Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Keppendur ungfrú Reykjavík í ræktinni

Fegurðardrottning Reykjavíkur 2011 verður krýnd með mikilli viðhöfn 25. febrúar næstkomandi á veitingahúsinu Broadway þar sem fegurstu fljóð höfuðborgarsvæðisins keppa um þessa eftirsóttu nafnbót. Eins og meðfylgjandi myndir sýna tóku keppendur ærlega á því í World Class í Laugum í dag. Frábær stemning ríkir í hópnum sem er áberandi hraustlegur og fagur á að líta. Þá má einnig sjá þegar stúlkurnar teygðu vel úr sér og dönsuðu við taktfasta tónlist í Zumba tíma.

Lífið
Fréttamynd

Upphandleggurinn er 42 sentimetrar að ummáli

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó.

Lífið
Fréttamynd

Taktu mataræðið endanlega í gegn

Þórdís Jóna Sigurðardóttir annar eigandi veitingahússins HaPP sem hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi hefur nú sett á laggirnar svokallaða „HaPP daga" sem fram fara í Stykkishólmi. Um er að ræða fimm daga ferð þar sem lögð er áhersla á gott mataræði, hreyfingu og að ekki sé minnst á náin tengsl við náttúruna.

Lífið
Fréttamynd

Það er náttúrulega sturlun að hlaupa stanslaust í 24 tíma

Gunnlaugur Júlíusson maraþonhlaupari hleypur í 24 tíma á bretti í World Class í Kringlunni í dag. Hvað 24 tíma hlaup á bretti varðar þá hefur enginn Íslendingur tekist á við það fyrr. Gunnlaugur varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa 100 km hlaupi á bretti fyrir ári síðan í World Class í Laugum. Norðurlandametið í 24 tíma hlaupi á Kim Rasmussen frá Danmörku en hann hljóp 202,9 km árið 2004. Einn Norðmaður hefur hlaupið 24 tíma á bretti en það er Lars Sætran sem hljóp 193 km árið 2003. Sænska metið er 181 km sett fyrr á þessu ári af Hans Byren. Það sem best er vitað hefur enginn Finni hlaupið 24 tíma á bretti. Allir sem hafa áhuga á að fylgjast með Gunnlaugi eru velkomnir á staðinn hvenær sem er meðan á hlaupinu stendur. Hlaupið hefst kl.12:00 í dag, laugardag, 18.desember í World Class í Kringlunni 1 og er það jafnframt formleg opnun á 24 stunda opnun 7 daga vikunnar á Heilsurækt World Class í Kringlunni. Nánari upplýsingar er að finna á www.worldclass.is.

Lífið
Fréttamynd

Trylltur með klikkað fótaflæði

Í meðfylgjandi myndskeiði segir Stella Rósenkranz frá danska dansaranum Sonny Petersen sem kemur frá Los Angeles til að halda námskeið hér á landi um helgina. „Hér er hip hop. Það gerast ekki tæknilega flóknari dansarnir en þetta í hip hop-i. Stjórnin á líkamanum er ótrúleg og samt svo áreynslulaust," sagði Stella og sýndi okkur myndband með Sonny. Sjá hér (Youtube) „Hér er house dans. Þetta er svo skemmtilegur stíll. Sjúklega erfið fótavinna og maður svitnar endalaust! Það skapast líka geðveik stemmning í þessum tímum, gjörsamlega tryllt," sagði hún. Sjá hér (Youtube). Skráning er í s. 553 0000 í World Class og námskeiðið fer fram í World Class í Laugum.

Lífið
Fréttamynd

Svona færðu stinnan bossa - myndband

Sigrún Björg Ingvadóttir einkaþjálfari og Tabata kennari í World Class í Kringlunni sýnir okkur heimaæfingar fyrir efri og neðri hluta líkamans sem auðvelt er að framkvæma. Eina sem Sigrún notast við er stóll og teygja. Sjá æfingarnar í meðfylgjandi myndasafni.

Lífið
Fréttamynd

Sjö ráð til að koma sér í form

Gunnar Borg Sigurðsson þolfimileiðbeinandi í World Class taldi upp eftirfarandi heilræði þegar við báðum hann um sjö ráð til handa þeim sem vilja koma sér í gott líkamlegt form:

Lífið
Fréttamynd

Í hot-jóga kennaranám til Taílands

Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands í byrjun október þar sem hún hyggst læra til jógakennara. Gyða mun dvelja ásamt öðrum nemendum á paradísareyjunni Koh Samui og stunda þar hot-jóga, hugleiðslu og læra kennslutækni.

Lífið
Fréttamynd

Kökuhús Pocahontas

Álftamýrarskóli hefur staðið fyrir skreytingakeppni á piparkökuhúsum síðustu tvö ár. Nemendur í unglingadeild skólans taka þátt í liðakeppni um best skreytta húsið.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Á sama stað í tuttugu ár

Í heil tuttugu ár hafa fjórtán vaskar vinkonur hist á hverjum miðvikudegi á veitingastaðnum Á næstu grösum og snætt heilsusamlegan hádegisverð. Þessar sömu konur byrjuðu saman í leikfimi fyrir um 26 árum og hafa haldið hópinn síðan. „Ein okkar byrjaði á því að smala vinkonum og kunningjakonum í leikfimi.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Alltaf til efni í naglasúpu

Bókverkakonan Áslaug Jónsdóttir á alltaf til gott hráefni í súpu heima hjá sér. Hún fær nefnilega sent ferskt, íslenskt grænmeti vikulega og lumar svo á kryddi úr eigin ræktun í krukkum og frysti.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Ómótstæðileg jólakort

Jólakort úr hvítu súkkulaði með jólakveðju og mynd eru til þess fallin að gleðja ættingja og vini með óvæntum hætti. Sumir veigra sér þó við því að borða sína nánustu en erfitt er að standast freistinguna.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Tók fiskinn loks í sátt

Finnbogi Marinósson ljósmyndari segist hafa lært að meta fisk sem veislukost eftir vinnu sína við matreiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Áður pantaði hann aldrei fisk á matsölustað.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Matseðillinn til reiðu

Systkinin Valgarð og Linda Sörensen eru að fara af stað með fyrirtæki sem útbýr í samvinnu við valda aðila innkaupalista með uppskriftum sem nálgast má við inngang stærri matvöruverslana.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Leynivopnin í eldhúsinu

Guðrún Möller gefur lítið fyrir afrek sín í eldhúsinu en segist klóra sig fram úr uppskriftum fái hún undirbúningstíma. Góð áhöld segir hún nauðsynleg við eldamennskuna.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Að sofa eins og ungbarn

Stundum er sagt um þá sem sofa óslitnum svefni að þeir sofi eins og ungbarn, en þó eiga mörg börn ónáðugar nætur fram eftir aldri. Þar kemur Foreldraskólinn til hjálpar með námskeið í svefni barna.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Lífrænt, létt og ljúffengt

Matur, sem gerir manni gott í munni, maga, sál og sinni, býðst nú þar sem veisluborðin svigna undan freistandi og bráðhollum heilsukrásum í Krúsku, glampandi nýrri matsölu NLFÍ á Suðurlandsbraut.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Allir borða plokkfiskinn

Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður kom dætrum sínum upp á fiskát með því að matreiða plokkfisk á nýjan máta og eru dæturnar duglegar við að aðstoða pabba sinn í eldhúsinu.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hraðskreiðar skutlur

Rafskutlur sjást orðið víða á götum bæjarins en þeir sem þær nota eru einkum eldri borgarar og fólk sem á erfitt með gang. H-Berg flytur inn rafskutlur af ýmsum stærðum og gerðum.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hildur fatahönnuður í nýjasta hefti Vogue

Vegleg umfjöllun verður um fatahönnuðinn og tískuteiknarann Hildi Björk Yeoman í nýjasta hefti tímaritsins Vogue í Portúgal. Blaðamaður tímaritsins sá einkasýningu Hildar Bjarkar í versluninni Kronkron á Laugavegi og leist rosalega vel á það sem fyrir augu bar.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Nammifiskur í uppáhaldi

Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður, sem nýlega gaf út plötuna Sýnir með lögum Bergþóru Árnadóttur, eldar stundum nammifisk með fjölskyldu sinni. Rétturinn er í miklu uppáhaldi hjá dóttur hans, sem fann einmitt upp á nafninu.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Forsala á miðnætti

Forsala verður á tveimur af stærstu tölvuleikjum ársins, Star Wars Force Unleashed og Warhammer Online, á miðnætti í kvöld í versluninni Nexus. „Það er töluverð eftirvænting og ég veit að það er mjög mikið beðið eftir þessum Star Wars-leik," segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Krabbakökur vinsælar

Krabbakjöt er afar bragðgott og mikið notað víða um heim. Fylgifiskar bjóða viðskiptavinum reglulega upp á krabbakökur með austurlenskum áhrifum, sem Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og einn eigenda Fylgifiska, segir leggjast afar vel í fólk.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hrifin af ítölskum mat

Hönnuðurinn Elísabet Ásberg er hrifin af Ítalíu. Hún hélt á matreiðslunámskeið í Toskana síðasta vetur og eldar mikið af ítölskum mat heima við.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Sund styrkir sjálfstraust

Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Partasala í molum

Fáar bílapartasölur eru orðnar eftir í Reykjavík enda húsnæði dýrt. Íslendingar velja heldur nýja bíla en að gera við gamla á meðan innflytjendur flykkjast í Vöku.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Sportlegur vinnubíll

Í sýningarsal Brimborgar er mættur sendibíllinn Ford Transit. Bíllinn hefur vakið mikla athygli og sker sig úr fjöldanum.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Fullkominn kreppubíll

Margir vildu vera í sporum Ingimars Björns Davíðssonar starfsmanns Menningarmiðstöðvarinnar Listagils á Akureyri þegar hann kaupir eldsneyti á bílinn sinn.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Ekta mexíkóskur matur

„Við erum eiginlega steinhissa yfir því hvað það gengur vel,“ segir María Hjálmtýsdóttir sem rekur veitingastaðinn Santa María á Laugaveginum ásamt eiginmanni sínum, Ernesto Ortiz Alvarez, en staðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því að hann var opnaður 1. mars.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Tagliatelle og öreigasalat

Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari eldar frekar eftir tilfinningu en uppskrift. Hún býður lesendum upp á tagliatelle með spínati og öreigasalat.

Heilsuvísir