Ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi
Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum. Runólfur Pálsson var meðal þeirra sem gáfu skýrslu í dag við aðalmeðferð í máli hjúkrunarfræðings sem er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi, með því að hafa þvingað næringardrykk ofan í sjúkling sem kafnaði.