Fótbolti

Salah klúðraði víta­spyrnu er Nígería tók þriðja sætið

Aron Guðmundsson skrifar
Salah í leik dagsins gegn Nígeríu
Salah í leik dagsins gegn Nígeríu Vísir/Getty

Nígería hafði betur gegn Egyptalandi í leik liðanna um þriðja sætið í Afríkukeppninni í fótbolta í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Ekkert mark var skorað í leik liðanna, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar fór svo að Nígería hafði betur með því að skora úr fjórum af fimm vítaspyrnum sínum á meðan að Egyptar brenndu af tvisvar sinnum og skoruðu í tvígang en úrslitin voru ráðin áður en þeir gátu tekið fimmtu og síðustu spyrnu sína.

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og Omar Marmoush, leikmaður Manchester City voru þeir sem brenndu af vítaspyrnum fyrir Egyptaland í keppninni. 

Nígería hirðir þar með þriðja sæti Afríkukeppninnar í þetta skipti. Senegal og Marokkó mætast í úrslitaleik keppninnar á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×