Lögregla á þröskuldinum
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar veit um mörg dæmi þess að lögregla standi á þröskuldinum á spítalanum til að senda fárveika hælisleitendur úr landi. Hún segir að lögum samkvæmt eigi minnihlutahópar, eins og geðfatlaðir, rétt á að mál þeirra séu tekin til efnislegrar umfjöllunar og hún líti svo á að ákvæðið sé æðra Dyflinnarreglunni.