Fótbolti

Heima­menn slógu Mbeumo og fé­laga út

Sindri Sverrisson skrifar
Marokkó er á heimavelli og liðinu var vel fagnað í kvöld.
Marokkó er á heimavelli og liðinu var vel fagnað í kvöld. Getty/Torbjorn Tande

Bryan Mbeumo, Carlos Baleba og félagar í landsliði Kamerún hafa lokið leik í Afríkukeppninni í fótbolta, eftir 2-0 tap gegn heimaliði Marokkó í kvöld í 8-liða úrslitum.

Brahim Díaz, leikmaður Real Madrid, skoraði fyrra mark kvöldsins um miðjan fyrri hálfleik og Ismael Saibari, sem leikur með PSV Eindhoven, bætti við seinna markinu þegar rúmlega korter var til leiksloka.

Fyrr í kvöld tryggði Senegal sér sæti í undanúrslitum með 1-0 sigri á Malí.

Undanúrslitin fara fram næsta miðvikudag en það skýrist á morgun hvaða lið mætast þar. Senegal mun mæta sigurliðinu úr leik Egyptalands og Fílabeinsstrandarinnar, en Marokkó mætir Alsír eða Nígeríu.

Úrslitaleikur mótsins, sem eins og fyrr segir fer fram í Marokkó, er svo 18. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×