Meistaradeildarmörkin - Tíu breytingar Guardiola
Pep Gaurdiola fékk á baukinn í Meistaradeildarmörkunum eftir 2-0 tap Manchester City gegn Leverkusen á heimavelli. Spánverjinn gerði heilar tíu breytingar á sínu liði frá leiknum við Newcastle um helgina og fannst sérfræðingunum það jaðra við vanvirðingu.