Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Lovísa Arnardóttir skrifar 8. janúar 2026 09:41 Innan hverrar stéttar er alltaf eitthvað hlutfall sem hefur menntað sig en kýs að vinna ekki við sína starfsgrein, hlutfallið er hæst meðal sjúkraliða. Vísir/Vilhelm Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum. Um 14 prósent hjúkrunarfræðinga undir sjötugu starfa ekki í greininni og um 40 prósent sjúkraliða. Meðalaldur lækna hefur haldist svipaður, en þar er þó mikill munur eftir kynjum. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis um mannafla í heilbrigðisþjónustu. Í Talnabrunninum er fjallað um það hvernig mannafli hefur þróast í fimm heilbrigðisstéttum á undanförnum árum. Þetta eru stéttir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, ljósmæðra, lækna og sálfræðinga. Meðal annars er rýnt í hvernig fjöldi leyfishafa í viðkomandi stéttum hefur þróast með tilliti til mannfjöldaþróunar í landinu og hvernig aldursskipting innan stéttanna hefur breyst. Í Talnabrunni kemur fram að embætti landlæknis sjái um veitingu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta á Íslandi. Löggildar stéttir séu í dag 36 talsins. Fjölgun hafi fylgt mannfjölda ágætlega Í Talnabrunni kemur fram að fjölgun starfsfólks með starfsleyfi hafi ágætlega fylgt mannfjöldaþróun en hafi í sumum tilfellum vaxið umfram, svo sem í stétt hjúkrunarfræðinga, lækna og sálfræðinga. Á sama tíma hafi starfsleyfum sjúkraliða og ljósmæðra sem eru undir sjötugu fækkað á hverja 100.000 íbúa. Þegar miðað er við höfðatölu mælist þó samanlagður fjöldi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Talnabrunni segir að fjöldinn segi ekki alla söguna. Síðustu ár hafi skortur á starfsfólki og leiðir til úrbóta verið til umræðu í fjölda skýrslna frá ráðuneytinu, ríkisendurskoðun og ályktunum og yfirlýsingum frá stéttarfélögum þessara stétta. Tölurnar í Talnabrunninum sýni að meðalaldur hafi farið hækkandi hjá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og ljósmæðrum með gilt starfsleyfi og vegna hækkandi aldurs fjölgi meira í eldri aldurshópum en þeim yngri. Þá komi einnig fram í Talnabrunni að í sumum stéttum sé töluverður munur á fjölda starfandi og fjölda gildra starfsleyfa í greininni hins vegar. Þetta bendi til þess að fólk sem hafi menntað sig til tiltekinna starfa í heilbrigðisþjónustu kjósi að starfa á öðrum vettvangi að námi loknu eða hverfi til annarrar iðju eftir tiltekinn tíma í starfi. „Þar kann margt að spila inn í, s.s. launakjör, starfsaðstæður og vinnuálag. Ljóst er að huga þarf að nýliðun, aldursþróun, vinnuumhverfi, aukinni framleiðni, breyttri verkaskiptingu, aukinni notkun tækni og betri samþættingu þjónustu innan heilbrigðisþjónustu til að mæta þeim áskorunum sem fyrirsjáanlegar eru í heilbrigðismálum í náinni framtíð,“ segir í Talnabrunni. Í Talnabrunni Landlæknisembættisins kemur fram að við árslok árs 2024 voru 5.801 talsins, 5.594 konur og 207 karlar, hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi. Miðað við tölur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga var áætlað að 3.989 hjúkrunarfræðingar hafi starfað við hjúkrun í lok árs 2024. Það er um 69 prósent af þeim tæplega sex þúsund sem hafa lögheimili og starfsleyfi á landinu. Hjúkrunarfræðingum undir 70 ára fjölgað minna Í Talnabrunni segir að hjúkrunarfræðingum með starfsleyfi hafi fjölgað nokkuð umfram mannfjölda, úr 1.164 í 1.490 á hverja 100.000 íbúa á árabilinu 2008-2024. Á sama tíma hafi leyfishöfum undir 70 ára aldri með lögheimili á Íslandi fjölgað minna, eða úr 1.072 í 1.242 á hverja 100.000 íbúa . Í lok árs 2024 voru hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi, 70 ára og eldri, 963 talsins. Í Talnabrunni segir að draga megi þá ályktun út frá þessum tölum að 1.812 hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi hafi ekki starfað við hjúkrun í árslok 2024. Þar af voru 963 orðnir 70 ára og að öllum líkindum hættir störfum sökum aldurs. Eftir standa 849 hjúkrunarfræðingar undir sjötugu sem ekki starfa í greininni, eða 14,6 prósent af heildinni. Meðalaldur hækkað um tvö ár Þá kemur fram að eins og í mörgum öðrum heilbrigðisstéttum hafi aldurssamsetning hjúkrunarfræðinga tekið breytingum á undanförnum árum og smám saman hafi hún færst upp á við. Sérstaklega hafi fjölgað í tveimur elstu aldurshópunum en að á síðustu árum hafi einnig fjölgað í þeim yngstu. Frá árinu 2008 til ársins 2024 hækkaði meðalaldur hjúkrunarfræðinga með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi úr 49 árum í 51,5 ár. Hlutfallsleg skipting hjúkrunarfræðinga með gilt starfsleyfi og lögheimili á Íslandi eftir aldurshópum. Innan hverrar súlu má sjá fjölda í hverjum aldurshópi. Gögn úr mannaflamælaborði embættis landlæknis.Landlæknisembættið Samsetning hópsins með tilliti til uppruna hefur einnig breyst verulega. Í Talnabrunni kemur fram að fjöldi hjúkrunarfræðinga með gilt starfsleyfi á Íslandi og erlent ríkisfang þrefaldaðist á árunum 2017 til 2024, fór úr 35 í 105 á hverja 100.000 íbúa landsins. Þessi fjölgun hefur að mestu átt sér stað í yngri aldurshópum sem er frábrugðið því sem sjá má hjá leyfishöfum með íslenskt ríkisfang. Meðalaldur lægri hjá hjúkrunarfræðingum með erlent ríkisfang Í lok árs 2024 var meðalaldur hjúkrunarfræðinga með lögheimili á Íslandi og íslenskt ríkisfang 52,4 ár samanborið við 40,3 ár hjá hjúkrunarfræðingum með lögheimili á Íslandi og erlent ríkisfang. Næst er í Talnabrunni fjallað um sjúkraliða en í árslok 2024 voru sjúkraliðar með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi 5.058 talsins, 4.907 konur og 149 karlar. Miðað við tölur frá Sjúkraliðafélagi Íslands hafi á þeim tíma verið áætlað að 2.017 sjúkraliðar störfuðu við sjúkraliðastörf í lok árs 2024. Heildarfjöldi sjúkraliða með starfsleyfi á hverja 100.000 íbúa hefur samkvæmt samantektinni haldist nokkuð stöðugur á meðan sjúkraliðum undir 70 ára fækkaði úr 1.159 í 1.033 á hverja 100.000 íbúa á árabilinu 2015 til 2024. Í lok árs 2024 voru sjúkraliðar með starfsleyfi, 70 ára og eldri, 1.034 talsins og segir í samantekt að miðað við þessi gögn megi álykta að 3.041 sjúkraliði með starfsleyfi hafi ekki starfað við fagið í árslok 2024. Þar af voru 1.034 orðnir 70 ára og að öllum líkindum hættir störfum sökum aldurs. Eftir standa 2.007 sjúkraliðar undir sjötugu sem ekki starfa í greininni, eða 39,7% af heildinni. Hlutfallsleg skipting sjúkraliða með gilt starfsleyfi og lögheimili á Íslandi eftir aldurshópum. Innan hverrar súlu má sjá fjölda í hverjum aldurshópi. Gögn úr mannaflamælaborði embættis landlæknis.Landlæknisembættið Þá kemur fram að eins og hjá hjúkrunarfræðingum hafi sjúkraliðum í tveimur elstu aldurshópunum fjölgað verulega, úr 435 árið 2008 í 1.681 árið 2024. Á sama tíma hafi fækkað mjög í aldurshópnum 45 til 54 ára. Tveir yngstu aldurshóparnir haldast nokkuð stöðugir þó að greina megi lítils háttar fjölgun allra síðustu árin. Samkvæmt samantekt er hún þó mun minni en fjölgun meðal hjúkrunarfræðinga. Meðalaldur sjúkraliða hækkaði úr 49,7 árum í 55,6 ár á tímabilinu 2008 til 2024. Breytt aldurssamsetning áskorun hjá ljósmæðrum Í Talnabrunni er svo fjallað um ljósmæður sem er önnur stétt sem tekst á við áskoranir vegna breyttrar aldurssamsetningar; ljósmæður eru ljósmæður. Í árslok 2024 voru ljósmæður með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi 553 talsins, allt konur. Miðað við tölur frá Ljósmæðrafélagi Íslands var áætlað að 321 ljósmóðir starfaði við fagið í árslok 2024. Á árabilinu 2012-2024 hélst heildarfjöldi ljósmæðra með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi nokkuð stöðugur, samkvæmt Talnabrunni embættisins, í kringum 140 á hverja 100.000 íbúa. Á sama tíma fækkaði ljósmæðrum undir 70 ára úr 123 í 101 á hverja 100.000 íbúa. Í lok árs 2024 voru ljósmæður með starfsleyfi, 70 ára og eldri, 159 talsins. Út frá þessu er áætlað í Talnabrunni að 232 ljósmæður með starfsleyfi hafi ekki starfað við fagið í árslok 2024. Tala þeirra sem náð höfðu sjötugsaldri var 101 og því er gert ráð fyrir að fjöldi ljósmæðra undir sjötugu sem ekki starfaði við fagið hafi verið 131, eða 23,7 prósent af heildinni. Hlutfallsleg skipting ljósmæðra með gilt starfsleyfi og lögheimili á Íslandi eftir aldurshópum. Innan hverrar súlu má sjá fjölda í hverjum aldurshópi. Gögn úr mannaflamælaborði embættis landlæknis.Landlæknisembættið Aldurssamsetning hópsins er enn að breytast og er bent á í Talnabrunni að hlutfall 65 ára og eldri hafi vaxið umfram yngstu aldurshópana meðal ljósmæðra undanfarin ár og er nú 44 prósent af öllum ljósmæðrum með gilt starfsleyfi. Á sama tíma hefur fjölgað í yngsta aldurshópnum, sem taldi rúmlega tvöfalt fleiri árið 2024 en árið 2008. Á árunum 2008 til 2024 hækkaði meðalaldur ljósmæðra með gilt starfsleyfi úr 53 árum í 58,1 ár. Fleiri yngri kvenkyns læknar Næst er fjallað um lækna en í árslok 2024 voru læknar með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi 2.186 talsins, 1.216 karlar og 970 konur. Í Talnabrunni landlæknisembættisins kemur fram að undanfarin ár hafi fjöldi lækna aukist nokkuð umfram mannfjölda og farið úr 421 í 561 á hverja 100.000 íbúa á árunum 2008 til 2024. Þar af hafi læknum undir 70 ára fjölgað úr 371 í 456 á hverja 100.000 íbúa. Fram kemur í Talnabrunni að þegar fjöldi starfandi lækna er áætlaður er jafnan miðað við heildarfjölda lækna undir sjötugu í stað þess að kalla eftir gögnum frá Læknafélagi Íslands. Reynslan hafi sýnt að hlutfall lækna sem starfar við sitt fag er hærra en margra annarra heilbrigðisstétta, svo sem hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra. Því þykir þessi aðferð við áætlun á fjölda starfandi vera nákvæmari mælikvarði hjá læknum en öðrum heilbrigðisstéttum Þegar almenn starfsleyfi eru skoðuð eftir kyni sést að karlkyns læknum fjölgaði úr 590 í 609 á hverja 100.000 karla á árabilinu 2008-2024. Á sama tíma rúmlega tvöfaldaðist fjöldi starfsleyfa hjá kvenkyns læknum miðað við mannfjölda, fór úr 247 í 512 leyfi á hverjar 100.000 konur. Meðalaldur lækna stendur nokkurn veginn í stað yfir tímabilið, fer úr 51,6 ári í 51,3 ár. Hins vegar er aldursþróunin mjög ólík á milli kynja. Vegna hækkandi aldurs karlkyns lækna er hlutfallsleg fjölgun í tveimur elstu aldurshópunum mikil samkvæmt Talnabrunni. Árið 2024 voru rúm 40 prósent allra karlkyns lækna í tveimur elstu aldurshópunum samanborið við tæp 17 prósent árið 2008. Töluverð hlutfallsleg aukning er í yngsta aldurshópi karlkyns lækna á tímabilinu, fer úr 6,5 prósentum í 14,5 prósent. Staðan er svo allt önnur meðal kvenkyns lækna en þar er hlutfall í yngri aldurshópum mun hærra en hjá körlum yfir tímabilið, ekki síst í yngsta aldurshópnum. Þó er tekið fram að hlutfall í elstu hópunum tveimur vaxi hægt og sígandi þótt það sé enn mun lægra en hjá körlunum. Síðast er svo skoðuð staða sálfræðinga. Í Talnabrunni kemur fram að meðal þeirra hafi orðið áberandi fjölgun. Sálfræðingum með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi hafi fjölgað úr 380 í 975 á árunum 2008 til 2024. Ef tekið er mið af mannfjölda þá fjölgaði úr 119 í 250 á hverja 100.000 íbúa á tímabilinu. Vísað er til þess að Háskólinn á Akureyri hafi hafið nám í sálfræði árið 2009 og það megi að einhverju leyti skýra fjölgunina. Meðalaldur sálfræðinga með gilt starfsleyfi hækkaði lítillega á tímabilinu, eða úr 45,9 árum í 46,7 ár. Í Talnabrunni kemur fram að eins og í mörgum öðrum heilbrigðisstéttum sé töluverður munur á fjölda sálfræðinga með starfsleyfi annars vegar og starfandi sálfræðingum hins vegar. Miðað við tölur frá Sálfræðingafélagi Íslands hafi verið áætlað að 681 sálfræðingur væri starfandi hérlendis í lok árs 2024. Á sama tíma hafi 975 verið með leyfi, þar af hafi 116 verið sjötíu ára og eldri. Út frá því megi áætla að 178 sálfræðingar undir sjötugu hafi starfað við annað en sálfræðistörf á þeim tímapunkti, eða 18,3 prósent af heildinni. Hægt er að kynna sér Talnabrunninn hér. Heilbrigðismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Í Talnabrunninum er fjallað um það hvernig mannafli hefur þróast í fimm heilbrigðisstéttum á undanförnum árum. Þetta eru stéttir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, ljósmæðra, lækna og sálfræðinga. Meðal annars er rýnt í hvernig fjöldi leyfishafa í viðkomandi stéttum hefur þróast með tilliti til mannfjöldaþróunar í landinu og hvernig aldursskipting innan stéttanna hefur breyst. Í Talnabrunni kemur fram að embætti landlæknis sjái um veitingu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta á Íslandi. Löggildar stéttir séu í dag 36 talsins. Fjölgun hafi fylgt mannfjölda ágætlega Í Talnabrunni kemur fram að fjölgun starfsfólks með starfsleyfi hafi ágætlega fylgt mannfjöldaþróun en hafi í sumum tilfellum vaxið umfram, svo sem í stétt hjúkrunarfræðinga, lækna og sálfræðinga. Á sama tíma hafi starfsleyfum sjúkraliða og ljósmæðra sem eru undir sjötugu fækkað á hverja 100.000 íbúa. Þegar miðað er við höfðatölu mælist þó samanlagður fjöldi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Talnabrunni segir að fjöldinn segi ekki alla söguna. Síðustu ár hafi skortur á starfsfólki og leiðir til úrbóta verið til umræðu í fjölda skýrslna frá ráðuneytinu, ríkisendurskoðun og ályktunum og yfirlýsingum frá stéttarfélögum þessara stétta. Tölurnar í Talnabrunninum sýni að meðalaldur hafi farið hækkandi hjá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og ljósmæðrum með gilt starfsleyfi og vegna hækkandi aldurs fjölgi meira í eldri aldurshópum en þeim yngri. Þá komi einnig fram í Talnabrunni að í sumum stéttum sé töluverður munur á fjölda starfandi og fjölda gildra starfsleyfa í greininni hins vegar. Þetta bendi til þess að fólk sem hafi menntað sig til tiltekinna starfa í heilbrigðisþjónustu kjósi að starfa á öðrum vettvangi að námi loknu eða hverfi til annarrar iðju eftir tiltekinn tíma í starfi. „Þar kann margt að spila inn í, s.s. launakjör, starfsaðstæður og vinnuálag. Ljóst er að huga þarf að nýliðun, aldursþróun, vinnuumhverfi, aukinni framleiðni, breyttri verkaskiptingu, aukinni notkun tækni og betri samþættingu þjónustu innan heilbrigðisþjónustu til að mæta þeim áskorunum sem fyrirsjáanlegar eru í heilbrigðismálum í náinni framtíð,“ segir í Talnabrunni. Í Talnabrunni Landlæknisembættisins kemur fram að við árslok árs 2024 voru 5.801 talsins, 5.594 konur og 207 karlar, hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi. Miðað við tölur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga var áætlað að 3.989 hjúkrunarfræðingar hafi starfað við hjúkrun í lok árs 2024. Það er um 69 prósent af þeim tæplega sex þúsund sem hafa lögheimili og starfsleyfi á landinu. Hjúkrunarfræðingum undir 70 ára fjölgað minna Í Talnabrunni segir að hjúkrunarfræðingum með starfsleyfi hafi fjölgað nokkuð umfram mannfjölda, úr 1.164 í 1.490 á hverja 100.000 íbúa á árabilinu 2008-2024. Á sama tíma hafi leyfishöfum undir 70 ára aldri með lögheimili á Íslandi fjölgað minna, eða úr 1.072 í 1.242 á hverja 100.000 íbúa . Í lok árs 2024 voru hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi, 70 ára og eldri, 963 talsins. Í Talnabrunni segir að draga megi þá ályktun út frá þessum tölum að 1.812 hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi hafi ekki starfað við hjúkrun í árslok 2024. Þar af voru 963 orðnir 70 ára og að öllum líkindum hættir störfum sökum aldurs. Eftir standa 849 hjúkrunarfræðingar undir sjötugu sem ekki starfa í greininni, eða 14,6 prósent af heildinni. Meðalaldur hækkað um tvö ár Þá kemur fram að eins og í mörgum öðrum heilbrigðisstéttum hafi aldurssamsetning hjúkrunarfræðinga tekið breytingum á undanförnum árum og smám saman hafi hún færst upp á við. Sérstaklega hafi fjölgað í tveimur elstu aldurshópunum en að á síðustu árum hafi einnig fjölgað í þeim yngstu. Frá árinu 2008 til ársins 2024 hækkaði meðalaldur hjúkrunarfræðinga með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi úr 49 árum í 51,5 ár. Hlutfallsleg skipting hjúkrunarfræðinga með gilt starfsleyfi og lögheimili á Íslandi eftir aldurshópum. Innan hverrar súlu má sjá fjölda í hverjum aldurshópi. Gögn úr mannaflamælaborði embættis landlæknis.Landlæknisembættið Samsetning hópsins með tilliti til uppruna hefur einnig breyst verulega. Í Talnabrunni kemur fram að fjöldi hjúkrunarfræðinga með gilt starfsleyfi á Íslandi og erlent ríkisfang þrefaldaðist á árunum 2017 til 2024, fór úr 35 í 105 á hverja 100.000 íbúa landsins. Þessi fjölgun hefur að mestu átt sér stað í yngri aldurshópum sem er frábrugðið því sem sjá má hjá leyfishöfum með íslenskt ríkisfang. Meðalaldur lægri hjá hjúkrunarfræðingum með erlent ríkisfang Í lok árs 2024 var meðalaldur hjúkrunarfræðinga með lögheimili á Íslandi og íslenskt ríkisfang 52,4 ár samanborið við 40,3 ár hjá hjúkrunarfræðingum með lögheimili á Íslandi og erlent ríkisfang. Næst er í Talnabrunni fjallað um sjúkraliða en í árslok 2024 voru sjúkraliðar með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi 5.058 talsins, 4.907 konur og 149 karlar. Miðað við tölur frá Sjúkraliðafélagi Íslands hafi á þeim tíma verið áætlað að 2.017 sjúkraliðar störfuðu við sjúkraliðastörf í lok árs 2024. Heildarfjöldi sjúkraliða með starfsleyfi á hverja 100.000 íbúa hefur samkvæmt samantektinni haldist nokkuð stöðugur á meðan sjúkraliðum undir 70 ára fækkaði úr 1.159 í 1.033 á hverja 100.000 íbúa á árabilinu 2015 til 2024. Í lok árs 2024 voru sjúkraliðar með starfsleyfi, 70 ára og eldri, 1.034 talsins og segir í samantekt að miðað við þessi gögn megi álykta að 3.041 sjúkraliði með starfsleyfi hafi ekki starfað við fagið í árslok 2024. Þar af voru 1.034 orðnir 70 ára og að öllum líkindum hættir störfum sökum aldurs. Eftir standa 2.007 sjúkraliðar undir sjötugu sem ekki starfa í greininni, eða 39,7% af heildinni. Hlutfallsleg skipting sjúkraliða með gilt starfsleyfi og lögheimili á Íslandi eftir aldurshópum. Innan hverrar súlu má sjá fjölda í hverjum aldurshópi. Gögn úr mannaflamælaborði embættis landlæknis.Landlæknisembættið Þá kemur fram að eins og hjá hjúkrunarfræðingum hafi sjúkraliðum í tveimur elstu aldurshópunum fjölgað verulega, úr 435 árið 2008 í 1.681 árið 2024. Á sama tíma hafi fækkað mjög í aldurshópnum 45 til 54 ára. Tveir yngstu aldurshóparnir haldast nokkuð stöðugir þó að greina megi lítils háttar fjölgun allra síðustu árin. Samkvæmt samantekt er hún þó mun minni en fjölgun meðal hjúkrunarfræðinga. Meðalaldur sjúkraliða hækkaði úr 49,7 árum í 55,6 ár á tímabilinu 2008 til 2024. Breytt aldurssamsetning áskorun hjá ljósmæðrum Í Talnabrunni er svo fjallað um ljósmæður sem er önnur stétt sem tekst á við áskoranir vegna breyttrar aldurssamsetningar; ljósmæður eru ljósmæður. Í árslok 2024 voru ljósmæður með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi 553 talsins, allt konur. Miðað við tölur frá Ljósmæðrafélagi Íslands var áætlað að 321 ljósmóðir starfaði við fagið í árslok 2024. Á árabilinu 2012-2024 hélst heildarfjöldi ljósmæðra með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi nokkuð stöðugur, samkvæmt Talnabrunni embættisins, í kringum 140 á hverja 100.000 íbúa. Á sama tíma fækkaði ljósmæðrum undir 70 ára úr 123 í 101 á hverja 100.000 íbúa. Í lok árs 2024 voru ljósmæður með starfsleyfi, 70 ára og eldri, 159 talsins. Út frá þessu er áætlað í Talnabrunni að 232 ljósmæður með starfsleyfi hafi ekki starfað við fagið í árslok 2024. Tala þeirra sem náð höfðu sjötugsaldri var 101 og því er gert ráð fyrir að fjöldi ljósmæðra undir sjötugu sem ekki starfaði við fagið hafi verið 131, eða 23,7 prósent af heildinni. Hlutfallsleg skipting ljósmæðra með gilt starfsleyfi og lögheimili á Íslandi eftir aldurshópum. Innan hverrar súlu má sjá fjölda í hverjum aldurshópi. Gögn úr mannaflamælaborði embættis landlæknis.Landlæknisembættið Aldurssamsetning hópsins er enn að breytast og er bent á í Talnabrunni að hlutfall 65 ára og eldri hafi vaxið umfram yngstu aldurshópana meðal ljósmæðra undanfarin ár og er nú 44 prósent af öllum ljósmæðrum með gilt starfsleyfi. Á sama tíma hefur fjölgað í yngsta aldurshópnum, sem taldi rúmlega tvöfalt fleiri árið 2024 en árið 2008. Á árunum 2008 til 2024 hækkaði meðalaldur ljósmæðra með gilt starfsleyfi úr 53 árum í 58,1 ár. Fleiri yngri kvenkyns læknar Næst er fjallað um lækna en í árslok 2024 voru læknar með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi 2.186 talsins, 1.216 karlar og 970 konur. Í Talnabrunni landlæknisembættisins kemur fram að undanfarin ár hafi fjöldi lækna aukist nokkuð umfram mannfjölda og farið úr 421 í 561 á hverja 100.000 íbúa á árunum 2008 til 2024. Þar af hafi læknum undir 70 ára fjölgað úr 371 í 456 á hverja 100.000 íbúa. Fram kemur í Talnabrunni að þegar fjöldi starfandi lækna er áætlaður er jafnan miðað við heildarfjölda lækna undir sjötugu í stað þess að kalla eftir gögnum frá Læknafélagi Íslands. Reynslan hafi sýnt að hlutfall lækna sem starfar við sitt fag er hærra en margra annarra heilbrigðisstétta, svo sem hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra. Því þykir þessi aðferð við áætlun á fjölda starfandi vera nákvæmari mælikvarði hjá læknum en öðrum heilbrigðisstéttum Þegar almenn starfsleyfi eru skoðuð eftir kyni sést að karlkyns læknum fjölgaði úr 590 í 609 á hverja 100.000 karla á árabilinu 2008-2024. Á sama tíma rúmlega tvöfaldaðist fjöldi starfsleyfa hjá kvenkyns læknum miðað við mannfjölda, fór úr 247 í 512 leyfi á hverjar 100.000 konur. Meðalaldur lækna stendur nokkurn veginn í stað yfir tímabilið, fer úr 51,6 ári í 51,3 ár. Hins vegar er aldursþróunin mjög ólík á milli kynja. Vegna hækkandi aldurs karlkyns lækna er hlutfallsleg fjölgun í tveimur elstu aldurshópunum mikil samkvæmt Talnabrunni. Árið 2024 voru rúm 40 prósent allra karlkyns lækna í tveimur elstu aldurshópunum samanborið við tæp 17 prósent árið 2008. Töluverð hlutfallsleg aukning er í yngsta aldurshópi karlkyns lækna á tímabilinu, fer úr 6,5 prósentum í 14,5 prósent. Staðan er svo allt önnur meðal kvenkyns lækna en þar er hlutfall í yngri aldurshópum mun hærra en hjá körlum yfir tímabilið, ekki síst í yngsta aldurshópnum. Þó er tekið fram að hlutfall í elstu hópunum tveimur vaxi hægt og sígandi þótt það sé enn mun lægra en hjá körlunum. Síðast er svo skoðuð staða sálfræðinga. Í Talnabrunni kemur fram að meðal þeirra hafi orðið áberandi fjölgun. Sálfræðingum með starfsleyfi og lögheimili á Íslandi hafi fjölgað úr 380 í 975 á árunum 2008 til 2024. Ef tekið er mið af mannfjölda þá fjölgaði úr 119 í 250 á hverja 100.000 íbúa á tímabilinu. Vísað er til þess að Háskólinn á Akureyri hafi hafið nám í sálfræði árið 2009 og það megi að einhverju leyti skýra fjölgunina. Meðalaldur sálfræðinga með gilt starfsleyfi hækkaði lítillega á tímabilinu, eða úr 45,9 árum í 46,7 ár. Í Talnabrunni kemur fram að eins og í mörgum öðrum heilbrigðisstéttum sé töluverður munur á fjölda sálfræðinga með starfsleyfi annars vegar og starfandi sálfræðingum hins vegar. Miðað við tölur frá Sálfræðingafélagi Íslands hafi verið áætlað að 681 sálfræðingur væri starfandi hérlendis í lok árs 2024. Á sama tíma hafi 975 verið með leyfi, þar af hafi 116 verið sjötíu ára og eldri. Út frá því megi áætla að 178 sálfræðingar undir sjötugu hafi starfað við annað en sálfræðistörf á þeim tímapunkti, eða 18,3 prósent af heildinni. Hægt er að kynna sér Talnabrunninn hér.
Heilbrigðismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira