Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. Innlent 20. ágúst 2021 23:36
Leita leiða til að hafa opið lengur í bænum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), sem hafa lýst yfir mikilli óánægju með framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hún ætlar að ræða hugmyndir að lausnum við ríkisstjórnina sem komu fram á fundinum til að hafa opið lengur í bænum. Innlent 20. ágúst 2021 21:51
Misskildi grímuskyldu á fundi með viðbragðsaðilum Það er ekkert gaman að taka sig of alvarlega, að mati Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahúsa Rauða krossins. Það var því ekki leiðinlegt hjá honum í morgun á fundi sínum með Almannavörnum, sóttvarnalækni, ráðuneytum, landspítalanum og fleirum en Gylfi mætti á hann glæddur grímubúningi. Lífið 20. ágúst 2021 18:04
Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. Innlent 20. ágúst 2021 17:09
„Mér fannst þetta allt eins og einhver vísindaskáldsaga“ Þegar Þórólfur minntist fyrst á faraldurinn sem allir þekkja núna sem Covid-19, fannst Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þetta óraunverulegt í fyrstu. Flest af því sem hann spáði átti þó eftir að rætast. Lífið 20. ágúst 2021 16:30
Telur ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ekki sé tímabært að ræða langtímatakmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Það sé hins vegar tímabært að endurskoða reglur um sóttkví. Innlent 20. ágúst 2021 15:47
Lagið varð til eftir jarðarför í skrítnum aðstæðum Hljómsveitin VÖK sendir frá sér nýtt lag í dag. Nýja smáskífan sem nefnist, No Coffee at the Funeral, eða Ekkert kaffi í jarðarförinni er hjartnæmt lag sem varð til eftir að afi Margrétar Ránar lést árið 2020. Lífið 20. ágúst 2021 15:00
Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. Innlent 20. ágúst 2021 12:45
Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. Innlent 20. ágúst 2021 12:24
Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Innlent 20. ágúst 2021 12:20
Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. Innlent 20. ágúst 2021 11:41
55 í sóttkví vegna smita tengdum Heilsustofnun Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu eftir að skjólstæðingur greindist með kórónuveiruna síðastliðinn þriðjudag. Alls eru nú 55 í sóttkví vegna tveggja einstaklinga sem hafa dvalið hjá Heilsustofnun og greinst með veiruna. Innlent 20. ágúst 2021 10:58
61 greindist með veiruna innanlands í gær Að minnsta kosti 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu af þeim eru fullbólusettir, bólusetning er hafin hjá þremur og óbólusettir eru 28. Innlent 20. ágúst 2021 10:46
Halldór Benjamín: „Drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna“ „Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð.“ Viðskipti innlent 20. ágúst 2021 10:44
Um vegna áhættu og ábata Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Skoðun 20. ágúst 2021 09:01
Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. Erlent 20. ágúst 2021 08:58
Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. Erlent 20. ágúst 2021 08:09
Segja þúsundir heilbrigðisstarfsmanna starfa utan heilbrigðiskerfisins Það skortir mjög á jákvæða hvata til að sækja sér menntun í heilbrigðisvísindum og til að starfa innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Aðeins 64 prósent hjúkrunarfræðinga starfa innan heilbrigðiskerfisins. Innlent 20. ágúst 2021 07:28
Yfirvöld í Nýja Suður-Wales framlengja sóttvarnaaðgerðir Strangar sóttvarnaaðgerðir í Sydney í Ástralíu hafa verið framlengdar út septembermánuð eftir mikla fjölgun smitaðra að undanförnu. Erlent 20. ágúst 2021 06:52
Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. Innlent 19. ágúst 2021 22:31
Uppgangur mislinga og mænusóttar vegna skertrar heilbrigðisþjónustu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir stöðu bólusetninga alþjóðlega mikið áhyggjumál. Nauðsynlegt sé að framlínufólk í heiminum öllum sé bólusett gegn Covid sem fyrst því hætta steðji ekki aðeins af kórónuveirunni heldur fjölda annarra sótta sem herji nú á í fátækari ríkjum. Innlent 19. ágúst 2021 22:02
„Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis“ illa tímasett og auki á gremju Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir að það auki einungis á gremju starfsfólks Landspítalans að lesa "hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis", á sama tíma og það sé kallað inn úr sumarfríum og sé að taka aukavaktir til að mæta álagi sem skapast af völdum fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Verið sé að tala niður hversu erfið bylgjan sé við að eiga með því að „berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum.“ Innlent 19. ágúst 2021 20:22
Þvingað samþykki? Á mánudag var íbúum hjúkrunarheimila boðin þriðja sprautan vegna Covid-19. Þau voru með þeim fyrstu til að fá sprautur, milli jóla og nýárs. Almenningi var einnig boðin önnur eða þriðja sprautan í Laugardagshöll. Skoðun 19. ágúst 2021 20:01
Fjögur smit tengd við leikskólann á Seyðisfirði Tveir greindust með Covid-19 í skimunum sem boðið var upp á á Seyðisfirði í tengslum við Covid-19 smit sem kom upp á leikskólanum þar. Alls hafa fjögur smit greinst sem hægt er að tengja við leikskólann. Innlent 19. ágúst 2021 19:22
Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf. Innlent 19. ágúst 2021 18:32
Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. Innlent 19. ágúst 2021 18:32
Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í. Lífið 19. ágúst 2021 18:00
Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku. Innlent 19. ágúst 2021 16:28
Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferðamannanna sem eru mishressir Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun. Innlent 19. ágúst 2021 16:01
Reykjavíkurmaraþonið blásið af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þar segir að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa sé ennþá um framhaldið. Lífið 19. ágúst 2021 14:12
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent