Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:24 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki hafa áhyggjur af því að bólusetningum barna verði mótmælt við Laugardalshöll í næstu viku. Vísir/Sigurjón Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. „Við vorum frekar svekkt með þátttökuna, það var ekki nema svona fimmtíu prósent þátttaka. Við boðuðum til okkar á þremur dögum, mánudag, þriðjudag og miðvikudag 32 þúsund manns en það mættu bara 16 þúsund,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Fregnir bárust af því í vikunni að lyfjastofnun hafi borist minnst átta tilkynningar um lömun í kjölfar örvunarbólusetningar. Ragnheiður segist þó ekki viss um hvað valdi þessari dræmu þátttöku. „Það geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hvort fólk hafi ekki átt heimangengt eða vilji doka við eða ekki þiggja örvunarskammtinn eða hvað það er, það geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Ráðist verður í bólusetningu barna frá tólf ára aldri í byrjun næstu viku. Börn fædd 2006 og 2007 hafa fengið boð í bólusetningu á mánudag og börn fædd árin 2008 og 2009 á þriðjudag. Ragnheiður segist ekki áhyggjufull að bólusetningunum verði mótmælt við Laugardalshöll þrátt fyrir efasemdaraddir. „Nei, við höfum ekki áhyggjur af því að mótmælendur muni koma í höllina og mótmæla. Þetta er hópur sem er umhugað um velferð barna. Þetta er þá hópur sem myndi aldrei vilja valda börnum vanlíðan með því að mæta í höllina. þannig að þau munu örugglega velja sér einhvern annan stað til að mótmæla,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
„Við vorum frekar svekkt með þátttökuna, það var ekki nema svona fimmtíu prósent þátttaka. Við boðuðum til okkar á þremur dögum, mánudag, þriðjudag og miðvikudag 32 þúsund manns en það mættu bara 16 þúsund,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Fregnir bárust af því í vikunni að lyfjastofnun hafi borist minnst átta tilkynningar um lömun í kjölfar örvunarbólusetningar. Ragnheiður segist þó ekki viss um hvað valdi þessari dræmu þátttöku. „Það geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hvort fólk hafi ekki átt heimangengt eða vilji doka við eða ekki þiggja örvunarskammtinn eða hvað það er, það geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Ráðist verður í bólusetningu barna frá tólf ára aldri í byrjun næstu viku. Börn fædd 2006 og 2007 hafa fengið boð í bólusetningu á mánudag og börn fædd árin 2008 og 2009 á þriðjudag. Ragnheiður segist ekki áhyggjufull að bólusetningunum verði mótmælt við Laugardalshöll þrátt fyrir efasemdaraddir. „Nei, við höfum ekki áhyggjur af því að mótmælendur muni koma í höllina og mótmæla. Þetta er hópur sem er umhugað um velferð barna. Þetta er þá hópur sem myndi aldrei vilja valda börnum vanlíðan með því að mæta í höllina. þannig að þau munu örugglega velja sér einhvern annan stað til að mótmæla,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53
Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57