Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar 8. október 2025 11:31 „Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan. Af hverju göngum við þá ekki í takt þegar kemur að landbúnaði. Af hverju er brjóstið á okkur ekki útþanið af stolti yfir framleiðslunni, sérstöðunni og afurðunum? Í því samhengi langar mig að fjalla aðeins um traust. Traust er eitthvað sem er bæði óáþreifanlegt og óendanlega mikilvægt. Ekki er hægt að segja fólki að treysta, heldur verður að ávinna sér traust með gjörðum. Það tekur langan tíma að byggja það upp en oft stuttan tíma að brjóta það niður. Við erum öll úr sömu sveit og við treystum bændum. Við þekkjum bændur og fyrir hvað þeir standa og flest kunnum við að meta allar þær fjölbreyttu afurðir sem þessir dugmiklu framleiðendur færa okkur. Kannanir sýna að neytendur vilja kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er því sárt þegar milliliðum verður á að brjóta á þessu trausti. Það er fátt sem gerir mig jafn leiða og sjá landbúnaðarrúnk í verslunum. Þegar milliliðir merkja innfluttar afurðir með íslenska fánanum, þegar iðnaður merkir vörur með Beint frá býli hugmyndafræðinni og þegar reynt er að villa um fyrir neytendum á kostnað þess sem framsæknir bændur hafa byggt upp yfir langan tíma. Það er ósiður og það er ósanngjarnt - ekki bara fyrir bændur heldur alla, við erum öll úr sömu sveit. Mig langar því að biðja ykkur, sem þetta stundið, að láta af þessum ósið. Vörur geta verið góðar þó að þær séu ekki beint úr íslenskri sveit. Leyfið íslenskum bændum að njóta þess trausts sem þau hafa áunnið sér og öðrum vörum að njóta sín á sínum forsendum. Innfluttar eða ekki. Það er engum til framdráttar að rúnka sér á trausti og sérstöðu annarrar greinar. Íslenskur landbúnaður er samvinna okkar allra, ekki samkeppni. Á morgun, fimmtudaginn 9. okt., er „Dagur landbúnaðarins“. Af því tilefni er haldið málþing á Hótel Borgarnesi og öllum úr sveitinni er boðið. Höfundur er landbúnaðarunnandi og neytandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan. Af hverju göngum við þá ekki í takt þegar kemur að landbúnaði. Af hverju er brjóstið á okkur ekki útþanið af stolti yfir framleiðslunni, sérstöðunni og afurðunum? Í því samhengi langar mig að fjalla aðeins um traust. Traust er eitthvað sem er bæði óáþreifanlegt og óendanlega mikilvægt. Ekki er hægt að segja fólki að treysta, heldur verður að ávinna sér traust með gjörðum. Það tekur langan tíma að byggja það upp en oft stuttan tíma að brjóta það niður. Við erum öll úr sömu sveit og við treystum bændum. Við þekkjum bændur og fyrir hvað þeir standa og flest kunnum við að meta allar þær fjölbreyttu afurðir sem þessir dugmiklu framleiðendur færa okkur. Kannanir sýna að neytendur vilja kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er því sárt þegar milliliðum verður á að brjóta á þessu trausti. Það er fátt sem gerir mig jafn leiða og sjá landbúnaðarrúnk í verslunum. Þegar milliliðir merkja innfluttar afurðir með íslenska fánanum, þegar iðnaður merkir vörur með Beint frá býli hugmyndafræðinni og þegar reynt er að villa um fyrir neytendum á kostnað þess sem framsæknir bændur hafa byggt upp yfir langan tíma. Það er ósiður og það er ósanngjarnt - ekki bara fyrir bændur heldur alla, við erum öll úr sömu sveit. Mig langar því að biðja ykkur, sem þetta stundið, að láta af þessum ósið. Vörur geta verið góðar þó að þær séu ekki beint úr íslenskri sveit. Leyfið íslenskum bændum að njóta þess trausts sem þau hafa áunnið sér og öðrum vörum að njóta sín á sínum forsendum. Innfluttar eða ekki. Það er engum til framdráttar að rúnka sér á trausti og sérstöðu annarrar greinar. Íslenskur landbúnaður er samvinna okkar allra, ekki samkeppni. Á morgun, fimmtudaginn 9. okt., er „Dagur landbúnaðarins“. Af því tilefni er haldið málþing á Hótel Borgarnesi og öllum úr sveitinni er boðið. Höfundur er landbúnaðarunnandi og neytandi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun