Þungum nýburum hættara við krabba Fólki sem er þungt við fæðingu er hættara við ákveðnum tegundum af krabbameini en þeim sem fæðast léttir. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar lækna í Bretlandi og Svíþjóð kemur fram að líkur á krabbameini í eitlum aukist um 17% við hverja tveggja marka þyngdaraukningu við fæðingu. Menning 11. febrúar 2005 00:01
Vinnan oft ágætis líkamsrækt Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Menning 8. febrúar 2005 00:01
Konur með fulla poka af fræjum Í gömlum húsakynnum Rósakrossreglunnar og síðar heilunarskóla Erlu Stefánsdóttur, Lífssýnar, í Bolholti 4, hefur verið opnuð ný stöð fyrir óhefðbundnar lækningar. Húsnæðið hefur verið endurnýjað í hólf og gólf og hlotið nafnið Rósin og nú hafa þar aðstöðu sjö konur sem sérhæfa sig í ýmsum greinum óhefðbundinna lækninga. Menning 8. febrúar 2005 00:01
Spegill, spegill segðu mér ... Franskt rafeindafyrirtæki vinnur að hönnnun spegils sem ætlað er að sýna fólki hvernig það lítur út í framtíðinni. Þannig getur spegillinn út frá gefnum forsendum til dæmis sagt þeim er lítur í hann hvernig kyrrseta, skyndibitafæði og stöðug áfengisdrykkja eiga eftir að setja mark sitt á andlit viðkomandi. Menning 3. febrúar 2005 00:01
Djass í stað jarms Áttu í erfiðleikum með að sofna? Ef svo er, þá dugar skammt að telja kindur. Vísindamenn telja sig hins vegar hafa staðfest að það skipti sköpum að hlusta á róandi tónlist fyrir svefninn, til dæmis djass. Eftir aðeins fjörutíu og fimm mínútur eru flestir orðnir svo slakir að þeir eiga ekki í erfiðleikum með að festa blund. Menning 3. febrúar 2005 00:01
Sólarljós gott gegn krabbameini Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Menning 2. febrúar 2005 00:01
Líkamsrækt fyrir þroskaðar konur Nafnið Pumping Iron kallar óhjákvæmilega fram mynd í hugann af líkamsræktarstöð þar sem karlmenn á borð við Schwarzenegger, massaðir og skornir, pumpa kófsveittir með lóðin. Í Dugguvoginum í Reykjavík er hins vegar líkamsræktarstöð með þessum nafni og þar innandyra er allt með öðrum og lágstemmdari brag. Menning 1. febrúar 2005 00:01
Blómkál gegn krabbameini Ömmur hafa tíðum brýnt fyrir börnum að borða allt grænmetið á diskinum. Ömmur hafa alltaf vitað að grænmeti er hollt en nú lítur út fyrir að vísindamenn séu að komast að hinu sama. Nýjar rannsóknir benda nefnilega til þess að efni sem finnast í hvítkáli, spergilkáli, rósakáli og blómkáli séu til þess fallin að koma í veg fyrir krabbamein. Matur 1. febrúar 2005 00:01
Skortur á hjartamagnyli úr sögunni Ný sending af hjartamagnyli er nú komin til landsins og í dreifingu, þannig að ekki kemur til skorts í lyfjaverslunum, samkvæmt upplýsingum frá Lilju Valdimarsdóttur sem starfar á markaðssviði lyfjafyrirtækisins Actavis. Menning 1. febrúar 2005 00:01
Offita getur falið krabbamein Ný rannsókn gefur til kynna að líkamsþyngd getur haft áhrif á nákvæmni prófa sem notuð eru til að greina krabbamein í blöðruhálskirtli. Rannsóknin leiddi í ljós að því feitari sem mennirnir voru, því lægra var magnið af tilteknum mótefnisvaka sem mældur er til að komast að raun um hvort krabbamein sé að finna í blöðruhálskirtlinum. Menning 1. febrúar 2005 00:01
Þróar sinn eigin stíl "Tai Chi hentar mér mjög vel þar sem líkamlegar og andlegar æfingar sameinast. Auk þess þarf ekkert að hafa fyrir þessu, manni nægir smá pláss og getur jafnvel gert þetta heima hjá sér," segir David Lynch, sviðstjóri alþjóðasviðs Rauða Krossins, sem hefur stundað Tai Chi í næstum 15 ár. Menning 1. febrúar 2005 00:01
Góður svefn bætir minni Tvær nýlegar svefnrannsóknir benda til þess að góður svefn bæti minni umtalsvert og auki hæfni til þess að leysa vandamál. Í rannsóknunum sem læknar og taugasálfræðingar í Bandaríkjunum og Þýskalandi gerðu voru þátttakendur ýmist látnir glíma við talnaþrautir eða rifja upp hluti, annars vegar eftir tólf tíma vöku og hins vegar eftir góðan nætursvefn. Menning 27. janúar 2005 00:01
Feng Shui er lífstíll "Feng Shui er 3000 ára gömul kínversk fræði og í rauninni mun víðtækari en margir halda," segir Sigrún Vala Valgeirsdóttir hjá Feng Shui húsinu á Laugaveginum. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum. Lífið 26. janúar 2005 00:01
Downs-börn eru oft vanmetin Lára Magnea Jónsdóttir átti fyrir tvö börn þegar hún eignaðist dótturina Glódísi Erlu sem er með Downs-heilkennið. Lára segir að vissulega felist erfiðleikar í því að ala upp barn með þessa fötlun en ánægjan sé líka mikil. Menning 25. janúar 2005 00:01
Mikilvægt að ná góðri þáttöku "Þessir spurningalistar eru liður í geysilega umfangsmikilli norrænni könnun sem fer þannig fram að 80.000 konur á fjórum Norðurlöndum fá senda spurningalista um lífshætti og heilsufar. Ísland er með jafnfjölmennt úrtak og hin Norðurlöndin," segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Menning 25. janúar 2005 00:01
Trúir ekki á megrunarkúra "Ég er reyndar ekki í ræktinni núna þó að ég myndi glöð vilja segjast fara alla daga. En ég er að safna mér fyrir korti í Nordica. Ég prófaði það í tvo mánuði og fannst það æðislegt. Ég þarf að hafa dekur með ef ég fer í ræktina - annars fer ég ekki. Menning 25. janúar 2005 00:01
Hollywood-kúrinn tekinn úr umferð Innflytjendum Hollywood-kúrsins hefur verið synjað um leyfi til að markaðssetja hann af Umhverfisstofnun. Innflytjandinn hefur samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fjarlægt drykkinn af sölustöðum. Menning 25. janúar 2005 00:01
Leikum okkur með líkamann "Að kenna börnum jóga felst að nokkru í því að gera æfingarnar skemmtilegar og skapa úr þeim leik þannig að þau verði aldrei leið. Við leikum okkur með líkamann, hermum eftir dýrum, búum til sögur og segjum þær með jógastöðum. Menning 19. janúar 2005 00:01
Eitt tonn af spiki "Við opnuðum í september og viðtökurnar hafa verið fínar," segir Georg Ögmundsson sjúkraþjálfari í Orkuverinu sem er ný líkamsrækt í Egilshöllinni. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum. Menning 19. janúar 2005 00:01
Baðstofan eins og nýr heimur Ég æfi í World Class í Laugum og er með kort sem veitir mér aðgang í baðstofuna sem er eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi. Baðstofan hefur svo sannarlega gert lífið betra. Það er yndislegur staður og hann gerir það að verkum að ég fer oftar í ræktina. Menning 18. janúar 2005 00:01
Tekur tonn af fitu af landsmönnum "Systur mínar, Sara og Halldóra Ögmundsdætur, reka stöðina með mér og svo sýnir náttúrlega restin af fjölskyldunni mikinn stuðning. Það er bæði gott og slæmt að vinna með systrum sínum. Þá er stundum óþarfa hreinskilni en það verða að minnsta kosti ekki varanleg vinaslit. Menning 18. janúar 2005 00:01
Áhersla lögð á sjálfstyrkingu "Kennd verða námskeið sem eru 5 vikna löng en fólk getur hagað tíma sínum eins og það vill. Það velur einfaldlega hversu oft það vill vera í viku og á hvaða tímum það vill mæta og borgar svo námskeiðsgjaldið samkvæmt því, " segir Guðbjörg Ósk eigandi nýja Rope Yoga-stúdíósins og eini kennari þess Menning 12. janúar 2005 00:01
Fitnessdrottning opnar fataskápinn "Maðurinn minn er duglegur að kaupa handa mér föt enda þekkir hann mig vel og veit alveg hvað ég vil," segir fitness drottningin Freyja Sigurðardóttir. Freyja gengur aðallega í íþróttafötum enda æfir hún daginn út og daginn inn auk þess sem hún starfar sem einkaþjálfari í Perlunni í Keflavík. Tíska og hönnun 12. janúar 2005 00:01
Svefnleysi skerðir lífsgæði Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Menning 11. janúar 2005 00:01
Farandleikari á ferð og flugi Pétur Eggerz Möguleikhússtjóri segist ekki gera neinar stórkostlegar ráðstafanir til heilsuræktar. "Það er helst að ég reyni að fara í sund á hverjum morgni. Ég fer ýmist í Breiðholtslaugina, sem er rétt hjá heimili mínu, eða Sundhöllina, sem er rétt hjá vinnunni. Menning 11. janúar 2005 00:01
Fjórða hamingjusamasta þjóðin Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Menning 10. janúar 2005 00:01
Deilt um hvert sé rétta mataræðið Viltu lifa lengi? Reykta kjötið um jólin hefur líklega ekki lengt lífið en vín og dökkt súkkulaði gætu hafa vegið á móti. Þeir sem gæddu sér líka á ávöxtum og grænmeti eru vel staddir því rétta matarætið gæti dregið úr tíðni hjartasjúkdóma um allt að þrjá fjórðu. Menning 9. janúar 2005 00:01
Nýjasta æðið í líkamsræktinni Nú þegar margir vilja fara leggja drög að heilbrigðu líferni, eftir freistingar og syndir jólahátíðanna, er gott að vita til þess að æfingar ríka og fallega fólksins eru nú orðnar aðgengilegar almenningi. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV í dag. Menning 5. janúar 2005 00:01
Reykingar hafa áhrif á námsárangur Börn sem verða fyrir óbeinum reykingum á unga aldri standa sig verr í skóla en önnur börn samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsóknin, sem náði til 4400 barna í Bandaríkjunum, leiddi í ljós að jafnvel óbeinar reykingar í litlu magni leiddu til fylgni við slakari árangur í lestri og stærðfræði. Menning 5. janúar 2005 00:01
Vaxandi örorka vegna sykursýki Algengi offitu og sykursýki henni tengdri hefur farið vaxandi á Íslandi á undanförnum árum. Svo virðist sem algengi örorku vegna sykursýki hafi einnig vaxið. Menning 5. janúar 2005 00:01