Innlent

Kyn­ferðis­brot gegn dreng í Hafnar­firði komið til sak­sóknara

Árni Sæberg skrifar
Meint brot var framið á heimili drengsins í Hafnarfirði.
Meint brot var framið á heimili drengsins í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Mál karlmanns á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn, er komið á borð Héraðssaksóknara.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Karlmaðurinn var handtekinn um miðjan september vegna gruns um að hann hefði brotist inn á heimili drengsins, farið inn í herbergi hans og brotið þar á honum kynferðislega. Lögregla krafðist ekki gæsluvarðhalds yfir honum og hann hefur því verið frjáls ferða sinna.

Heimildir fréttastofu herma að til rannsóknar hafi verið hvort maðurinn hafi haft samræði við drenginn. Karl Ingi segir málið nýkomið inn á borð Héraðssaksóknara og hann geti því ekki sagt til um það um hvað maðurinn er grunaður.


Tengdar fréttir

Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði

Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins.

Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins

Foreldrar tíu ára drengs sem lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á kynferðislega að næturlagi í september töldu son sinn hafa vaknað upp við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu.

Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM

Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×