Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ernir: Unnum þetta á vörn og markvörslu

    „Ég er sáttur með þetta. Við misstum mikilvæga pósta út af framan af en þeir náðu ekki að nýta sér það og voru ekki nógu grimmir í dag fannst mér. Við náðum að spila góða vörn eiginlega allan tímann en hefðum mátt skora aðeins meira. Traust vörn og markvarsla vann þetta í dag," sagði Ernir Hrafn Arnarsson, leikmaður Vals eftir sigur á Fram í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús: Erum að berjast fyrir lífi okkar

    „Það er eins og við dettum niður á hælanna og okkar sterkustu póstar ná sér ekki á strik. Það vantaði hraðaupphlaupin og markvörsluna en vörnin var að halda ágætlega á köflum," sagði Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, eftir tap gegn Val í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fannar: Eigum helling inni á öllum sviðum

    „Mér fannst við ekkert sérstakir í dag, þetta var bara allt í lagi. Við eigum helling inni á öllum sviðum," sagði Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals eftir, 27-21, sigur á Fram í N1-deild karla í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Eigum ýmislegt inni

    Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel í dag þegar það gerði 26-26 jafntefli í fyrri leiknum sínum gegn PLER.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Örn: Þurfum að taka til í hausnum á okkur

    „Það er orðið frekar leiðinlegt mynstur hjá okkur að vera slakir í fyrri hálfleik en góðir í seinni," sagði Einar Örn Jónsson sem skoraði jöfnunarmark Hauka gegn PLER í dag, þessi fyrri leikur liðanna lyktaði með jafntefli 26-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Haukar nældu í jafntefli í lokin

    Haukar gerðu í dag jafntefli við ungverska liðið PLER KC í EHF-keppninni í handknattleik karla, 26-26. Gestirnir réðu ferðinni allan tímann og var það ekki fyrr en í sömu andrá leiktíminn rann út sem Einar Örn Jónsson jafnaði metin fyrir Hauka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur: Áttum skilið eitt stig

    Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Markvarsla Harðar tryggði Akureyri sigur

    Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán Baldvin: Vissum að ekkert annað en sigur kæmi til greina

    „Þetta var allt annað líf, bæði fyrir mig og alla aðra í liðinu. Varnarleikurinn smalla og Maggi [Magnús Gunnar Einarsson] var virkilega góður og raunar voru allir að leggja sig fram og við uppskárum bara samkvæmt því,“ sagði Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaður Fram, eftir frækinn níu marka sigur Fram gegn HK í N1-deild karla í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri lagði Gróttu

    Akureyri vann sinn fyrsta sigur í N1-deild karla í vetur er liðið skellti Gróttu, 21-22, í miklum baráttuleik á Nesinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild karla: Þrír leikir á dagskránni í kvöld

    N1-deild karla í handbolta kemst aftur á skrið í kvöld eftir stutta pásu þegar þrír leikir fara fram. Grótta og Akureyri mætast á Seltjarnarnesi en Norðanmenn eru enn að leita eftir sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur tapað tveimur og gert eitt jafntefli, gegn Íslandsmeisturum Hauka.

    Handbolti