Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grunaður um heimilis­of­beldi skömmu fyrir meint mann­dráp

Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl er einnig ákærður fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn henni á sama stað tveimur mánuðum fyrr. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær.

Grafalvarlegt mál og við­komandi hvattur til að gefa sig fram

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín.

Þor­valdur Hall­dórs­son látinn

Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson er látinn tæplega áttræður eftir glímu við veikindi. Hann hafði verið búsettur á Spáni í nokkurn tíma.

Sex vilja stýra Jafn­réttis­stofu

Sex umsækjendur eru um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem forsætisráðherra auglýsti um miðjan júní. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst en stofan er staðsett á Akureyri.

Snæ­björn nýr leik­hús­stjóri í Tjarnar­bíói

Snæbjörn Brynjarsson safnstjóri og leikhúsgagnrýnandi hefur verið ráðinn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hann tekur við starfinu af Söru Martí Guðmundsdóttur sem hefur gegnt hlutverkinu undanfarin tvö ár.

Gjald­þrotið nam 780 milljónum króna

Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila.

Segist niður­lægður með 415 krónur í tíma­kaup

Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum.

Varan­legur regnbogafáni við Barónstíg

Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg.

Play í Kaup­höllina

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn flugfélagsins Play um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á fimmtudaginn en þau hafa hingað til verið á First north markaðnum.

Sjá meira