Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Fréttamynd

Freistingum pólitíkusa fækkað

Uppbyggingu þorskstofnsins á síðustu árum og sterka stöðu hans nú má ekki sízt þakka aflareglunni, sem fyrst var tekin upp árið 1995 og er í sinni síðustu útgáfu nokkurn veginn á þá leið að ekki skuli veiða meira en fimmtung af þorski eldri en fjögurra ára, að því gefnu að hrygningarstofninn haldist í 220.000 tonnum eða yfir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skylmingamaðurinn

Árangur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakjörinu er fyrst og fremst sigur hins pólitíska vígamanns. Hann hefur enn einu sinni snúið á andstæðinga sína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við borgum líka

Sú mýta er vinsæl, ekki sízt í útlöndum, að íslenzkir skattgreiðendur hafi ekki þurft að punga neinu út til að halda bönkum á floti, eins og almenningur í ótal mörgum öðrum ríkjum þarf að gera. Þetta á víst að vera ein skýringin á nýja, íslenzka efnahagsundrinu. Ýmsir málsmetandi fulltrúar íslenzkrar stjórnmálastéttar hafa ýtt undir mýtuna, sem draga má saman í fleygum orðum: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íhald og fullveldi

Hófsamir íhalds- og hægriflokkar á Norðurlöndum eru undantekningarlítið hlynntir Evrópusambandsaðild og hafa barizt eindregið fyrir henni. Þar kemur ýmislegt til; hagsmunir viðskipta- og athafnalífs sem þessir flokkar hafa löngum haft í fyrirrúmi, tengsl Evrópusamstarfsins og annars vestræns öryggis- og varnarsamstarfs, sem þeir hafa ekki síður staðið vörð um, og sú skoðun að lítil ríki eins og þau norrænu séu sterkari og hafi meiri áhrif við samningaborðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur en á jaðrinum, utan við kjarna Evrópusamstarfsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Neikvæðar fréttir verða jákvæðar

Fjölmiðlar fá talsvert af ábendingum frá fólki um eitt og annað sem betur mætti fara í nærumhverfi þess. Oft eru sagðar fréttir af sóðaskap, slæmri umgengni, sleifarlagi fyrirtækja eða sveitarfélaga við að halda umhverfinu snyrtilegu, slysagildrum og vondum frágangi við framkvæmdir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugarfarið þarf að breytast

Almenningur er löngu orðinn þreyttur á þeim skrípaleik sem endalaust málþóf á Alþingi er orðið. Kvöld- og næturfundirnir, þar sem þingmenn tala um ekki neitt, eru ein ástæða þess að Alþingi nýtur ákaflega lítils trausts.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við erum öll druslur

Í dag verður farin drusluganga niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Lækjartorgi. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisglæpi og þá útbreiddu ranghugmynd að þolendurnir beri á einhvern hátt ábyrgð á glæpnum með klæðnaði sínum, útliti eða framkomu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Prinsippkonan

Ein ástæða þess að almenningur hefur svo litla trú á stjórnmálamönnum er að þeir ástunda í sífellu tvöfalt siðgæði. Aldrei er það skýrara en þegar menn færast úr stjórnarandstöðu í ráðherrastól. Þá sitja þeir sem fastast þótt þeir verði uppvísir að mistökum sem þeir hefðu áður talið að ættu klárlega að kosta ráðherra embættið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigrar og sættir

Einhverra hluta vegna finnst mörgum liðsmönnum og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar að hún hafi beðið ósigur vegna þeirrar málamiðlunar sem gerð var við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu frumvarpanna um stjórn fiskveiða. Frumvarpið um veiðigjald var samþykkt, þó með talsvert lægra gjaldi en upphaflega var lagt upp með, en frumvarpið um ýmsar breytingar á sjálfu fiskveiðistjórnunarkerfinu var lagt til hliðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vondu fyrirmyndirnar okkar

Furðulegt hefur verið að fylgjast með umræðum innan íþróttahreyfingarinnar undanfarna daga um flengingar sem einhvers konar hópefli og "busavígslu“ í íþróttaliðum. Málið komst í hámæli eftir að nýliði í landsliðinu í handbolta sagðist gera ráð fyrir að verða flengdur eftir fyrsta landsleikinn sinn og að það væri guðsþakkarvert að ein af handboltahetjunum okkar væri hætt í liðinu, af því að viðkomandi kempa væri svo harðhent.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tölum tæpitungulaust við Kína

Kína vill fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, samstarfsvettvangi ríkjanna átta við heimskautið. Þetta er liður í langtímaáætlun Kínverja um að láta meira til sín taka á norðurslóðum og nýta möguleikana sem geta opnazt þegar loftslag hlýnar og ísinn hopar, meðal annars í samgöngum, viðskiptum og vinnslu olíu, gass og steinefna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jafnrétti er barni fyrir beztu

Stundum getur ný löggjöf haft í för með sér miklar samfélagsbreytingar, sem jafnvel verða svo örar að þær gera lögin sem komu þeim af stað fljótlega úrelt. Ákvæði barnalaga um forsjá barna eru ágætt dæmi um þetta. Þegar möguleikinn á að foreldrar semdu um sameiginlega forsjá kom í lög fyrir tuttugu árum ýtti það við foreldrum sem stóðu í skilnaði að hugsa vandlega hvernig þeir vildu haga forsjá barnanna. Áhrifin urðu þau að innan við áratug síðar valdi meirihluti fólks sem skildi sameiginlega forsjá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað þarf til að stöðva Assad?

Ástandið í Sýrlandi fer stöðugt versnandi. Flestum blöskrar framferði stjórnarhersins og bandamanna hans, ekki sízt skipulögð fjöldamorð á almennum borgurum. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á kerfisbundið ofbeldi gegn börnum í landinu, fyrst og fremst af hálfu stjórnvalda. Börn hafa verið pyntuð, beitt kynferðisofbeldi, drepin og bundin við skriðdreka stjórnarhersins til að fæla uppreisnarmenn frá því að skjóta á þá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðhaldið veiðir ekki atkvæði

Ástand vega á landinu er verra en verið hefur um árabil, að mati Umferðarstofu. Bæði í höfuðborginni og úti um land eru holur í slitlagi, vegmerkingar afmáðar, hjólför í slitlaginu og þar fram eftir götum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kínverska lopapeysan

Mikið er um að lopapeysur sem auglýstar eru og kynntar sem íslenzk vara séu framleiddar í Kína. Um þetta hefur Fréttablaðið fjallað að undanförnu. Heimsóknir í verzlanir leiða í ljós að ekki er gerður neinn greinarmunur á peysum sem eru prjónaðar á Íslandi og þeim sem eru gerðar í Kína. Framleiðsluland er ekki tilgreint á peysunum og ómögulegt fyrir neytandann að fá að vita hvar varan er framleidd. Fréttablaðið hefur með örfáum undantekningum átt í mestu erfiðleikum með að fá nokkur svör frá þeim sem selja lopapeysur framleiddar erlendis; þetta virðist vera feimnismál sem ekki má tala um.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrakspárnar sem ekki rættust

Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttir um stöðu mála á fjarskiptamarkaði, upp úr svokallaðri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki bugast af vanmetakennd

Margt hefur verið talað og ritað um áform kínverska kaupsýslumannsins Huangs Nubo um rekstur ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, ekki allt skynsamlegt og margt býsna langsótt. Af málflutningi margra mætti ætla að leggja ætti stóran hluta landsins undir kínversk yfirráð, að Huang ætli sér að einoka vatnsréttindi og fleiri hlunnindi á landareigninni, að fyrirhugaðar hótelbyggingar hans séu herbúðir í dulargervi og verkefnið undirbúningur fyrir valdatöku hins austræna stórveldis á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verndarsvæði í vítahring

Borgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd byggingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingarmagn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brunað áfram í blindni

Miðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyllt upp í tómarúm

Þessa dagana sinnir um 170 manna sveit frá bandaríska flughernum loftrýmisgæzlu við Ísland. Flugsveitin fer í þrjú til fjögur æfingaútköll á viku, þar sem markmiðið er að orrustuflugvélar séu komnar í loftið á innan við fimmtán mínútum, eins og fram kom í samtali við yfirmann flugsveitarinnar í Fréttablaðinu í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forseti og fullveldi

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fimmta sinn til embættis forseta Íslands, vitnaði hann meðal annars til þess að átök væru um fullveldi Íslands og óvissa um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Þar vísaði hann augljóslega til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bankablús

Viðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Raunhæfa planið

Þegar gjaldeyrishöft voru sett á í kjölfar hrunsins töldu flestir þau tímabundna ráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða, til að koma í veg fyrir að krónueignir erlendra aðila streymdu út úr landinu og orsökuðu enn meira hrun krónunnar en orðið var.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hin "sterka vísindahyggja“

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í síðustu viku, í framhaldi af málþingi umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur um miðjan mánuðinn. Á málþinginu kom fram það samdóma álit færustu vísindamanna hér á landi á sviði erfðatækni, að lítil hætta stafaði af ræktun erfðabreyttra lífvera. Það eru ekki ný tíðindi; mikill meirihluti sérfræðinga hefur til dæmis haft sömu afstöðu til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, sem talsvert hefur verið deilt um.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kostur á kjarabót

Undanfarin ár hafa Íslendingar sem hyggja á fasteignakaup getað farið inn á vefsíður Íbúðalánasjóðs og bankanna til að skoða greiðslubyrði sína og lántökukostnað af húsnæðisláni, miðað við mismunandi forsendur. Alla jafna hefur útreikningurinn sýnt að á lánstímanum þurfi Íslendingurinn að borga lánið tvö- til þrefalt til baka, svona eftir því hvaða sennilegu forsendur fólk hefur gefið sér um vexti og verðbólgu á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Atkvæðaveiðigjald

Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku með talsverðum lúðrablæstri svokallaða fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er heitið útgjöldum til margvíslegra opinberra framkvæmda og verkefna á næstu þremur árum. Annars vegar á að nota tekjur af hækkun veiðigjalds á sjávarútveginn til að fjármagna vegi og jarðgöng, rannsókna- og tækniþróunarsjóði og sóknaráætlanir landshluta. Hins vegar á að nota tekjur af arði og sölu hluta ríkisins í bönkunum til að fjármagna alls konar góð mál, allt frá því að kaupa nýjan Herjólf til þess að efla húsafriðunarsjóð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttinn við upplýsingar

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði grein hér í blaðið fyrr í vikunni og skammaðist út í auglýsingaherferð hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímamót í mannréttindabaráttu

Það eru merkileg tímamót í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar valdamesti maður heims, Barack Obama forseti Bandaríkjanna, lýsir yfir stuðningi við hjónaband fólks af sama kyni. Forveri hans, George W. Bush, var ekki eingöngu andvígur þessum réttindum heldur reyndi hann að fá stjórnarskrá Bandaríkjanna, því merka mannréttindaplaggi, breytt þannig að hún bannaði fólki að njóta þeirra. Þegar það er haft í huga er enn skýrara hversu mikil breyting hefur orðið í Hvíta húsinu á skömmum tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýrar línur

Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi birtist landsmönnum í gamalkunnugum, pólitískum árásarham í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann gagnrýndi þar einkum og sér í lagi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðanda sinn býsna harkalega. Hann talar harðar um mótframbjóðendurna en þeir hafa talað um hann.

Fastir pennar