Mikið álag sem bitnar mest á bráðamóttökunni Mikið álag er á deildum Landspítalans sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Yfir tvö hundruð manns hafa leitað á bráðamóttökuna undanfarna tvo daga. 9.8.2024 14:24
Patrik biðst afsökunar Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason biðst afsökunar á að hafa talað óvarlega í útvarpsþætti á FM957 í síðustu viku. Um misheppnað grín hafi verið að ræða. Hann fordæmi allt kynferðisofbeldi. 9.8.2024 11:46
Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. 9.8.2024 09:19
Stórt skref stigið í yfirtöku JBT á Marel Hluthafar bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) samþykktu á hluthafafundi í dag heimild til útgáfu nýs hlutafjár í tengslum við valfrjálst tilboð félagsins í allt útistandandi hlutafé í Marel hf. 8.8.2024 23:31
Blöskrar græðgi á kostnað gæða Flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland segir atvik þar sem þyrla lenti á malarbílastæði og olli að líkindum skemmdum á bíl dæmi um það þegar menn hugsi aðeins um gróða en ekki gæði. 8.8.2024 22:02
Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. 8.8.2024 20:49
Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. 8.8.2024 20:01
Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. 8.8.2024 19:27
Veislan tekin af dagskrá FM957 Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. 8.8.2024 18:13
„Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8.8.2024 18:04