Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Lykilmenn bikarmeistaranna fengu hvíld á móti Víkingi í kvöld

    FH-konan Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Stjörnukonan Alina Tamasan voru ekki áberandi í markaskoruninni í 27-18 sigri Stjörnunnar á FH í Kaplakrika í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Lykilmenn bikarmeistara Fram fengu hinsvegar hvíld í 19 marka sigri á botnliði Víkings í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar: Er gríðarlega stoltur af stelpunum

    „Þetta var geðveikur leikur. Ég veit ekkert hvað ég á að segja. Það var bara allt að ganga upp hjá okkur, sérstaklega vörn og markvarsla og ég er bara gríðarlega stoltur af stelpunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Karen: Vorum staðráðnar í að enda sigurgöngu Vals

    „Við byrjuðum leikinn náttúrulega frábærlega og lögðum grunninn að sigrinum þar. Undirbúningurinn fyrir leikinn í vikunni er reyndar búinn að vera alveg frábær og við mættum því tilbúnar til leiks," sagði Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, eftir bikarúrslitaleikinn í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Berlind Íris: Erum sárar og svekktar yfir þessu

    „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og við erum mjög sárar og svekktar yfir þessu,“ sagði Berglind Íris Hansdóttir markvörður Vals eftir 20-19 tap liðs síns í úrslitaleik Eimskipsbikarsins í Laugardalshöll í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásta: Erum vanar mikilvægum leikjum

    „Stemningin er mjög góð og við erum spenntar yfir því að vera loks komnar í úrslitaleikinn. Við erum búnar að vera að bíða eftir þessu," segir Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum

    Valskonur halda áfram sigurgöngu sinni í kvennahandboltanum og þær eru komnar með sjö stiga forskot í deildinni eftir tólf marka sigur á FH í N1 deild kvenna í dag. Stjarnan vann átta marka sigur á Fylki og KA/Þór vann 14 marka sigur á Víkingi í leikjum dagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild kvenna: Góðir sigrar hjá Haukum og Val

    Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld þar sem Haukar og Valur fóru með góða sigra af hólmi. Haukakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslands -og bikarmeisturum Stjörnunnar 26-22 að Ásvöllum en topplið Vals vann ótrúlegan 31-19 sigur gegn Fylki í Fylkishöll.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Karen: Hélt þær kæmu brjálaðar til leiks

    „Ég átti von á miklu erfiðari leik í dag og hélt að þær kæmu brjálaðar til leiks en þetta var frekar auðveldur sigur," sagði Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, eftir stórsigur Fram 39-25, á króatíska liðinu Tresnjevka í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hrafnhildur: Sýndum styrk okkar

    „Þetta er æðisleg tilfinning, alveg meiriháttar," sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir að Valur komst í úrslitaleik bikarsins með sigri á Stjörnunni í undanúrslitum. Hrafnhildur skoraði sjö mörk í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Framstúlkur léku sér að Tresnjevka

    Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram skellti Tresnjevka

    Kvennalið Fram í handknattleik stendur vel að vígi eftir fyrri leikinn gegn króatíska liðinu Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild kvenna: FH lagði HK

    Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í dag er FH sótti lið HK heim. Bæði lið þurftu nauðsynlega á stigum að halda en það voru gestirnir sem fóru heim í Fjörðinn með bæði stigin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur í Höllina í fyrsta sinn í ellefu ár

    Fram tryggði sér sæti í úrslitaleik Eimskipsbikars kvenna í handbolta með 20-29 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld. Fram mætir annaðhvort Val eða Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn.

    Handbolti