Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2026 18:30 Ivan Djonov fagnar einu marka sinna fyrir Norður-Makedóníu í leiknum á móti Rúmenum í dag. EPA/Bo Amstrup Svartfjallaland hefði getað tryggt Færeyingum sæti í milliriðli en færeyska liðið þarf nú að treysta á sig sjálft seinna í kvöld. Færeyjar hefðu komist áfram bæði með sigri Svartfellinga á Svisslendingum og með jafntefli en svissneska liðið vann öruggan sautján marka sigur. Sviss vann leikinn 43-26 eftir að hafa verið 22-16 yfir í hálfleik og á svissneska liðið því enn möguleika á sæti í milliriðlinum. Liðið þarf að treysta á að Slóvenar vinni Færeyinga. Færeyjar og Sviss yrðu þá jöfn að stigum og jöfn innbyrðis en Sviss færi áfram á heildarmarkatölu í riðlinum. Eitt stig úr leiknum myndi hins vegar tryggja færeyska liðinu sæti í milliriðlinum. Norður-Makedónía á enn smá von um sæti í milliriðli eftir eins marks sigur á Rúmeníu, 24-23. Liðið er með þrjú stig eða jafnmörg og Portúgal en eins og er er liðið með sautján mörkum verri markatölu. Danir gætu tryggt Norður-Makedóníu áfram með átján marka sigri á Portúgal á eftir. Það er ekki mjög líklegt en möguleiki. Makedóníumenn voru fimm mörkum yfir um tíma í leiknum og fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9, en gáfu eftir í seinni hálfleiknum og þar með varð þessi litla von enn veikari. Að lokum mættust Ítalía og Pólland í okkar riðli sem var aðeins barátta um þriðja sætið í riðlinum því hvorugt liðið átti möguleika á því að komast áfram. Ítalir voru skrefinu á undan nær allan leikinn og Simone Mengon tryggði liðinu að lokum 29-28 sigur á lokasekúndunum. Pólverjar fengu lokasókn leiksins en tókst ekki að jafna metin og enda því í síðasta sæti riðilsins. Þetta var fyrsti sigur Ítala í úrslitakeppni EM síðan 1998. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira
Færeyjar hefðu komist áfram bæði með sigri Svartfellinga á Svisslendingum og með jafntefli en svissneska liðið vann öruggan sautján marka sigur. Sviss vann leikinn 43-26 eftir að hafa verið 22-16 yfir í hálfleik og á svissneska liðið því enn möguleika á sæti í milliriðlinum. Liðið þarf að treysta á að Slóvenar vinni Færeyinga. Færeyjar og Sviss yrðu þá jöfn að stigum og jöfn innbyrðis en Sviss færi áfram á heildarmarkatölu í riðlinum. Eitt stig úr leiknum myndi hins vegar tryggja færeyska liðinu sæti í milliriðlinum. Norður-Makedónía á enn smá von um sæti í milliriðli eftir eins marks sigur á Rúmeníu, 24-23. Liðið er með þrjú stig eða jafnmörg og Portúgal en eins og er er liðið með sautján mörkum verri markatölu. Danir gætu tryggt Norður-Makedóníu áfram með átján marka sigri á Portúgal á eftir. Það er ekki mjög líklegt en möguleiki. Makedóníumenn voru fimm mörkum yfir um tíma í leiknum og fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9, en gáfu eftir í seinni hálfleiknum og þar með varð þessi litla von enn veikari. Að lokum mættust Ítalía og Pólland í okkar riðli sem var aðeins barátta um þriðja sætið í riðlinum því hvorugt liðið átti möguleika á því að komast áfram. Ítalir voru skrefinu á undan nær allan leikinn og Simone Mengon tryggði liðinu að lokum 29-28 sigur á lokasekúndunum. Pólverjar fengu lokasókn leiksins en tókst ekki að jafna metin og enda því í síðasta sæti riðilsins. Þetta var fyrsti sigur Ítala í úrslitakeppni EM síðan 1998.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira