Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan. Innlent 9. september 2022 08:01
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Innlent 9. september 2022 07:10
Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni. Innlent 8. september 2022 19:53
Svona verður dagskráin við setningu Alþingis á þriðjudag Alþingi verður sett þriðjudaginn 13. september og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, venju samkvæmt. Innlent 8. september 2022 15:05
Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. Innlent 8. september 2022 14:30
Staða Íslands sterk í orkumálum Við bæði sjáum og finnum á eigin skinni að hagkerfi heimsins eiga nú við ramman reip að draga í baráttunni við háa verðbólgu. Orkuverð í Evrópu hefur sjaldan verið hærra og ógnar það fjármálastöðugleika í álfunni. Verðbólguspár í Evrópu fara hækkandi og er því eins farið á Íslandi þar sem hátt húsnæðisverð og einkaneysla hafa drifið verðbólguna áfram. Þrátt fyrir að hafa séð örlitla verðbólgulækkun hér á landi í lok ágústmánaðar, er full snemmt að lýsa yfir sigri. Skoðun 8. september 2022 09:00
Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. Viðskipti innlent 7. september 2022 23:05
Næstum annar hver bátur henti fiski Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. Innlent 7. september 2022 21:01
Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. Innlent 7. september 2022 14:28
Fjórtán sóttu um embætti hagstofustjóra Alls bárust fjórtán umsóknir um embætti hagstofustjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september síðastliðinn. Innlent 7. september 2022 12:31
Einkavæðingu Vífilsstaða skotið á frest Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“. Skoðun 7. september 2022 11:00
Segir umdeilda tillögu Ásmundar aðför að leikskólastjórnendum Leikskólastjóri segir boðaða reglugerðarbreytingu menntamálaráðherra um fjölda barna á leikskólum aðför að leikskólastjórnendum. Hún óttast að sveitarfélögin muni með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna, þvert á réttindi barnanna. Innlent 7. september 2022 09:45
Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. Viðskipti innlent 7. september 2022 09:04
Borgarstjórn á beinni braut „Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Skoðun 7. september 2022 08:00
Er lausnarinn fundinn? Hér vil ég skoða þann stjórnmálaflokk, sem stofnaður var úr 4 flokkum árið 2000, til að verða mótvægisafl við Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna. Skoðun 7. september 2022 07:02
Lokað á tónleikahald vegna kvartana íbúa: „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís“ Íbúar í Skerjafirði hafa ítrekað kvartað í borgaryfirvöld vegna hávaða sem hefur borist frá tónleikahaldi í gamalli skemmu. Borgin hefur nú bannað allt viðburðahald þar, sem kemur flatt upp á leigjendur rýmisins. Þeir segjast hafa fengið að leigja rýmið af borginni einmitt til að halda þar viðburði. Innlent 6. september 2022 23:18
Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. Innlent 6. september 2022 22:12
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. Innlent 6. september 2022 19:54
Sáttmáli um áframhaldandi stéttaskiptingu Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans. Skoðun 6. september 2022 19:01
Hildur segir sig úr stjórn til að fyrirbyggja hagsmunaárekstra Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur fært sig úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur yfir í stjórn Faxaflóahafna. Ástæðan er kjör eiginmanns hennar í stjórn Sýnar og mögulegir hagsmunaárekstrar sem því fylgja. Innlent 6. september 2022 18:41
Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. Innlent 6. september 2022 16:32
Nýtt tríó hluti af sextettnum sem ákveður hverjir fái fálkaorðuna Ákveðið hefur verið að skipa Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismann, Sigríði Snævarr, fyrrverandi sendiherra, og Sigurbjörn Árna Arngrímsson, skólameistara, í orðunefnd. Orðunefnd fer með málefni hinnar íslensku fálkaorðu. Innlent 6. september 2022 15:50
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. Innlent 6. september 2022 15:37
Engin tilboð bárust í Vífilsstaði Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í. Innlent 6. september 2022 13:42
Íbúafundur í Ráðhúsinu Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Skoðun 6. september 2022 13:31
Þörf á stöðugum aðgerðum í heilbrigðisþjónustu Heilbrigðisráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við vanda Landsspítalans með ýmsum hætti. Eðilega þyngist róðurinn á spítalanum með mikilli fjölgun ferðamanna og gangsetningu samfélagsins að loknum faraldrinum. Innlent 6. september 2022 12:09
Leikskóli áfram í Staðarhverfi Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Skoðun 6. september 2022 11:01
Hvað er að frétta hjá borgarstjórn? Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Skoðun 6. september 2022 10:01
Eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni Endurhæfing er einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustu. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins alls. Snemmtæk íhlutun er kall og svar tímans því það er vaxandi fjöldi einstaklinga sem mun þurfa á einhverskonar endurhæfingu að halda á lífsleiðinni. Skoðun 6. september 2022 08:00
Borgin sýpur seyðið af lausatökum Reykjavíkurborg var í fararbroddi sveitarfélaga þegar kom að því að skapa störf í heimsfaraldrinum. Á milli áranna 2019 og 2021 fjölgaði stöðugildum hjá borginni um tæplega eitt þúsund að meðaltali – hlutfallsleg aukning var um 13,5 prósent – sem var mun meiri fjölgun en greina mátti í rekstri annarra sveitarfélaga. Umræðan 6. september 2022 07:01