Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. janúar 2026 11:51 Drífa Snædal segir að við sem samfélag stöndum á tímamótum. Það þurfi betri leiðir til að bregðast við og taka á kynferðisbrotamálum. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir nýjan dóm Mannréttindadómstólsins staðfesta, enn og aftur, að brotið hafi verið á rétti brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar. Játning hafi legið fyrir í málinu en samt sé litið til ásetnings frekar en samþykkis. Í málinu sem um ræðir var fjallað um kæru 16 ára stúlku á ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir á útihátíð árið 2019. Maðurinn viðurkenndi að hafa káfað á henni en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn að brjóta á henni, hann hafi hætt þegar hann varð var við vanlíðan. Málið var fellt niður en Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að líta hefði átt til samþykkis frekar en bara ásetnings þegar ákvörðun um ákæru var tekin. Dómstóllinn gerði íslenska ríkinu að greiða konunni eina milljón íslenskra króna í bætur. „Það sem er mjög sérstakt í þessu er að enn og aftur staðfestir Mannréttindadómstóllinn að brotið hafi verið á rétti brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar. Það sem er í þessu máli er að það liggur meira að segja fyrir játning, að það hafi ekki verið samþykki. Það er hins vegar ekki tekið tillit til þessarar játningar heldur skoðaður ásetningur viðkomandi,“ segir Drífa. Níu konur kærðu til MDE Alls kærðu níu konur niðurstöðu sinna mála til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021 með aðkomu Stígamóta. Málin voru öll annaðhvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Niðurstaða liggur nú fyrir í máli sjö kvenna. Ríkið hefur gerst brotlegt í máli tveggja kvenna af þessum níu. „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega ágætt að segja það að það þarf gríðarlega mikið til það sé dómur í Mannréttindadómstólnum. Það er náttúrulega sigur í sjálfu sér að dómstóllinn hafi ákveðið að taka þessi níu mál fyrir,“ segir Drífa og að niðurstaða liggi nú fyrir í sjö þeirra. Hún segir mjög áhugavert að bera þetta mál saman við önnur mál, önnur en kynferðisbrotamál, og rannsókn þeirra. „Af því að þetta er eitthvað réttarfar sem er bara notað á kynferðisbrot en varla önnur mál. Það er ekki skoðaður skaðinn sem þetta olli, það er ekki skoðað hvort þetta samþykki hafi verið til staðar, það er bara skoðaður ásetningur. Ef játning liggur fyrir í máli og það er samt látið niður falla, hvar erum við þá? Hvar er réttarkerfið? Og svarið er að réttarkerfið stendur ekki með brotaþolum.“ Ekkert breyst frá 2019 Hún segir engan eiga að undra að brotaþolar hiki við að fara þessa vegferð þegar þetta er niðurstaðan. Eins og fram kom að ofan er málið frá árinu 2019. Drífa segir að miðað við þau mál sem komi til Stígamóta í dag sé ekki hægt að gera ráð fyrir að kerfið eða málsmeðferðin hafi tekið miklum breytingum á þessum tíma. „Við erum enn þá að fá mál hérna inn til Stígamóta þar sem eru gríðarlegar brotalamir. Þannig að við erum ekkert rosalega bjartsýn á að þessi mál hafi skánað eitthvað mikið frá því að þetta brot var framið.“ Uppbyggilegt réttlæti? Drífa segir að nú stöndum við á tímamótum. „Við þurfum að ákveða það sem samfélag hvað við ætlum að gera. Ætlum við að láta þessi brot bara viðgangast refsilaust? Ætlum við að nota kerfið til þess að ná fram réttlæti í þessum málum? Eða ætlum við að reyna að fara einhverjar aðrar leiðir með uppbyggilegt réttlæti eða eitthvað slíkt?“ Drífa segir mikilvægt að gera greinarmun á milli sáttameðferðar og uppbyggilegs réttlætis, því sé oft ruglað saman. „Ég held að við þurfum að koma okkur upp einhverju hliðstæðu kerfi til þess að taka á þessum málum. Hafa það allavegana í boði líka. En fyrsta skrefið er náttúrulega að brotaþolar njóti réttlátrar meðferðar í kerfinu en það er ekkert sem bendir til þess að traust til kerfisins í þessum málum fari vaxandi.“ Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Í málinu sem um ræðir var fjallað um kæru 16 ára stúlku á ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir á útihátíð árið 2019. Maðurinn viðurkenndi að hafa káfað á henni en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn að brjóta á henni, hann hafi hætt þegar hann varð var við vanlíðan. Málið var fellt niður en Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að líta hefði átt til samþykkis frekar en bara ásetnings þegar ákvörðun um ákæru var tekin. Dómstóllinn gerði íslenska ríkinu að greiða konunni eina milljón íslenskra króna í bætur. „Það sem er mjög sérstakt í þessu er að enn og aftur staðfestir Mannréttindadómstóllinn að brotið hafi verið á rétti brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar. Það sem er í þessu máli er að það liggur meira að segja fyrir játning, að það hafi ekki verið samþykki. Það er hins vegar ekki tekið tillit til þessarar játningar heldur skoðaður ásetningur viðkomandi,“ segir Drífa. Níu konur kærðu til MDE Alls kærðu níu konur niðurstöðu sinna mála til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021 með aðkomu Stígamóta. Málin voru öll annaðhvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Niðurstaða liggur nú fyrir í máli sjö kvenna. Ríkið hefur gerst brotlegt í máli tveggja kvenna af þessum níu. „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega ágætt að segja það að það þarf gríðarlega mikið til það sé dómur í Mannréttindadómstólnum. Það er náttúrulega sigur í sjálfu sér að dómstóllinn hafi ákveðið að taka þessi níu mál fyrir,“ segir Drífa og að niðurstaða liggi nú fyrir í sjö þeirra. Hún segir mjög áhugavert að bera þetta mál saman við önnur mál, önnur en kynferðisbrotamál, og rannsókn þeirra. „Af því að þetta er eitthvað réttarfar sem er bara notað á kynferðisbrot en varla önnur mál. Það er ekki skoðaður skaðinn sem þetta olli, það er ekki skoðað hvort þetta samþykki hafi verið til staðar, það er bara skoðaður ásetningur. Ef játning liggur fyrir í máli og það er samt látið niður falla, hvar erum við þá? Hvar er réttarkerfið? Og svarið er að réttarkerfið stendur ekki með brotaþolum.“ Ekkert breyst frá 2019 Hún segir engan eiga að undra að brotaþolar hiki við að fara þessa vegferð þegar þetta er niðurstaðan. Eins og fram kom að ofan er málið frá árinu 2019. Drífa segir að miðað við þau mál sem komi til Stígamóta í dag sé ekki hægt að gera ráð fyrir að kerfið eða málsmeðferðin hafi tekið miklum breytingum á þessum tíma. „Við erum enn þá að fá mál hérna inn til Stígamóta þar sem eru gríðarlegar brotalamir. Þannig að við erum ekkert rosalega bjartsýn á að þessi mál hafi skánað eitthvað mikið frá því að þetta brot var framið.“ Uppbyggilegt réttlæti? Drífa segir að nú stöndum við á tímamótum. „Við þurfum að ákveða það sem samfélag hvað við ætlum að gera. Ætlum við að láta þessi brot bara viðgangast refsilaust? Ætlum við að nota kerfið til þess að ná fram réttlæti í þessum málum? Eða ætlum við að reyna að fara einhverjar aðrar leiðir með uppbyggilegt réttlæti eða eitthvað slíkt?“ Drífa segir mikilvægt að gera greinarmun á milli sáttameðferðar og uppbyggilegs réttlætis, því sé oft ruglað saman. „Ég held að við þurfum að koma okkur upp einhverju hliðstæðu kerfi til þess að taka á þessum málum. Hafa það allavegana í boði líka. En fyrsta skrefið er náttúrulega að brotaþolar njóti réttlátrar meðferðar í kerfinu en það er ekkert sem bendir til þess að traust til kerfisins í þessum málum fari vaxandi.“
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira