Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Yazan vakinn á sjúkra­beði og á leið úr landi

Ellefu ára gamall fjölfatlaður drengur frá Palestínu var vakinn á sjúkrabeði sínu í Rjóðrinu seint í kvöld af lögreglu. Til stendur að fljúga með hann úr landi í fyrramálið ásamt fjölskyldu hans.

Grænt ljós á Flensborgarhöfn

Flensborgarhöfn stígur inn í framtíðina með nýju deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og verður nú sett í auglýsingu. 

Þiggja boð konungs um sögu­lega heim­sókn

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason eiginmaður hennar hafa þegið boð Friðriks tíunda Danakonugs um heimsókn til Danmerkur dagana 8. til 9. október.

Vara gangna­menn við snjó­flóða­hættu

Veðurstofan varar við snjóflóðahættu á Tröllaskaga og Flateyjaskaga þar sem göngur verða á mörgum svæðum næstu daga. Gangnamenn þurfi að vera meðvitaðir um stöðuna.

Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópa­vogi

Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum.

Á­rásar­maður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta

Nemandi sem stakk íslenskan dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla ítrekað í fyrra hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm sem er skilyrtur því að hann svari meðferð og sé ekki metinn hættulegur samborgurum sínum. Refsingin er í takti við kröfu saksóknara.

Börnin bíða, bíða og bíða

Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum.

Þær 25 að­gerðir sem fjár­magna á vegna of­beldis barna

Stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum og auka fjármagn til aðgerðanna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í gær. Alvarlegt ofbeldi sem hefur átt sér stað á síðustu misserum undirstrikar þörfina á samstilltu átaki til að bregðast við þróuninni af festu.

Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga

Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi.

Sjá meira