Innlent

Haldið upp á 80 ára af­mæli Hvera­gerðis allt af­mælis­árið

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Pétur G. Markan, sem er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar en 80 ára afmæli Hveragerðis er fagnað í ár með fjölbreyttum uppákomum.
Pétur G. Markan, sem er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar en 80 ára afmæli Hveragerðis er fagnað í ár með fjölbreyttum uppákomum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður mikið um að vera í Hveragerði á nýju ári því bæjarfélagið fagnar 80 ára afmæli sínu með fjölbreyttum afmælisviðburðum. Einn af hápunktum afmælisins verður heimsókn forseta Íslands í lok apríl.

Hveragerði er þekkt fyrir jarðhita, gróðurhúsarækt og lista- og menningarlíf. Formlegur afmælisdagur Hveragerðisbæjar er 29. apríl en þann dag var fyrsti fundur bæjarstjórnar og bærinn varð formlega að sjálfstæðu sveitarfélagi. Forseti Íslands mun heimsækja bæinn á afmælisdaginn sjálfan, 29. apríl.

Það verður fjölbreytt afmælisdagskrá í boði allt árið eins og Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar veit manna best.

„Það er náttúrulega bara stórafmæli og mikill áfangi, sem við ætlum að fagna yfir allt árið með alls konar stórum viðburðum. taka nýtt skilti í gagnið og bæjarhátíðin verður náttúrulega með glæsilegum brag þetta árið og svo eigum við von á því að taka á móti forseta Íslands á afmælisdaginn sjálfan,” segir Pétur.

Gengur vel að undirbúa hátíðina eða hvað?

„Já Það gengur vel og Það er bara eins og annað hjá okkur þessa dagana, það gengur vel og það er mikill uppgangur og ofboðslegur drífandi í Hvergerðingum þannig að það er bjart yfir,” segir bæjarstjórinn.

Íbúar í Hveragerði eru í kringum 3500 og fer fjölgandi en fólksfjölgun hefur verið að meðaltali milli 3 og 4 % síðustu ár. Stefna bæjarins þetta kjörtímabilið er að byggja upp og tryggja byggðagæði og einstakt umhverfi í stað þess að einblína einvörðungu á vöxt í íbúafjölda.

„Það er það, sem við leggjum mikla áherslu á í Hveragerði að þetta sé gæðahreiður og gæðasamfélag, gæðaþjónusta og það er það, sem gengur upp,” segir Pétur.

Í dag búa um 3.500 manns í Hveragerði og fer íbúum sífellt fjölgandi. Blómstrandi dagar er bæjarhátíð íbúa og verður hún væntanlega sérstaklega glæsileg í sumar vegna 80 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og bæjarstjórinn og bæjarbúar eru í afmælisskapi.

„Já, það heldur betur og kannski dagskráin ber með sér hvað það er í rauninni spennandi um að vera allt saman í Hveragerði,” segir Pétur að lokum.

Heimasiða Hveragerðisbæjar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×