Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Tímamót urðu hjá lögreglu í síðustu viku þegar fyrsta rafræna ákæran var gefin út vegna umferðarlagabrota og í framhaldi var fyrsta rafræna fyrirkallið birt á stafrænu Íslandi. Breytingar á lögum um meðferð sakamála í sumar gerði lögreglu kleift að fara af stað með þetta starfræna verkefni. 8.11.2024 12:18
Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir löngu hafa gleymt tísti frá 2015 þar sem hún kallaði Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna þröngsýnan, fáfróðan og fordómafullan fábjána. 8.11.2024 12:02
Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október síðastliðinn. 8.11.2024 10:34
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7.11.2024 15:55
Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Yfirmaður hjá Umhverfisstofnun segir um undantekningartilvik að ræða þegar skjóta þurfti fleiri en einu skoti til að fella hreinkú á Suðausturlandi í gær. Mestu máli hafi skipt að tekist hafi að fella dýrið en það ekki sloppið sært í burtu. 7.11.2024 11:02
Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Telja má líklegt að Norðmaður nokkur hafi hoppað hæð sína í lofti þegar dregið var í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Fyrsti vinningur hafði ekki gengið út síðan í maí og því til mikils að vinna. 7.11.2024 10:08
Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í fyrra. 6.11.2024 15:24
Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. 6.11.2024 13:42
Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, fylgdist með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr í bakgarðinum hjá sér í morgun. Hann setur stórt spurningamerki við veiðarnar. 6.11.2024 12:19
Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. 6.11.2024 10:44