
Sundrung Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kemur lemstraður og blóðrisa út úr prófkjöri sínu. Þar sáðu sigurvegarar til sundrungar sem líkleg er til að kalla fram langvinn átök einsog þau sem áratugum saman skóku flokkinn milli Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar. Í eftirleik prófkjörsins ganga harðar ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð sem kunni að hafa ráðið úrslitum.