Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Janus og félagar björguðu stigi í Íslendingaslag

Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen björguðu stigi gegn Íslendingaliði MT Melsungen með Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Alexander Petersson innanborðs í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 26-26, en Göppingen var mest fimm mörkum undir í seinni hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Féll fyrir æsku­ástinni á fermingar­myndinni

Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn.

Lífið
Fréttamynd

Aron snýr aftur til leiks

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er að komast í gang eftir að hafa meiðst í upphafi leiktíðar. Búast má við því að hann spili með Aalborg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Atli Ævar frá fram yfir áramót

Enn bætist á meiðslalista handknattleiksliðs Selfoss, en línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður að öllum líkindum ekki með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hann fór í aðgerð á hné.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Jóna valin í úrvalsliðið

Ísland á fulltrúa í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta. Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð sig betur en markverðirnir í hinum 23 liðunum að mati EHF.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már fór mikinn í sigri

Bjarki Már Elísson var næstmarkahæsti leikmaður Lemgo þegar liðið vann góðan útisigur á Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti