Óvissustigi lýst yfir vegna slæmrar veðurspár Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á morgun og nú er einnig búið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna veðursins sem framundan er. Innlent 24. febrúar 2022 20:24
Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. Innlent 24. febrúar 2022 14:47
„Eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál“ sem komið hafi upp hér á landi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á búfé á nautgripa- og sauðfjárbúi á Vesturlandi. Stofnunin segir á þriðja tug nautgripa og um tvö hundruð fjár, auk fimm hænsna, hafi drepist eða verið aflífuð vegna skorts á fóðri og brynningu. Innlent 24. febrúar 2022 13:48
Grunaðar um þjófnað úr verslun í verslunarmiðstöð Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um þjófnað í verslun í verslunarmiðstöð í hverfi 103 í Reykjavík upp úr klukkan 18:30 í gærkvöldi. Tvær konur eru þar grunaðar um að hafa stolið vörum að verðmæti 60 þúsund króna. Innlent 24. febrúar 2022 09:29
Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. Innlent 23. febrúar 2022 23:00
Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. Innlent 23. febrúar 2022 17:39
Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. Innlent 23. febrúar 2022 11:58
Gaf lögreglu upp rangt nafn og reyndist próflaus Hæst bar í störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt að lögregla stöðvaði ökumann á öðrum tímanum sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og að hafa gefið lögreglu rangar upplýsingar þegar hann var spurður um skilríki og nafn. Innlent 23. febrúar 2022 06:25
Fjölga á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Skoðun 22. febrúar 2022 09:00
Kölluð út vegna alelda bíla í Kópavogi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að tilkynnt var um eld í bíl í hverfi 203 í Kópavogi um miðnætti. Innlent 22. febrúar 2022 07:34
Leit að Sigurði ekki enn borið árangur Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag. Leit fór fram við Kársnesið í dag en sú leit bar ekki árangur. Innlent 21. febrúar 2022 18:34
Lýsa eftir Sigurði Kort Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár. Innlent 21. febrúar 2022 10:55
Mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segja mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði og án þess að þurfa að gera grein fyrir uppruna þeirra. Innlent 20. febrúar 2022 16:52
Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. Innlent 20. febrúar 2022 13:21
Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. Innlent 20. febrúar 2022 12:53
Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. Innlent 20. febrúar 2022 08:35
Covid-smitaður skutlari á von á sekt Karlmaður sem átti að vera í einangrun vegna Covid-19 var gripinn af lögreglu í gær er hann var að skutla fólki niður í miðborg Reykjavíkur í nótt. Innlent 20. febrúar 2022 07:29
Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. Innlent 19. febrúar 2022 22:00
Bjargaði bróður sínum sem lenti í snjóflóði með snarræði Tíu ára drengur grófst undir snjóflóði í Hamrinum við Hveragerði í dag. Snjóhengja féll niður hlíðina þar sem börn voru að leik og eldri bróðir drengsins er sagður hafa sýnt mikið snarræði. Innlent 19. febrúar 2022 16:17
Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. Innlent 19. febrúar 2022 15:50
Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, hefur verið frestað. Hann er einn þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn sem snýr að umfjöllun þeirra um um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Innlent 19. febrúar 2022 15:22
Stöðvuðu umferð eftir að hjól datt undan jeppa Loka þurfti fyrir umferð um Kjalarnes í um klukkustund í dag eftir að hjól datt undan bíl. Engan sakaði en bíllinn sat fastur á miðjum veginum. Innlent 19. febrúar 2022 14:46
Mótmælum ofsóknum á fjölmiðlafólki Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Skoðun 19. febrúar 2022 10:01
Laminn ítrekað með flösku í höfuðuð Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tvær líkamsárásir komu inn á borð lögreglunnar. Innlent 19. febrúar 2022 07:29
Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. Innlent 18. febrúar 2022 19:28
Tilkynnt um átján nauðganir á mánuði í fyrra Talsverð aukning hefur verið á tilkynningu kynferðisbrota á undanförnum árum en í fyrra bárust 37% fleiri tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar en árið 2020. Innlent 18. febrúar 2022 12:59
Boðað til mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun. Innlent 18. febrúar 2022 11:13
Kærður fyrir að drifta í Vesturbæ Ökumaður var laust fyrir miðnætti kærður fyrir að drifta á götum Vesturbæjar. Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt og verður sektaður. Innlent 18. febrúar 2022 06:11
Umfangsmikil sérsveitaraðgerð á Flyðrugranda Lögregla ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra var með talsverðan viðbúnað á Flyðrugranda í Reykjavík nú á sjöundu stundu í kvöld. Útkallið varðaði mögulegan vopnaburð en reyndist ekki á rökum reist. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir viðbúnaðinn hafa verið töluverðan. Innlent 17. febrúar 2022 19:23
Þurfi að þola að lögreglan rannsaki mál þar sem grunur sé um lögbrot Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir viðbrögð stéttarfélaga blaðamanna við fyrri ummælum hans. Hann segir enn margt óljóst í máli fjögurra blaðamanna sem hafi verið boðaðir til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Innlent 17. febrúar 2022 19:20