Körfubolti

Gaf 20 stoð­sendingar í sigri Grinda­víkur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Abby Beeman í þann mund að gefa eina af 20 stoðsendingum sínum í kvöld.
Abby Beeman í þann mund að gefa eina af 20 stoðsendingum sínum í kvöld. Vísir/Vilhelm

Grindavík vann góðan útisigur á Stjörnunni í fyrsta leik kvöldsins í Bónus deild kvenna í körfubolta. Sigurinn má þakka frábærum þriðja leikhluta liðsins.

Grindavík var jafnt Val og Keflavík í 3.-5. sæti fyrir leik kvöldsins með 16 stig, tveimur frá toppliðum Njarðvíkur og KR.

Stjarnan átt í meiri vandræðum í vetur en leikur kvöldsins var jafn framan af. Stjarnan var þó skrefi á undan og leiddi í hálfleik 50-44.

Eitthvað sagði Ólafur Jóhann Sigurðarson, þjálfari Grindavíkur, við sínar konur í hálfleik því þær gjörsamlega gengu frá leiknum í þriðja leikhluta. Þar skoruðu þær 30 stig gegn 13 og litu ekki um öxl.

Munurinn varð að endingu 16 stig, 99-83 fyrir Grindavík.

Abbey Beeman fór hamförum fyrir Grindavíkurliðið með 20 stig og 20 stoðsendingar. Með sigrinum jafnar Grindavík toppliðin KR og Njarðvík að stigum en þó aðeins um sinn.

Njarðvík og KR eigast við í kvöld og beina textalýsingu frá þeim leik má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×