Innlent

Heims­málin, Græn­land, menntun og fjöl­miðlun á Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við Háskóla Íslands, verður fyrsti gestur Kirstjáns. Hann ætlar að fara yfir þá stöðu sem virðist vera að teiknast upp í heimsmálunum, þar sem stórveldin virðast á ný telja sér óhætt að skipta heiminum á milli sín.

Þau geti beitt þeim aðferðum sem þeim sjálfum hentar.


Þátturinn hefst klukkan tíu og má hlusta á hann í spilaranum hér að neðan eða á vef Bylgjunnar.


Síðan mæta þau Heiðar Guðjónsson, fjárfestir, og Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður, til Kristjáns. Þau ætla að tala um stöðu Grænlands í nútíð og framtíð í ljósi ásælni Bandaríkjamanna í Eyríkið.

Þá munu þau ræða áhrif þessa á stöðuna á norðurslóðum, auðlindir og öryggismál.


Næst eru þau Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stonfnandi Köru Connect, Ragnar Þór Pétursson, kennari, og Ingibjörg Isaksen, alþingismaður. Þau ætla að fara yfir menntamálin, sem eru aftur komin í brennidepil eftir umdeildar yfirlýsingar menntamálaráðherra um gæði skólastarfs.

Fjölmargir ráðherrar hafa á síðustu árum ætlað sér mikið í menntarmálum en minna orðið úr efndum.


Að endingu mætir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, til Kristjáns. Þá munu þau ræða nýjustu tillögur ríkisstjórnarinnar um opinbera styrki til fjölmiðla. Þeir þykja umdeildir, og þá sérstaklega afstaða Blaðamannafélagsins til þeirra. Sigriður mun svara spurningum um málið og ræða þá staðreynd að þrátt fyrir ríkisstyrki fækkar blaðamönnum stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×