Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar

Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins.

Formúla 1
Fréttamynd

Fáum við sama fjör og 2011?

Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir.

Formúla 1
Fréttamynd

Hörmungar Grosjean halda áfram

Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum.

Formúla 1
Fréttamynd

DiCaprio nældi í Massa

Brasilíumaðurinn Felipe Massa hefur skrifað undir þriggja ára samning við Venturi liðið í Formúlu E, en leikarinn Leonardo DiCaprio er einn eigandi liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Uppgjör: Mögnuð endurkoma Mercedes │Taktísk mistök kostuðu Vettel

Lewis Hamilton og Mercedes stóðu sig frábærlega í spænska kappakstrinum um helgina. Þýska liðið kláraði keppnina með bíla sína í fyrsta og öðru sæti, fullkomin úrslit. Mercedes hefur nú 27 stiga forskot í keppni bílasmiða og er sigurvegari helgarinnar Lewis Hamilton nú 17 stigum á undan Sebastian Vettel í keppni ökuþóra.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel á ráspól í Bakú

Fjórði kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 er í fullum gangi en hann fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan. Bein útsending frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport 2 klukkan 11:40.

Formúla 1
Fréttamynd

Upphitun: Baráttan í Bakú

Fjórða keppni ársins fer fram í Asebaísjan um helgina þar sem Mercedes verður að sýna meira en liðið hefur gert í fyrstu þremur keppnum ársins.

Formúla 1
Fréttamynd

Uppgjör eftir Kína: Hvað er að gerast hjá Mercedes?

Daniel Ricciardo hjá Red Bull átti svo sannarlega viðburðaríka helgi nú þegar að þriðja umferðin í Formúlu 1 fór fram í Kína. Ástralinn stóð uppi sem sigurvegari í kappakstrinum eftir virkilega erfiða byrjun Red Bull á þessu tímabili.

Formúla 1
Fréttamynd

Upphitun: Öll pressan komin á Hamilton

Sebastian Vettel vann fyrstu tvær keppnir ársins og skildi Lewis Hamilton eftir með sárt ennið. Mercedes virðist vera með hraðskreiðari bíl en Ferrari en nú þarf Hamilton að sýna það í verki um helgina.

Formúla 1