Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Við eigum samt fullt inni“

Brynjar Vignir Sigurjónsson var óvænt í byrjunarliði Aftureldingar gegn Haukum í fjórða leik æsispennandi einvígis liðanna í Olís-deild karla í handbolta, og stóð sig með prýði í marki Mosfellinga.

Handbolti
Fréttamynd

Sjöunda tapið í röð hjá Ými og félögum

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola tveggja marka tap er liðið tók á móti Íslendingalausu Íslendingaliði Magdeburg í dag. Lokatölur 35-37, og Ýmir og félagar hafa nú tapað sjö deildarleikjum í röð.

Handbolti
Fréttamynd

„Af­drifa­rík og stór mis­tök sem eru að gerast í annars á­gæt­lega dæmdum leikjum“

Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál.

Handbolti
Fréttamynd

Svona braut Gísli ökklann

Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki og félagar björguðu jafntefli á seinustu stundu

Bjarki Már Elísson og félagar hans í ungverska stórliðinu Telekom Veszprém björguðu sér fyrir horn er liðið tók á móti pólska liðinu Kielce í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 29-29, en heimamenn í Veszprém jöfnuðu metin með seinasta skoti leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingaliðið hóf undanúrslitin á sigri

Íslendingalið Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann góðan sex marka sigur er liðið tók á móti Pfadi Winterthur í fyrsta leik liðanna í undanúslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, 34-28.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar fá sigursælan Stefán til starfa með Díönu

Stefán Arnarson, sigursælasti þjálfari úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessari öld, verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka á næstunni. Hann mun væntanlega stýra liðinu með Díönu Guðjónsdóttur, sem verið hefur aðalþjálfari síðustu tvo mánuði með farsælum hætti.

Handbolti
Fréttamynd

Leik­menn keyptu kokka­húfurnar og gabb­ið var vel æft

Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum.

Handbolti