Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Ástkæra ylhýra málið

Landið og tungan eru okkar hornsteinar. Sú afstaða verður ekki byggð á sérvisku eða sjálfshroka, hún sækir ekki styrk sinn í einstrengingslegan þjóðernisrembing, heldur þá tilfinningu og vitneskju að ræturnar eru manni allt. Í því umhverfi lifir íslenskan.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skynsamleg afstöðubreyting

Þróunin í samskiptunum við Bandaríkin getur leitt til þess að leggja þurfi ríkari áherslu á samstarf við Evrópuþjóðir á þessu sviði, til dæmis um lofthelgieftirlit. En kjarni málsins er sá að Evrópuþjóðirnar eru ekki í færum til að halda uppi fullnægjandi vörnum einar og óstuddar. Framlag Bandaríkjanna er þeim enn nauðsynlegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krónunni kastað?

Ef það er slíkt þjóðráð að taka upp gjaldmiðil nálægs viðskiptavinar, hvers vegna hefur Kanada þá ekki tekið upp Bandaríkjadal og Nýja-Sjáland Ástralíudal? Ástæðan er sú, að þessi ríki vilja hafa þann sveigjanleika í peningamálum, sem fylgir eigin seðlabanka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaninn kom – og Kaninn fór

Þá er það orðið opinbert. Herinn er að fara. Eftir allar bónarferðirnar og áköllin til Washington, er ekki lengur um neitt að semja. Pentagon ræður þessu. Vinaþjóðin í Vestri vill ekki lengur halda úti flugher fyrir okkur. Hefur um nóg að hugsa mitt í sínu hernaðarbrjálæði og fjárlagahalla...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrirtæki, skuldbindingar, ágóði

Skilningur á eðli mannlegs samfélags er í raun og veru ein af forsendum athafnafrelsis. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki víst að tilfinningar, skuldbindingar og ágóði séu alfarið aðskilin fyrirbæri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldasöfnun í samhengi

Langvinn uppsveifla án verðbólgu er nýjung í íslenzku efnahagslífi og virðist hafa slævt áhuga stjórnvalda á frekari umbótum í efnahagsmálum. Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn, þótt áhöld séu um arðsemi framkvæmdanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að sæta sálfræðilegu lagi?

Þó að vatnalagafrumvarpið sé betrumbót er erfitt að halda því fram að allt standi og falli með tafarlausri afgreiðslu þess. Er ekki í því ljósi kostur, eins og að minnsta kosti einu sinni áður hefur verið gert, að sæta sálfræðilegu lagi til þess að sigla málinu inn fyrir skerjagarðinn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Hve hratt eða hvert?

Hagvöxtur hefur á síðustu árum orðið að nánast algildum mælikvarða sem menn nota til að meta árangur ríkisstjórna, hagkerfa og jafnvel þjóðfélaga. Ástæðurnar fyrir þessu virðast augljósar því að án hagvaxtar er ekki líklegt að tekjur manna hækki, atvinnuleysi sé haldið í skefjum eða að fé finnist til velferðarmála. Þess vegna vekur það athygli þegar spurt er í blaði sem kalla mætti daglega ritningu kapítalismans, Financial Times, hvort mikilvægi hagvaxtar sé ofmetið í ríkum löndum og hvort slíkt ofmat geti leitt til rangrar stjórnarstefnu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Léleg hús, spákaupmennska og bílastæðakverúlantar

Útlendingur sagði við mig um daginn að Reykjavík væri "borg byggingakrananna". En það er athugunarefni hversu mikið af því sem er verið að byggja nú í góðærinu er lélegt. Maður heyrir sögur af flausturslegum vinnubrögðum og hryllilega slæmum frágangi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Ingibjörg sýnir á spilin

Þá vekur athygli, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir, að Samfylkingin verði mótvægi en ekki hækja í hugsanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það þýði breyttan veruleika. Hún stillir Samfylkingunni hins vegar ekki upp sem mótvægi, er hafi þann tilgang helstan að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Felur það í sér vantrú á þeim möguleika?

Fastir pennar
Fréttamynd

Ráðgjöf er eitt - ábyrgð annað

Fréttamenn bera nefnilega mikla ábyrgð í þessu flókna þjóðfélagi sem við búum í. Flest okkar vita lítið sem ekkert um hvað er að gerast nema það sem við heyrum í fréttum og okkur er þess vegna vorkunn að halda heimurinn sé eins og sá sem okkur er sýndur í sjónvarpinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Selja! Selja! Selja!

Þegar bankastjórar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra koma fram og segja að allt sé í himnalagi, þá bendir það auðvitað ekki til annars en að eitthvað sé í ólagi. Svona reyna þeir að sefa óróann á mörkuðum, en auka þess í stað á taugaveiklunina til muna...

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðvelda á þolendum að kæra

Sláandi er að sjá að kynferðisbrotamálum sem koma inn á borð Stígamóta og eru kærð til lögreglu fer fækkandi. Á síðasta ári bárust 249 mál til samtakanna en aðeins þrettán, eða 4,3 prósent, komust til opinberra aðila. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra í sextán ára sögu Stígamóta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt-í-plati-bær

Börnin í Latabæ eru í rauninni eins og alkóhólistar í bullandi neyslu, síhrynjandi í það og þegar Íþróttaálfurinn er að maula á gulrót í geimskipinu sínu eru þau ofurseld löstum sínum: Nenni níski suðandi minn-minn-minn, Siggi sæti japlandi nammi og Goggi mega týndur í tölvuheimi. Einungis Solla er í lagi, enda lífshlaup hennar ein samfelld þolfimi: hin eru í eðli sínu gallagripir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skelfileg náttúruspjöll, Glitnir og draumórar um háskóla

Hér er fjallað um þá eyðileggingu sem togveiðar valda á hafsbotninum, hvernig er plægt yfir hann aftur og aftur með stórtækum veiðarfærum, um Íslandsbanka sem nú heitir allt í einu Glitnir og Háskóla Íslands sem á mjög langt í land með að komast í röð bestu háskóla í heiminum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Draumur um Evru

Breytingar á gengi krónunar virðast ekki einungis hafa haft áhrif á framandi staði og myntir með skrítin nöfn. Eitthvað gáraðist líka vatnið norður í landi á Lómatjörn. Okkar annars ágæti iðnaðarráðherra taldi að skoða bæri þann möguleika að kasta íslensku krónunni og taka upp evru án þess að ganga í ESB.

Fastir pennar
Fréttamynd

90 ára afmæli ASÍ og jafnaðarmanna

Nái Samfylkingin þá ekki þeirri stöðu á næsta ári að verða ráðandi afl í ríkisstjórn má búast við að gagnrýnisraddir úr ýmsum hornum flokksins verði jafnaðarmönnum erfiðar. Því reynir nú mjög á nýjan formann Samfylkingarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Því Maúmet gjörir þeim tál"

Þannig er til tvenns konar málfrelsi. Annað hefur náðst eftir töluverða þróun í sögu mannsandans og fyrir því þarf reglulega að berjast. Undanfarin ár hefur þetta brothætta málfrelsi - rétturinn til að gagnrýna eigin stjórnvöld - verið í töluverðri kreppu í þeim löndum þar sem það hefur hingað til staðið hvað styrkustum fótum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Össur slær nýjan tón

Sú ályktun verður ekki dregin af þessum ummælum, að Össur Skarphéðinsson hafi skipt um skoðun varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. En nærlægt er að túlka þau á þann veg, að sannfæring hans um að hraða framvindu þess máls sé ekki eins sterk og áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Herra Hnýsinn og Stóra Mamma

Ekkert af þessu er beinlínis gert í nafni lögregluríkis. Það er farið fínna í sakirnar. Stóri bróðir er ekki uppglennt auga sem gónir alltaf á mann eins og í vísindaskáldsögunum. Nei, mest af þessu er gert af því þetta er hægt – af því í upplýsingasamfélaginu er auðvelt að safna svona efni...

Fastir pennar
Fréttamynd

Altúnga og Framsókn

Alla tíð í gegn var Altúnga samkvæmur og trúr kenningu sinni jafnvel þótt hann hafi lent í hinum mestu hremmingum þar sem hann var m.a. hengdur, krufinn, húðflettur og gerður að ræðara á galeiðu. Alltaf var hann sannfærður um að þetta væri hinn besti mögulegi heimur allra heima, þar sem mótlætið hafði þann tilgang að leiða til hins allra besta endis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki tilefni til taugaáfalls

Umræðan nú er bönkunum óþægileg, en þegar til lengri tíma er litið skiptir mestu sá dómur sem lánshæfismatsfyrirtækin fella um gæði rekstrarins og áhættu bankanna. Matsfyrirtækin hafa bestan aðgang allra að gögnum bankanna og eiga orðspor sitt að verja í því að skila vandaðri vinnu. Þetta vita bankarnir og hljóta að haga gerðum sínum samkvæmt því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ærulausir menn, heybrækur og klöguskjóður

Hér er fjallað um Pavlik Morozov, ungan pilt, sem klagaði föður sína til lögreglunnar og varð hetja í Sovétríkjunum, ungan Bandaríkjamann sem fylgir fordæmi Pavliks, þrjótinn sem birti tölvupósta Jónínu og hugsanlega endurkomu Finns í forystusveit Framsóknarflokksins...

Fastir pennar
Fréttamynd

Vopnaburður í miðborginni

Stöðugt virðist færast í vöxt að menn grípi tíl hnífa þegar kemur til átaka manna á milli um helgar. Þessi átök eru mest áberandi í og við miðbæinn en eru þó ekki eingöngu bundin við hann því fregnir um hnífanotkun í átökum berast víðar að.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldirnar taka kipp

Mikið ríður á því, að sem mestum hluta lánsfjárins sé varið til arðbærra framkvæmda, svo að arðurinn af framkvæmdunum geti staðið undir vaxtagreiðslum og afborgunum, því að ella eru menn að veðsetja vinnutekjur sínar fram í tímann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýju tabúin, sögulegur doðrantur, Ísrael og Yoko

Hér er fjallað um nýju tabúin og hvernig þau birtast á sama tíma og klám- og ofbeldisefni flæðir yfir heimilin, mikla sögulega skáldsögu sem nefnist Europe Central, aðeins rætt um vanda Ísraels sem eitt sinn var huggulegt sósíalistaríki og loks er minnst á friðarsúlu Yoko Ono...

Fastir pennar
Fréttamynd

Höldum hugvitinu heima

Samtök iðnaðarins hafa um nokkurt skeið kallað eftir samstarfi við stjórnvöld um stefnumótun um uppbyggingu hátækni á Íslandi. Samtökin hafa þegar bent á ýmis atriði sem þarfnast tafarlausra lagfæringa svo samkeppnisstaða hátækniiðnaðarins verði ekki síðri en í ýmsum nágrannalöndum okkar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í fótspor Finns

Hverjum þeim sem man viðskilnað Finns Ingólfssonar við pólitíkina og flokkinn sinn hlýtur að fyrir­gefast þótt hann trúi ekki einu orði af skýringum Árna Magnússonar við brottför sína af hinum pólitíska vettvangi inn í hlýjuna í Íslandsbanka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flokkur í vanda

Eitt er skýrt við afsögn Árna Magnússonar. Ákvörðun hans kom flestum í opna skjöldu. Ráðherrann fráfarandi segir, að persónulegar ástæður liggi að baki því, að hann tekur nú hnakk sinn og hest og yfirgefur svið stjórnmálanna til þess að takast á hendur ábyrgðarmikið starf á fjármálamarkaðnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlúum að móðurmálinu

Eitt það fyrsta sem ég segi nemendum mínum á hverju hausti er að ég ætlist til þess að hver og einn geri sitt besta. Þeir eiga að leggja sig fram, stefna að framförum og gera eins vel og þeir geta, hver og einn á hverjum tíma.

Fastir pennar