Brot á alþjóðalögum
Ísraelsher gerði loftárás í Doha, höfuðborg Katar, í dag sem er sögð hafa beinst að háttsettum leiðtogum Hamas-samtakanna. Herinn segir samtökin hafa um árabil haldið úti starfsemi í Doha, árásin hafi verið nákvæm og beinst gegn þeim sem beri beina ábyrgð á hryðjuverkunum í Ísrael hinn 7. október 2023.