Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Stríðs­mennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ari tekur við ÍR

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari nýliða ÍR í Subway-deild kvenna í körfubolta. Ari tekur við af Kristjönu Eir Jónsdóttur sem hætti nýverið með liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron vill eiga lið í Vegas

Það virðist sem LeBron James sé farinn að huga að því hvað hann geri þegar körfuboltaskórnir fara upp í hillu. Hann vill nefnilega eiga lið í NBA-deildinni og það á að vera staðsett í Las Vegas.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ef hann vill spila þá er hann meira en vel­kominn“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Subway-deild karla í körfubolta, býst ekki við því að Pavel Ermolinskij muni leika með liðinu á næstu leiktíð. Finnur Freyr tekur þó fram að Pavel, sem var aðstoðarþjálfari liðsins í vetur, sé velkomið að halda áfram óski hans þess.

Körfubolti
Fréttamynd

Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón

Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Færir sig frá Rúmeníu til Ítalíu

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir mun spila með liði Faenza í ítölsku A-deildinni í körfubolta næsta vetur. Hún lék með Phoenix Constanta í Rúmeníu við góðan orðstír á síðustu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Á radarnum hjá Golden State en útilokar ekki að koma heim

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, segist vilja útiloka alla möguleika erlendis áður en hann íhugi að koma heim í Subway-deildina. Hann var nálægt því að skrifa undir hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík, fyrr í sumar, en stefnir nú á Sumardeild NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Elín Sól­ey aftur til liðs við Val

Valskonur hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. Eín Sóley Hrafnkelsdóttir mun leika með liðinu næstu tvö ár. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Körfubolti