Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2023 18:46 Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði við Fjarðakaup eftir að hafa lent í útistöðum við ungt fólk á Íslenska rokkbarnum. Upphaflega voru fjögur ungmenni handtekin í tengslum við málið en einu þeirra, sautján ára stúlku, var sleppt fljótlega eftir skýrslutöku. Vísir/Vilhelm Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í manndrápsmáli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði hefur verið framlengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við Vísi Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Grímur segir að gæsluvarðhald yfir sakborningunum þremur hafi verið framlengt þann 15. júní um fjórar vikur fram til 13. júlí til að hægt væri að klára málið. „Við erum á lokametrunum, þetta eru síðustu fjórar vikurnar sem um ræðir sem viðkomandi mundu sitja í gæsluvarðhaldi án þess að það væri gefin út ákæra,“ sagði hann en samkvæmt lögum þarf að gefa út ákæru innan tólf vikna frá því viðkomandi var handtekinn. Málið fari til saksóknara á næstunni „Við erum bara að klára þessa rannsókn og hún fer yfir til héraðssaksóknara fljótlega,“ sagði Grímur. „Þegar um manndrápsmál er að ræða er kannski búið að upplýsa um stóran hluta en það er svo margt sem þarf að bíða eftir, gögn og rannsóknir að utan og þess háttar. Þetta er alls ekki rúmur tími,“ sagði hann aðspurður út í það hvort tólf vikna gæsluvarðhald væri alltaf fullnýtt í málum sem þessum. Eru það þá lífssýni sem þið bíðið eftir? „Það er meðal annars að bíða eftir rannsóknum en það er nokkrir hnútar sem á eftir að hnýta,“ sagði Grímur. „Ég reikna með því að á næstu tveimur vikum verði málið farið frá okkur. Ákærendur þurfa líka sinn tíma til að fara yfir málið,“ sagði hann að lokum. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. 4. maí 2023 11:01 Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við Vísi Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Grímur segir að gæsluvarðhald yfir sakborningunum þremur hafi verið framlengt þann 15. júní um fjórar vikur fram til 13. júlí til að hægt væri að klára málið. „Við erum á lokametrunum, þetta eru síðustu fjórar vikurnar sem um ræðir sem viðkomandi mundu sitja í gæsluvarðhaldi án þess að það væri gefin út ákæra,“ sagði hann en samkvæmt lögum þarf að gefa út ákæru innan tólf vikna frá því viðkomandi var handtekinn. Málið fari til saksóknara á næstunni „Við erum bara að klára þessa rannsókn og hún fer yfir til héraðssaksóknara fljótlega,“ sagði Grímur. „Þegar um manndrápsmál er að ræða er kannski búið að upplýsa um stóran hluta en það er svo margt sem þarf að bíða eftir, gögn og rannsóknir að utan og þess háttar. Þetta er alls ekki rúmur tími,“ sagði hann aðspurður út í það hvort tólf vikna gæsluvarðhald væri alltaf fullnýtt í málum sem þessum. Eru það þá lífssýni sem þið bíðið eftir? „Það er meðal annars að bíða eftir rannsóknum en það er nokkrir hnútar sem á eftir að hnýta,“ sagði Grímur. „Ég reikna með því að á næstu tveimur vikum verði málið farið frá okkur. Ákærendur þurfa líka sinn tíma til að fara yfir málið,“ sagði hann að lokum.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. 4. maí 2023 11:01 Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. 4. maí 2023 11:01
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels