Gott ár fyrir sálina Ég er aldeilis upp með mér að fá að árna þér heilla svona í fyrsta blaði ársins. Þannig að: Gleðilegt ár. Bakþankar 2. janúar 2018 07:00
Nýársáskorun Við erum ekki öll eins. Lífið leikur okkur misjafnlega og þjóðlífið er margbrotið einmitt vegna þessa, við erum öll einstök. Bakþankar 30. desember 2017 06:00
Áramótaandvarp Lífið er óslitin óreiða frá fæðingu til dauða. Stjórnlaus hraðlest hörmunga, áfalla og vonbrigða. Ferðin er þó góðu heilli vörðuð gleðistundum og fallegum augnablikum. Leiðarljóssglætum í myrkrinu. Bakþankar 29. desember 2017 07:00
Hvers er að minnast? Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, sagði skáldið. Ekki grátum við það nú, þó síður sé. Margir sjá í nýju ári ótal tækifæri til að breyta um kúrs, rétta sig af og verða betri manneskjur. Bakþankar 28. desember 2017 07:00
Vistkerfið er líkami Guðs Einn þáttur jólasögunnar er sá að þegar í ljós kom að María var ófrísk var Jósef miður sín, því hann vissi að hann gat ekki verið faðir barnsins. Bakþankar 27. desember 2017 07:00
Þorláksmessa Í dag eru 824 ár liðin síðan Þorlákur biskup Þórhallsson andaðist í Skálholti. Nokkrum árum síðar var ákveðið á Alþingi að leyfilegt væri að heita á biskupinn enda var hann þá talinn heilagur maður. Bakþankar 23. desember 2017 07:00
Friðarjól Mér finnst óskin um frið og farsæld sú allra fallegasta. Ég reyni að hafa hana með á þeim jólakortum sem þó tekst að senda af heimilinu og sendi hana af heilum hug. Ég vildi óska þess að við ættum öll frið; bæði í hjartanu og gagnvart öðru fólki, aðstæðum og reynslu okkar. Bakþankar 22. desember 2017 07:00
Feluleikur um janúarlandslið Handbolti er svo dásamlega skemmtileg íþrótt og nú þegar hann er kominn á Stöð 2 Sport fær hann verðskuldaða athygli. Handboltinn hefur verið að stíga út úr þeim skrýtna fasa sem hann var kominn í og er að nútímavæðast, þó enn sé langt í land. Bakþankar 21. desember 2017 07:00
Hvert fór hún? Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Bakþankar 20. desember 2017 07:00
Samglaðst með pólitíkusum Mér finnst ágætt að sjá ný andlit í pólitíkinni en ég finn til mun meiri fögnuðar þegar ég get samglaðst fólki sem er að hætta á þeim vettvangi. Á þessu er þó ein undantekning. Bakþankar 19. desember 2017 07:00
Besta gjöfin Í aðdraganda jólanna heyrum við oft að samverustundirnar skipti höfuðmáli. Pakkarnir, hátíðarmaturinn og allt annað sem fylgi sé partur af sviðsmynd en ekki aðalatriði. Bakþankar 18. desember 2017 07:00
Víkingur brillerar Það er kannski eðli máls samkvæmt að það sem aflaga fer í samfélaginu ratar fremur í fréttir en þegar allt gengur vel. Bakþankar 16. desember 2017 14:55
Jóla hvað? Er latur að eðlisfari. Leiðist allt óþarfa vesen og tilstand. Skil því engan veginn fólk sem flækir lífið og tilveruna að gamni sínu. Bakþankar 15. desember 2017 07:00
Kærleikurinn í umferðinni Það getur reynst nokkuð góður mælikvarði á geðheilsu manna hversu vel þeir kunna að bregðast við áreiti í umferðinni á götum höfuðborgarsvæðisins. Bakþankar 14. desember 2017 07:00
Brauðtertur og tengsl Ég stend úti fyrir dyrum með töskuna mína, svolítið svona eins og ljósmóðir í sveit frá fyrrihluta síðustu aldar, og hringi bjöllunni. Á móti kemur angan af brauðterturúllum í ofni í bland við rakspíra og ilmvötn, skvaldur hinna fullorðnu og hlátrasköll barna. Bakþankar 13. desember 2017 07:00
Við berum ábyrgð Neysluskrímslið bærir á sér, sársvangt og illa fyrir kallað, en skelfur þó af barnslegri eftirvæntingu. Í desember skal stiginn trylltur dans og látið dólgslega. Moll, netbúllur, utanlandsferðir. Einkunnarorð dagsins eru: kaupa, kaupa, kaupa. Bakþankar 12. desember 2017 07:00
Bleika slaufan Flest þekkjum við einhvern sem þjáist af órökréttri, og oft ofsafenginni, hræðslu eða kvíða í garð hinna undarlegustu hluta. Trúðar, köngulær, föstudagurinn þrettándi, hræðsla, blöðrur. Bakþankar 11. desember 2017 07:00
Heilbrigðishítin Í nýafstaðinni kosningabaráttu voru allir frambjóðendur sammála um að efla heilbrigðiskerfið. Menn yfirbuðu hver annan eins og drukknir gestir á bögglauppboði á karlakvöldi. Bakþankar 9. desember 2017 07:00
Ekki ein Flest okkar sem fáum að gegna foreldrahlutverki erum sammála um að börnum fylgja ekki sérstaklega nákvæmar leiðbeiningar um meðhöndlun til skemmri eða lengri tíma. Bakþankar 8. desember 2017 07:00
„Jæja?... hvað er svo að frétta?“ Ef það er eitt sem má ekki klikka við matarborðið klukkan 18.00 á aðfangadag eru það samræðurnar. Það er hætt við því þegar fólk er búið að vera í jólastressi í nokkra daga og vikur að undirbúa allt og gestgjafinn á fullu að elda og gera klárt að sumir upplifi hreinlega spennufall þegar maturinn er mættur á borðið. Bakþankar 7. desember 2017 07:00
Gamlir vinir og myrkrið Ég er á þrítugsaldri en bý enn í foreldrahúsum. Það er ekkert leyndarmál. Umrætt sjálfskaparvíti á sér þó fjölmargar gleðilegar hliðar. Nú þegar aðventan hefur læðst aftan að okkur öllum, hljóðlaust og fyrirvaralaust, fæ ég jólin alveg lóðbeint í æð og þarf lítið að gera sjálf. Bakþankar 6. desember 2017 07:00
Að koma heim í miðri messu Skömmu fyrir nón síðastliðinn laugardag er mér ekið, nýlentum hér á landi, í gegnum Garðabæ á leið til föðurhúsa í Kópavogi. Verður mér þá litið til suðurs í hraunið þar sem nær allur bílafloti landsmanna umkringir Costco og síðan blasir við mér bílalest mikil sem bíður þess að komast fyrir í sömu mergðinni. Bakþankar 5. desember 2017 07:00
Aldar ógæfa Árið er 1847. Ungverski læknirinn I.P. Semmelweis og nemendur hans byrja daginn á að kryfja lík kvenna sem létust úr barnsfarasótt. Síðan halda þeir á fæðingardeild og skoða sængurkonur. Í umsjá Semmelweis látast tífalt fleiri úr barnsfarasótt en í umsjá ljósmæðra. Bakþankar 4. desember 2017 09:45
Gula RÚV Ég er mjög ánægð með þessa nýju ríkisstjórn. Hún virkar traust, forystumennirnir mjög hæft fólk og stjórnarsáttmálinn ber með sér að þessi hópur getur talað sig að niðurstöðu í stórum málum. Bakþankar 2. desember 2017 07:00
Daður Sú flóðbylgja uppljóstrana um kynferðislega áreitni í hinum ýmsu kimum samfélagsins er bylting og á eftir að skola burt rótgróinni myglu í samskiptum fólks af öllum kynjum. Bakþankar 1. desember 2017 07:00
Ríkiskirkjan Í dag er allra síðasti séns til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni, fyrir þá sem ekki vilja greiða sóknargjöld fyrir árið 2018. Þjóðkirkjan er furðulegasta stofnunin sem rekin er fyrir fé skattgreiðenda en langflestir meðlima hennar hafa verið skráðir í hana sjálfkrafa sem ómálga ungbörn. Bakþankar 30. nóvember 2017 07:00
Barnaskírn Ef þú vilt vita hver þú raunverulega ert skaltu horfa á sjálfa(n) þig í gegnum augu barnanna sem eiga öryggi sitt undir þér komið. Ég held að þetta sé kjarninn í siðaboðskap Jesú frá Nasaret. Bakþankar 29. nóvember 2017 07:00
Ljósberinn í hjartanu Desember er mörgum erfiður mánuður. Myrkrið umlykur, dagsbirtan skammvinn. Fram undan er jólahátíð, hjartans bjartasti tími ársins. Þó ekki fyrir alla, því andstæðurnar hvítt og svart leika lausum hala. Á bak við hástemmuna fela sig erfiðu stundirnar, sorg, áföll, horfnir ástvinir, mistök fortíðar, helvíti fíknilífs, andnauð fátæktar. Svo fátt eitt sé nefnt. Bakþankar 28. nóvember 2017 07:00
Hvar eru hommarnir? Guðmundur Þorbjörnsson er umsjónarmaður þáttarins Markmannshanskarnir hans Alberts Camus, sem hlusta má á Rás 1 á laugardagsmorgnum. Þættirnir eru geggjaðir. Í síðasta þætti var rætt um hvar hommarnir væru í fótbolta. Bakþankar 27. nóvember 2017 07:00
Ofbeldi á skólalóð Fyrir einhverjum vikum veittust nokkrir unglingspiltar (15-16 ára) að einum 14 ára á skólalóð. Þeir hrintu honum í jörðina svo að hann nefbrotnaði. Einn úr hópnum sparkaði í hann liggjandi með miklum formælingum á ensku og íslensku. Bakþankar 25. nóvember 2017 07:00
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun