Sport

Guð­mundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðmundur Leó, fyrir miðju, bætti eigið mótsmet.
Guðmundur Leó, fyrir miðju, bætti eigið mótsmet. Sundsamband Íslands / Hrafnhildur Lúthersdóttir

Reykjavíkurleikarnir, Reykjavík International Games, eru í fullum gangi og Guðmundur Leó Rafnsson var rétt í þessu að bæta eigið mótsmet í 200 metra baksundi um rúmar tvær sekúndur.

Guðmundur Leó synti greinina á 2:04,17 en fyrra met hans var 2:06,43.

Rúmlega 250 keppendur, af íslensku og erlendu bergi brotnir, eru skráðir til leiks. Samkeppnin er því sterk í Laugardalslauginni.

Margir af fremstu sundmönnum landsins eru skráðir til leiks, til að mynda Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Snorri Dagur Einarsson, að ógleymdum Guðmundi Leó auðvitað.

RIG hófst á fimmtudag en þar er keppt í ellefu íþróttagreinum víðsvegar um Reykjavík. Sundkeppnin í Laugardalslaug hófst í gær en úrslitakeppnirnar fara fram síðdegis í dag og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×