Erlent

Á­sælni Trumps í Græn­land og skuggaskip Rússa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verða málefni Grænlands fyrirferðarmikil en lítið lát er á ásælni Bandaríkjamanna í landið að því er virðist.

Þá segjum við frá rússnesku skuggaskipi sem nú er komið inn fyrir íslensku efnahagslögsöguna og Gæslan fylgist grannt með. 

Að auki verður rætt við Björgu Magnúsdóttur sem í morgun lýsti vilja til að leiða Viðreisn í borginni í komandi kosningum og þá fjöllum við einnig um leikskólamál og leigumarkaðinn.

Í sportpakka dagsins er það svo Bónus deild kvenna í körfunni sem verður til umfjöllunar og leikir dagsins í enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×