Lífið

Fyrr­verandi bassa­leikari Scorpions látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Francis Buchholz (til hægri) á tónleikum í London árið 2015.
Francis Buchholz (til hægri) á tónleikum í London árið 2015. Getty

Francis Buchholz, fyrrverandi bassaleikari þýsku rokksveitarinnar Scorpions, er látinn, 71 árs að aldri.

Greint er frá andlátinu í tilkynningu frá fjölskyldu Buchholz en þar segir að hann hafi látist af völdum krabbameins.

Sveitin Scorpions var stofnuð af gítarleikaranum Rudolf Schenker í Hannover árið 1965 en Buchholz gekk til liðs við sveitina árið 1978 og átti eftir að spila með henni á gullaldarárum hennar.

Buchholz spilaði þannig á plötunni Crazy World árið 1990 þar sem meðal annars var að finna frægasta lag sveitarinnar, kraftballaðan Wind of Change.

Hann sagði skilið við sveitina árið 1992 í kjölfar deilna við aðra liðsmenn sveitarinnar.

The Scorpions er ein af vinsælustu hljómsveitum Þýsklands en meðal annars vinsælla laga hennar má nefna Rock You Like a Hurricane og Still Loving You.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.