Makamál

Makamál

🌹❤️👠💋💄🍒💔

Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Fyrrverandi bannaður aðgangur

Þegar þú byrjar í nýju sambandi og ert ekki lengur á unglingsárunum er nær undantekningalaust einhver fyrrverandi í lífi maka þíns, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Af hverju getur eitthvað sem var til áður en þú komst inn í líf viðkomandi, truflað þig?

Makamál
Fréttamynd

Rúmfræði: Endaþarmsörvun er ekki hommakynlíf

"Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi að kynlíf er allskonar og það er ekkert sem heitir kynlíf fyrir homma eða kynlíf fyrir lesbíur.“ Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali sem Makmál tóku við hana á dögunum um endaþarmsörvun og fordóma.

Makamál
Fréttamynd

Bréfið: Óhefðbundið framhjáhald?

Makamál gerðu könnun fyrir nokkrum vikum um framhjáhöld þar sem spurt hvar hvort fólk hafi upplifað framhjáhald á einhvern hátt. Fljótlega eftir það barst okkur áhugaverður póstur frá lesenda Makamála sem við fengum leyfi til að birta.

Makamál
Fréttamynd

Hvað er það sem gerir þig meira aðlaðandi?

Það er margt sem hefur verið sagt um fegurð í gegnum tíðina og ófáar skilgreiningar á því hvað fegurð raunverulega er. Á síðunni The anatomy of love er farið yfir fimm eiginleika sem einkenna ofursjarmerandi manneskjur sem virðast ná að heilla alla. Hvernig er hægt að tileikna sér þessa eiginleika og verða meira aðlaðandi?

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Tekin!

Það er fátt eins skemmtilegt eins og góðar sannar sögur. Ástarsögur, stefnumótasögur eða bara vandræðalegar kynlífssögur. Makamál birta hér fyrstu aðsendu söguna úr næturlífinu í Reykjavík.

Makamál
Fréttamynd

Emojional: Brynja Dan, mamma númer eitt, tvö og tíu

Brynja Dan hefur komið víða við og kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að markaðsmálum. Brynja hefur haft í mörgu að snúast síðustu vikur en hún er einn eiganda Extraloppunnar í Smáralind sem opnaði núna í sumar. Makamál tóku létt spjall við Brynju á Facebook þar sem hún fékk að spreyta sig á því að svara einungis í formi emojis. (táknmynda)

Makamál
Fréttamynd

Þriðjungur hefur stundað kynlíf með fleiri en einum í einu

Í spurningu síðustu viku spurðum við að því hvort fólk hafi stundað kynlíf með fleiri en einum í einu. Að sænga hjá tveimur manneskjum eða fleiri í einu er eitt af algengum fantasíum en ætli það séu margir sem láti þessa fantasíu verða að veruleika?

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Upphleypt og einhleyp

Í síðasta pistli mínum minntist ég aðeins á útlit og svokallaða útlitsbrenglun. Flest okkar tengja við einhvers konar óöryggi varðandi útlit á vissum tímabilum í lífi okkar. Hvað er það sem breytist varðandi sjálfsímyndina þína þegar þú verður einhleypur eftir mörg ár í sambandi? Það sem gerðist hjá mér er að ég varð óörugg.

Makamál
Fréttamynd

Emojional: Rikki G um lífið og rómantík

Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er.

Makamál
Fréttamynd

Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil

Ása Bríet er 23 ára klæðskeri og textílhönnuður. Síðasta árið hefur hún unnið sjálfstætt í ýmsum verkefnum og mikið með íslensku tónlistarfólki. Ása Bríet er Einhleypa Makamála þessa vikuna.

Makamál
Fréttamynd

Móðurmál: Margrét Erla Maack og meðgangan

Fjöllistakonan Margrét Erla Maack svarar spurningum Makamála um meðgönguna. Í lok september á hún von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Tómasi Steindórssyni. Móðurmál er nýr vikulegur liður á Makamálum þar sem viðtal er tekið bæði viði verðandi og nýbakaðar mæður. Allar fá þær sömu stöðluðu spurningarnar og er markmiðið að sýna hversu ólíkar upplifanir konur hafa af meðgöngu.

Makamál
Fréttamynd

Viltu gifast, Gógó Starr?

Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda).

Makamál
Fréttamynd

Losti eða ást?

Þegar við byrjum að hitta manneskju og verðum hrifin er ekki alltaf auðvelt að greina á milli ástar og losta. En hver eru merki þess að sambandið sem þú ert að byrja sé losti en ekki ást?

Makamál