Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. janúar 2026 16:12 Tvíburasysturnar eftir keisaraskurð. Tveimur vikum seinna voru þær sendar til Króatíu ásamt fjölskyldu sinni, þar sem óljóst er hvort þær fái vernd eða verði sendar til Rússlands, þar sem fjölskylda þeirra hefur sætt pólitískum ofsóknum. Aðsend Fjölskyldu, sem var vísað héðan úr landi skömmu eftir barnsburð, hefur verið sundrað. Móðirin er nú ein með börnin þrjú en faðirinn er fastur í lokaðri móttökustöð og tekur þátt í hungurverkfalli. Nýfæddu tvíburarnir lifa í eins konar lagalegu tómarúmi. Í október 2025 var greint frá því að tveggja vikna tvíburum og tveggja ára bróður þeirra hefði verið vísað hér úr landi ásamt foreldrum sínum. Hjónin Gadzhi Gadzhiev og Mariiam Taimova eru upprunalega frá Rússlandi og flúðu þaðan eftir að Gadzhiev hafði sætt fangelsisvist fyrir að úttala sig gegn stjórnvöldum Rússlands. Eftir að þau komu til Íslands, þar sem fjölskylda Gadzhiev fékk alþjóðlega vernd, voru þau send til Króatíu þar sem þau höfðu átt viðkomu á flótta sínum. Fjallað er um sögu Gadzhiev í króatíska fjölmiðlinum Portal Novosti. Hann dvelur nú í móttökustöð flóttamanna í Ježevo eftir að hafa verið neyddur til að skilja við fjölskyldu sína. Mariiam er ein með börnin þrjú en ekki kemur fram hvar hún er stödd. Tvíburarnir í lagalegu tómarúmi Líkt og áður hefur komið fram sætti Gadzhiev fangelsisvist í Rússlandi fyrir að gagnrýna rússnesk stjórnvöld. Hann var í fimm ár í síberísku fangelsi og eftir að hafa lokið fangelsisvistinni komst hann úr landi með því að taka upp eftirnafn móður sinnar, fá nýtt vegabréf og flaug ásamt Mariiam og syni þeirra til Tyrklands. Til að komast til Íslands, þar sem móðir hans og systkini höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd, fór fjölskyldan í gegnum Króatíu. Tveimur dögum síðar flugu þau frá Búdapest til Íslands og sóttu um dvalarleyfi. Hins vegar vísuðu íslensk stjórnvöld í Dyflinnarreglugerðina, sem segir að fyrsta Schengen-landið sem hælisleitendur fara til beri meginábyrgð á meðferð umsókna um alþjóðlega vernd, og sendu fjölskylduna aftur til Króatíu. Það gerðist einungis mánuði eftir að hjónin eignuðust tvíbura og þurfti Mariiam að fara í keisaraskurð. Þá höfðu tvíburarnir ekki fengið viðeigandi skjöl og fengu hjónin þær upplýsingar að þeim yrðu útveguð skjöl í Króatíu. Króatíski miðillinn segir að enn þann dag í dag séu tvíburarnir ekki komnir með fullnægjandi skilríki og þeir séu í eins konar lagalegu tómarúmi. Gadzhiev dvelur nú í lokaðri móttökustöð flóttamanna í Ježevo, rétt fyrir utan Zagreb. Hann hefur verið þar í þrjá mánuði og í þessari viku var dvöl hans lengd um aðra þrjá mánuði. Á fimmta degi hungurverkfalls Þann 20. janúar ákváðu 55 þeirra sem dvelja í móttökustöðinni að fara í hungurverkfall. Í yfirlýsingu sem fréttastofa hefur undir höndum segir að ekki sé verið að mótmæla lífskjörum þeirra eða almennu starfsfólki mótttökustöðvarinnar heldur gegn kerfisbundinni og tilefnislausri frelsissviptingu. „Við erum ekki glæpamenn. Við erum fólk sem leitar hælis undir ofsóknum,“ segir í yfirlýsingunni. Því er lýst hvernig starfsmenn öryggissveitar komu inn í móttökustöðina og sögðu að ef verkfallinu yrði ekki slúttað myndu grímuklæddir lögreglumenn mæta, beita hælisleitendurna ofbeldi og flytja þá í aðrar móttökustöðvar eða fangelsi. Einungis fjórir héldu mótmælunum áfram, þar á meðal Gadzhiev, en allir fjórir koma frá norðurhluta Kákasusar í Rússlandi. „Við erum læst inni í lokaðri móttökustöð, að því er virðist „í þágu þjóðaröryggis“, í þrjá mánuði, en að þeim tíma liðnum er gæsluvarðhaldið sjálfkrafa framlengt aftur og aftur – án sannana, byggt á tilefnislausum ásökunum.“ Þess er krafist að lögmæti Ježevo-móttökustöðvarinnar verði endurskoðað, að hætt verði sjálfvirkum framlengingum á varðhaldi, að þrýstingi og hótunum verði hætt, fjölskyldur sem hafa verið aðskildar með valdi fái að sameinast og að hælisleitendur sem ekki hafa framið glæpi fái að ganga frjálsir. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Króatía Hælisleitendur Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Í október 2025 var greint frá því að tveggja vikna tvíburum og tveggja ára bróður þeirra hefði verið vísað hér úr landi ásamt foreldrum sínum. Hjónin Gadzhi Gadzhiev og Mariiam Taimova eru upprunalega frá Rússlandi og flúðu þaðan eftir að Gadzhiev hafði sætt fangelsisvist fyrir að úttala sig gegn stjórnvöldum Rússlands. Eftir að þau komu til Íslands, þar sem fjölskylda Gadzhiev fékk alþjóðlega vernd, voru þau send til Króatíu þar sem þau höfðu átt viðkomu á flótta sínum. Fjallað er um sögu Gadzhiev í króatíska fjölmiðlinum Portal Novosti. Hann dvelur nú í móttökustöð flóttamanna í Ježevo eftir að hafa verið neyddur til að skilja við fjölskyldu sína. Mariiam er ein með börnin þrjú en ekki kemur fram hvar hún er stödd. Tvíburarnir í lagalegu tómarúmi Líkt og áður hefur komið fram sætti Gadzhiev fangelsisvist í Rússlandi fyrir að gagnrýna rússnesk stjórnvöld. Hann var í fimm ár í síberísku fangelsi og eftir að hafa lokið fangelsisvistinni komst hann úr landi með því að taka upp eftirnafn móður sinnar, fá nýtt vegabréf og flaug ásamt Mariiam og syni þeirra til Tyrklands. Til að komast til Íslands, þar sem móðir hans og systkini höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd, fór fjölskyldan í gegnum Króatíu. Tveimur dögum síðar flugu þau frá Búdapest til Íslands og sóttu um dvalarleyfi. Hins vegar vísuðu íslensk stjórnvöld í Dyflinnarreglugerðina, sem segir að fyrsta Schengen-landið sem hælisleitendur fara til beri meginábyrgð á meðferð umsókna um alþjóðlega vernd, og sendu fjölskylduna aftur til Króatíu. Það gerðist einungis mánuði eftir að hjónin eignuðust tvíbura og þurfti Mariiam að fara í keisaraskurð. Þá höfðu tvíburarnir ekki fengið viðeigandi skjöl og fengu hjónin þær upplýsingar að þeim yrðu útveguð skjöl í Króatíu. Króatíski miðillinn segir að enn þann dag í dag séu tvíburarnir ekki komnir með fullnægjandi skilríki og þeir séu í eins konar lagalegu tómarúmi. Gadzhiev dvelur nú í lokaðri móttökustöð flóttamanna í Ježevo, rétt fyrir utan Zagreb. Hann hefur verið þar í þrjá mánuði og í þessari viku var dvöl hans lengd um aðra þrjá mánuði. Á fimmta degi hungurverkfalls Þann 20. janúar ákváðu 55 þeirra sem dvelja í móttökustöðinni að fara í hungurverkfall. Í yfirlýsingu sem fréttastofa hefur undir höndum segir að ekki sé verið að mótmæla lífskjörum þeirra eða almennu starfsfólki mótttökustöðvarinnar heldur gegn kerfisbundinni og tilefnislausri frelsissviptingu. „Við erum ekki glæpamenn. Við erum fólk sem leitar hælis undir ofsóknum,“ segir í yfirlýsingunni. Því er lýst hvernig starfsmenn öryggissveitar komu inn í móttökustöðina og sögðu að ef verkfallinu yrði ekki slúttað myndu grímuklæddir lögreglumenn mæta, beita hælisleitendurna ofbeldi og flytja þá í aðrar móttökustöðvar eða fangelsi. Einungis fjórir héldu mótmælunum áfram, þar á meðal Gadzhiev, en allir fjórir koma frá norðurhluta Kákasusar í Rússlandi. „Við erum læst inni í lokaðri móttökustöð, að því er virðist „í þágu þjóðaröryggis“, í þrjá mánuði, en að þeim tíma liðnum er gæsluvarðhaldið sjálfkrafa framlengt aftur og aftur – án sannana, byggt á tilefnislausum ásökunum.“ Þess er krafist að lögmæti Ježevo-móttökustöðvarinnar verði endurskoðað, að hætt verði sjálfvirkum framlengingum á varðhaldi, að þrýstingi og hótunum verði hætt, fjölskyldur sem hafa verið aðskildar með valdi fái að sameinast og að hælisleitendur sem ekki hafa framið glæpi fái að ganga frjálsir. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Króatía Hælisleitendur Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira