfti að gera ákveðnar breytingar. Ég var beðinn af stjórninni að stíga inn og gerði það. Þannig að ég hef verið stjórnarformaður og forstjóri, sem er nokkuð þekkt í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu og hef því oft verið spurður um það af hverju ég sé í þessum tveimur störfum,“ segir hann. Allir lykilstarfsmenn búsettir á Íslandi Róbert segist hafa unnið að því undanfarið að tryggja að allir lykilstjórnendur Alvotech séu búsettir á Íslandi en hann er sjálfur búsettur erlendis ásamt fjölskyldu sinni. Nú sé svo komið að stjórnendur rekstrarsviðs, gæðasviðs, þróunarsviðs, skráningarsviðs og fjármálasviðs búi allir á Íslandi. „Að vera forstjóri í svona félagi krefst mikillar viðveru í Reykjavík vegna þess að við erum að stækka hratt og allt leiðtogateymið þarf að vera saman, til þess að tryggja að innviðir, afköst, gæðamál og rekstrarmál fylgi vextinum.“ Lisa hafi þegar fest sér húsnæði hér á landi og muni flytja til landsins innan örfárra vikna og því verði forstjórinn einnig búsettur á landinu. Einbeitir sér að öðrum verkefnum Sem áður segir verður Róbert í fullu starfi sem stjórnarformaður og hann segist alls ekki á leið í neina afslöppun, hann muni slappa af seinna. Hann muni einbeita sér að þeim verkefnum sem hann sinnti áður en hann varð forstjóri, til að mynda að ná í nýja viðskiptavini, tryggja sölusamninga, fá nýja fjárfesta inn í félagið, vera í samskiptum við fjárfesta og þar fram eftir götunum. „Það eru mikil tækifæri þarna enn þá. Þessi iðnaður er í dag enn þá á töluverðri hreyfinu. Við erum að selja öll okkar lyf í gegnum þriðja aðila, hvort það sé endilega besta nálgunin um ókomna framtíð skal ég ekki segja. Hvort við getum fært okkur yfir í ný tækifæri þegar kemur að þróun og hvernig lyf við erum að velja til að þróa. Slíkar stefnumótandi ákvarðanir krefjast undirbúnings og athygli. Mitt starf verður því áfram að gera það sem ég var að gera fyrir 2023, að halda áfram að byggja upp reksturinn til lengri tíma og verðmæti fyrir hluthafa.“ Á sama tíma sé hann kominn með gríðarlega öflugt teymi sem búi á Íslandi og sinni daglegum rekstri félagsins. „Það er rosalega erfitt að vera forstjóri í félagi sem er að vaxa um hundrað prósent á ári, er komið með stærsta lyfjasafn í þróunaf öllum fyrirtækjum í okkar grein í heiminum og vera líka á sama tíma að reyna að komast inn á nýja markaði, skoða tækifæri til að fara jafnvel beint inn á nýja markaði með því að selja sjálf, ef það gæti reynst fyrirtækinu betur. Í svona miklum vexti þá fannst mér þetta rétti tímapunkturinn til að skipta þessum hlutverkum aftur upp.“ Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Undanfarna mánuði hafa fréttir ítrekað verið fluttar af dræmu gengi Alvotech á hlutabréfamörkuðum en félagið er þrískráð á markaði hér á landi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Til dæmis er gengi hlutabréfa félagsins hér á landi 592 krónur á hlut en það fór hæst upp í 2450 krónur í febrúar árið 2024. Róbert segir að í fyrra hafi vöxtur félagsins, bæði í sölu og EBITDA, verið talsverður en þó minni en vonir höfðu staðið til. Hann sé þó bjartsýnn varðandi framtíðina. „Eins og staðan er í dag erum við, samkvæmt opinberum gögnum, með langstærsta lyfjasafnið í þróun, sem er auðvitað ávísun á það sem félagið getur í raun og veru skilað í framtíðinni. Við erum búin að setja þessi fimm lyf á markað á stærstu mörkuðum, nema í Bandaríkjunum. Ég lít svo á, og stjórn félagsins líka, að þó að við höfum, því miður, fengið þetta neikvæða svar við umsóknum um markaðsleyfi fyrir nýju lyfin frá FDA þá er þetta einungis tímabundið ástand og félagið er í sjálfu sér tilbúið að taka á móti FDA [Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna], ef þau kjósa að koma, hvenær sem er.“ Virði félagsins frekar í lyfjasafninu en markaðsgengi Róbert segir að félagið hafi þegar gefið út áætlanir fyrir nýhafið ár og reikni með áframhaldandi sterkum vexti árið 2027. Þá verði þrjú lyf komin inn á Bandaríkjamarkað fyrir heilt ár. Þá sé fjöldi lyfja í pípunum og á leið inn á markað. „Þannig að ég er mjög spenntur og brattur, enda mjög stór hluthafi. Ég er auðvitað ekki ánægður með gengið á félaginu, en svona að ákveðnu leyti stýrir maður því ekki, nema að skila þeim árangri sem þarf á hverjum tíma. Ég held að undirliggjandi verðmæti félagsins endurspeglist meira í lyfjasafninu heldur en genginu á bréfunum akkúrat í dag. Þannig að ef menn horfa bara á afköstin, þau lyf sem eru að koma á markað og allt það sem við erum að gera, þá segir það sína sögu sjálft. Þannig að ég er í raun og veru bara mjög brattur og ánægður með að vera stærsti hluthafinn í félaginu og ætla að vera það áfram.“
Alvotech Nýsköpun Lyf Tengdar fréttir Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Alvotech hefur hafið markaðssetningu á Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi (golimumab), í Evrópu en um er að ræða fyrstu hliðstæðu við Simponi sem komi á markað í heiminum. Advanz Pharma fer með einkarétt á sölu Gobivaz í Evrópu. 22. desember 2025 08:22 „Mikil umframeftirspurn“ þegar Alvotech seldi breytanleg bréf fyrir 14 milljarða Alvotech hefur gengið frá sölu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð rúmlega 100 milljónir dala, sem kemur til nú þegar ljóst er að seinkun verður á sölu nýrra lyfja félagsins á Bandaríkjamarkað, til hóps um tuttugu alþjóðlegra fjárfesta en „mikil“ umframeftirspurn var sögð vera í útboðinu. Til að verjast markaðsáhættu lánar dótturfélag Alvotech kaupendum bréfanna jafnframt almenn hlutabréf í líftæknilyfjafélaginu sem selja þau síðan með tíu prósenta „afslætti“ miðað við dagslokagengið í gær. 17. desember 2025 10:20 Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Gengi hlutabréfa í Alvotech lækkaði um tæplega tíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gærkvöldi. Það sem af er degi hefur gengið lægst farið í 634 krónur, sem er það lægsta frá upphafi. 13. nóvember 2025 10:11 Gengi Alvotech aldrei lægra Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28 prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent. 3. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Alvotech hefur hafið markaðssetningu á Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi (golimumab), í Evrópu en um er að ræða fyrstu hliðstæðu við Simponi sem komi á markað í heiminum. Advanz Pharma fer með einkarétt á sölu Gobivaz í Evrópu. 22. desember 2025 08:22
„Mikil umframeftirspurn“ þegar Alvotech seldi breytanleg bréf fyrir 14 milljarða Alvotech hefur gengið frá sölu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð rúmlega 100 milljónir dala, sem kemur til nú þegar ljóst er að seinkun verður á sölu nýrra lyfja félagsins á Bandaríkjamarkað, til hóps um tuttugu alþjóðlegra fjárfesta en „mikil“ umframeftirspurn var sögð vera í útboðinu. Til að verjast markaðsáhættu lánar dótturfélag Alvotech kaupendum bréfanna jafnframt almenn hlutabréf í líftæknilyfjafélaginu sem selja þau síðan með tíu prósenta „afslætti“ miðað við dagslokagengið í gær. 17. desember 2025 10:20
Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Gengi hlutabréfa í Alvotech lækkaði um tæplega tíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gærkvöldi. Það sem af er degi hefur gengið lægst farið í 634 krónur, sem er það lægsta frá upphafi. 13. nóvember 2025 10:11
Gengi Alvotech aldrei lægra Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28 prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent. 3. nóvember 2025 16:03