Offita líkt og flóðbylgja yfir íslenskt heilbrigðiskerfi
Guðmundur Jóhannsson er bráða- og lyflæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir auknar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins duga skammt ef mataræði Íslendinga taki ekki breytingum. Koma megi í veg fyrir marga króníska lífstílssjúkdóma sem eru dýrir fyrir samfélagið með breyttu matarræði.