Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu

    Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík

    Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðmundur: Erum alltof sveiflukenndir

    „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel, vörnin var að halda og þeir skoruðu bara 2 stig fyrstu fimm mínúturnar og munurinn er aðeins fimm stig. Síðan hrökk þetta í baklás hjá okkur," sagði Guðmundur Jónsson leikmaður Njarðvíkur eftir 92-69 tap gegn KR í DHL höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Ætlum að gera þetta að sterkasta heimavellinum

    „Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbraut og vonandi að við höldum því áfram, við höfum unnið tvo leiki og tapað einum og ef við ætlum að vera besta liðið í deildinni þurfum við að komast á skrið og hætta að tapa," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR sem átti stóran þátt í 92-69 sigri KR á Njarðvík í DHL höllinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann öruggan sigur á Njarðvík í DHL-höllinni

    KR-ingar unnu öruggan 23 stiga sigur á Njarðvíkingum í DHL höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-69. Sigur KR-liðsins var afar öruggur að þótt Njarðvíkingar hefðu ekki verið langt frá fram í síðasta leikhluta. KR-ingar fóru upp í þriðja sætið í deildinni með þessum sigri en Njarðvíkingar eru hinsvegar í því tíunda.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik tryggði Tindastól fyrsta sigurinn

    Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild karla á tímabilinu þegar liðið vann 89-88 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Friðrik Hreinsson skoraði sigurkörfuna 3,2 sekúndum fyrir leikslok.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel í viðtali á KR-síðunni: Evrópskir bakverðir troða ekki

    Pavel Ermolinski, leikstjórnandi KR, er í viðtali á heimasíðu KR en KR-ingar taka á móti Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld í 6. umferð Iceland Express deildar karla. Pavel fer meðal annars yfir það í viðtalinu að hann er ekki ánægður með frammistöðu liðsins til þess á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pétur: Erum að vinna okkur inn í mótið

    „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur og við erum að vinna okkur hægt og rólega inn í mótið,“ sagði Pétur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Keflavík vann Fjölni 104-96 í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvoginum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni

    Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvar: Töpuðum leiknum í þriðja leikhluta

    „Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, en við töpuðum þessu í þriðja leikhlutanum,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Keflvíkingum 96-104 í 6.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar: Þetta er allt að koma hjá okkur

    „Þetta var mjög fínn sigur hjá okkur og mjög svo mikilvægur“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík bar sigur úr býtum gegn Fjölni, 96-104, í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukarnir enduðu taphrinu sína með sigri á ÍR

    Nýliðar Hauka komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla með 93-87 sigri á ÍR á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn eftir að hafa byrjað mótið á tveimur sigurleikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell fyrsta liðið til að vinna Grindavík

    Íslandsmeistarar Snæfellinga urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla í vetur þegar Snæfell vann átta stiga sigur í leik liðanna í Hólminum, 79-71. Grindavík var búið að vinna fyrstu fimm leiki sína en Snæfell tók af þeim toppsætið með þessum sigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Búið að draga í bikarkeppni KKÍ

    Nú í hádeginu var dregið í bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum. Tíu lið voru dregin saman í kvennaflokki og þrjú lið sitja hjá. Hjá körlunum var dregið í sextán liða úrslit.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Njarðvík sló Stjörnuna út úr bikarnum

    Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta með 16 stiga sigri á Stjörnumönnum, 110-94, í Garðabænum í kvöld. Njarðvíkingar hefndu þar með fyrir tíu stig tap í deildinni á sama stað fyrir aðeins tíu dögum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bæði Grindavíkurliðin skipta um bandaríska leikmenn

    Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um bandaríska leikmenn í báðum meistaraflokksliðum sínum í Iceland Express deildunum. Karlakaninn, Andre Smith, fer heim af persónulegum ástæðum en kvennakananum, Charmaine Clark, var sagt upp vegna þess að hún stóð ekki undir væntingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

    Körfubolti