Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2026 11:57 Maðurinn nauðgaði konunni síðla kvölds á jóladag árið 2022 í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ion Panaghiu hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga konu eftir jólaboð í herbergi konunnar á gistiheimili í Kópavogi. Í kjölfar nauðgunarinnar sendi hann konunni fjölda skilaboða, þar sem hann kallaði hana meðal annars elskuna sína og eiginkonu sína, og reyndi að færa henni blómvönd. Í dómi yfir Panaghiu, sem kveðinn var upp þann 14. janúar, segir að atvik málsins hafi átt sér stað aðfaranótt 26. desember árið 2022. Aðdragandi þeirra hafi verið að konan bauð vinum sínum á gistiheimilinu í jólaboð upp úr hádegi á jóladag. Maðurinn hafi þá mætt að herberginu og beðið um að fá að vera með í boðinu. Konan hafi samþykkt það með semingi. Fólkið hafi notið saman matar og drykkjar allan daginn og fram á kvöld og talsvert hafi verið um ölvun. Í dóminum er tekið fram að konurnar í boðinu hafi verið drukknari en karlarnir. Panaghiu og konan hafi endað ein í herbergi hennar um eða upp úr miðnætti. Hann hafi neitað sök í málinu og haldið því fram að hann hefði yfirgefið herbergið eftir það og farið fram að reykja. Þegar hann hafi snúið aftur hafi konan legið á grúfu á svefnsófa, nakin að neðan og með rassinn upp. Sagði um hefðbundið kynlíf að ræða en konan mundi ekki eftir því „Kvaðst [maðurinn] hafa kysst [konuna] á hálsinn sem hafi látið vel af og tekið vel á móti atlotum ákærða, snúið sér við og kysst hann á móti. Hafi þau í framhaldi af því haft kynmök í þrígang. [Maðurinn] kveðst hafa yfirgefið herbergið á milli skipta til að reykja, en svo snúið aftur og í tvígang endurtekið leikinn. Samræðið hafi verið með vitund og samþykki [konunnar] í öll skiptin, sem hafi sjálfviljug tekið fullan þátt. Um hefðbundið kynlíf fullorðins fólks hafi verið að ræða. [Konan] kveðst hins vegar ekki muna neitt frá þessu tímabili.“ Konan hafi aftur á móti lýst því að henni hefði brugðið þegar hún hafi uppgötvað að maðurinn lá nakinn við hlið hennar á svefnsófanum og vísað honum út úr herberginu. Hún hafi svo farið aftur að sofa. Þegar hún hafi vaknað morguninn eftir hafi hún fundið til í kynfærum sínum. Hún hafi farið fram og hitt þar fólk sem einnig bjó á gistiheimilinu, sem hafi sagt henni að maðurinn hefði greint frá því að þau tvö hefðu haft samfarir um nóttina. Hún hafi þannig áttað sig á því hvað hefði gerst þá um nóttina á milli hennar og mannsins. „you cook well..and you are good in bed“ Í dóminum segir að meðal gagna málsins sé talsvert magn skilaboða milli mannsins og konunnar frá ágúst árið 2022 fram í desember sama ár. Af þeim má ráða að maðurinn hafi gengið nokkuð á eftir konunni og falast eftir nánum kynnum við hana. Konan hafi aftur á móti sagst aðeins vilja vinasamband við manninn. Þá hafi maðurinn sent konunni eftirfarandi skilaboð daginn eftir atvik málsins: „Printesse....my wife...my bebe.why didn ́t you give me pillows and the short but lea place on the table in the kitchen“ „You have my number...“ „Call me darling“ Konan hafi svarað þessum skilaboðum og beðið manninn um að skrifa henni ekki. Maðurinn hafi þá skrifað henni eftirfarandi: „I love You...whait is happening??“ „My babe...“ „you cook well..and you are good in bed... I want such a beatiful woman“ Konan svaraði þessum skilaboðum með skýrum og skorinorðum skilaboðum, „I hate you.“ Hafnaði blómvendi með þjósti Þá segir að manninum, konunni og vitnum hafi borið saman um að maðurinn hafi fært konunni blómvönd en hún hafnað gjöfinni með nokkrum þjósti og verið reið. Jafnframt liggi fyrir að konan hafi greint þremur vitnum frá atvikum næturinnar, að því marki sem hún gat, en sagst lítið muna eftir þeim. Hún hafi einnig sýnt þeim marbletti á líkama sínum. Gögn málsins beri með sér að konan hafi umræddan dag farið til lögreglu og lagt fram kæru á hendur manninum og í framhaldi af því á neyðarmóttöku slysadeildar Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þá hafi sömuleiðis verið upplýst að maðurinn hafi fyrr um daginn farið sjálfviljugur á lögreglustöð og greint lögreglu frá því að von væri á kæru frá konunni. Hafi mátt vita að konan vildi ekki samfarir Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að slá megi því föstu að ástand konunnar hafi verið þannig að hún gæti ekki hafa veitt samþykki fyrir samförum þeirra mannsins og að manninum hefði mátt vera ljóst af fyrri samskiptum við konuna að hún hefði ekki áhuga á samförum. Ekki þyki varhugavert að slá því föstu, gegn eindreginni neitun mannsins, að hann hafi framið það brot sem honum var gefið að sök í málinu. Refsing hans fyrir brot það þyki hæfilega ákveðin óskilorðsbundið fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Þá bæri honum að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur og að greiða allan sakarkostnað málsins, alls 4,6 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Í dómi yfir Panaghiu, sem kveðinn var upp þann 14. janúar, segir að atvik málsins hafi átt sér stað aðfaranótt 26. desember árið 2022. Aðdragandi þeirra hafi verið að konan bauð vinum sínum á gistiheimilinu í jólaboð upp úr hádegi á jóladag. Maðurinn hafi þá mætt að herberginu og beðið um að fá að vera með í boðinu. Konan hafi samþykkt það með semingi. Fólkið hafi notið saman matar og drykkjar allan daginn og fram á kvöld og talsvert hafi verið um ölvun. Í dóminum er tekið fram að konurnar í boðinu hafi verið drukknari en karlarnir. Panaghiu og konan hafi endað ein í herbergi hennar um eða upp úr miðnætti. Hann hafi neitað sök í málinu og haldið því fram að hann hefði yfirgefið herbergið eftir það og farið fram að reykja. Þegar hann hafi snúið aftur hafi konan legið á grúfu á svefnsófa, nakin að neðan og með rassinn upp. Sagði um hefðbundið kynlíf að ræða en konan mundi ekki eftir því „Kvaðst [maðurinn] hafa kysst [konuna] á hálsinn sem hafi látið vel af og tekið vel á móti atlotum ákærða, snúið sér við og kysst hann á móti. Hafi þau í framhaldi af því haft kynmök í þrígang. [Maðurinn] kveðst hafa yfirgefið herbergið á milli skipta til að reykja, en svo snúið aftur og í tvígang endurtekið leikinn. Samræðið hafi verið með vitund og samþykki [konunnar] í öll skiptin, sem hafi sjálfviljug tekið fullan þátt. Um hefðbundið kynlíf fullorðins fólks hafi verið að ræða. [Konan] kveðst hins vegar ekki muna neitt frá þessu tímabili.“ Konan hafi aftur á móti lýst því að henni hefði brugðið þegar hún hafi uppgötvað að maðurinn lá nakinn við hlið hennar á svefnsófanum og vísað honum út úr herberginu. Hún hafi svo farið aftur að sofa. Þegar hún hafi vaknað morguninn eftir hafi hún fundið til í kynfærum sínum. Hún hafi farið fram og hitt þar fólk sem einnig bjó á gistiheimilinu, sem hafi sagt henni að maðurinn hefði greint frá því að þau tvö hefðu haft samfarir um nóttina. Hún hafi þannig áttað sig á því hvað hefði gerst þá um nóttina á milli hennar og mannsins. „you cook well..and you are good in bed“ Í dóminum segir að meðal gagna málsins sé talsvert magn skilaboða milli mannsins og konunnar frá ágúst árið 2022 fram í desember sama ár. Af þeim má ráða að maðurinn hafi gengið nokkuð á eftir konunni og falast eftir nánum kynnum við hana. Konan hafi aftur á móti sagst aðeins vilja vinasamband við manninn. Þá hafi maðurinn sent konunni eftirfarandi skilaboð daginn eftir atvik málsins: „Printesse....my wife...my bebe.why didn ́t you give me pillows and the short but lea place on the table in the kitchen“ „You have my number...“ „Call me darling“ Konan hafi svarað þessum skilaboðum og beðið manninn um að skrifa henni ekki. Maðurinn hafi þá skrifað henni eftirfarandi: „I love You...whait is happening??“ „My babe...“ „you cook well..and you are good in bed... I want such a beatiful woman“ Konan svaraði þessum skilaboðum með skýrum og skorinorðum skilaboðum, „I hate you.“ Hafnaði blómvendi með þjósti Þá segir að manninum, konunni og vitnum hafi borið saman um að maðurinn hafi fært konunni blómvönd en hún hafnað gjöfinni með nokkrum þjósti og verið reið. Jafnframt liggi fyrir að konan hafi greint þremur vitnum frá atvikum næturinnar, að því marki sem hún gat, en sagst lítið muna eftir þeim. Hún hafi einnig sýnt þeim marbletti á líkama sínum. Gögn málsins beri með sér að konan hafi umræddan dag farið til lögreglu og lagt fram kæru á hendur manninum og í framhaldi af því á neyðarmóttöku slysadeildar Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þá hafi sömuleiðis verið upplýst að maðurinn hafi fyrr um daginn farið sjálfviljugur á lögreglustöð og greint lögreglu frá því að von væri á kæru frá konunni. Hafi mátt vita að konan vildi ekki samfarir Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að slá megi því föstu að ástand konunnar hafi verið þannig að hún gæti ekki hafa veitt samþykki fyrir samförum þeirra mannsins og að manninum hefði mátt vera ljóst af fyrri samskiptum við konuna að hún hefði ekki áhuga á samförum. Ekki þyki varhugavert að slá því föstu, gegn eindreginni neitun mannsins, að hann hafi framið það brot sem honum var gefið að sök í málinu. Refsing hans fyrir brot það þyki hæfilega ákveðin óskilorðsbundið fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Þá bæri honum að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur og að greiða allan sakarkostnað málsins, alls 4,6 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira