Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2025 15:56 Fjöldi lögregluþjóna var á vettvangi í aðgerðinni sem stóð yfir í tæpan klukkutíma. Tvö skotvopn voru haldlögð í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar skoti var hleypt af á hótelinu Svarta Perlan við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur. Hluti þeirra fimm sem voru handteknir voru að skemmta sér á útihátíð á Selfossi. Það var föstudagskvöldið 11. júlí sem fjölmennt lið lögreglu lokaði fyrir umferð um Tryggvagötu frá Borgarbókasafninu niður Geirsgötu. Litlar upplýsingar var að fá um kvöldið um aðgerðirnar en í dagbók lögreglu morguninn eftir var greint frá því að fimm hefðu verið handteknir eftir að hleypt hafði verið af skotvopni. E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að tvö skotvopn hafi verið haldlögð í aðgerðum lögreglu umrædda nótt auk hnífa og fleiri vopna. Alls hafi fimm verið handteknir um nóttina og hluti þeirra á útihátíðinni Kótilettunni á Selfossi í kjölfar aðgerðanna við Tryggvagötu í Reykjavík. Agnes segir málið nú á forræði lögreglunnar við Vínlandsleið í Grafarvogi, einni af fjórum stöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hildur Rún Björnsdóttir, lögreglufulltrúi við Vínlandsleið, segir upphaf málsins hafa verið á þeirri stöð og þar verði rannsókn þess sinnt. Hildur bætir við að auk þeirra fimm sem handteknir voru um nóttina hafi fleiri verið handteknir í kjölfarið og yfirheyrðir. Sakborningar í málinu eru ungir karlmenn í kringum tvítugt. Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Árborg Reykjavík Tengdar fréttir Hleypti líklega óvart úr Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur. 15. júlí 2025 14:03 Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. 13. júlí 2025 11:01 Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm manns eftir að hleypt var af skotvopni í hótelherbergi í Reykjavík. 12. júlí 2025 07:06 Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld. Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18. 12. júlí 2025 00:16 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Það var föstudagskvöldið 11. júlí sem fjölmennt lið lögreglu lokaði fyrir umferð um Tryggvagötu frá Borgarbókasafninu niður Geirsgötu. Litlar upplýsingar var að fá um kvöldið um aðgerðirnar en í dagbók lögreglu morguninn eftir var greint frá því að fimm hefðu verið handteknir eftir að hleypt hafði verið af skotvopni. E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að tvö skotvopn hafi verið haldlögð í aðgerðum lögreglu umrædda nótt auk hnífa og fleiri vopna. Alls hafi fimm verið handteknir um nóttina og hluti þeirra á útihátíðinni Kótilettunni á Selfossi í kjölfar aðgerðanna við Tryggvagötu í Reykjavík. Agnes segir málið nú á forræði lögreglunnar við Vínlandsleið í Grafarvogi, einni af fjórum stöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hildur Rún Björnsdóttir, lögreglufulltrúi við Vínlandsleið, segir upphaf málsins hafa verið á þeirri stöð og þar verði rannsókn þess sinnt. Hildur bætir við að auk þeirra fimm sem handteknir voru um nóttina hafi fleiri verið handteknir í kjölfarið og yfirheyrðir. Sakborningar í málinu eru ungir karlmenn í kringum tvítugt.
Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Árborg Reykjavík Tengdar fréttir Hleypti líklega óvart úr Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur. 15. júlí 2025 14:03 Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. 13. júlí 2025 11:01 Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm manns eftir að hleypt var af skotvopni í hótelherbergi í Reykjavík. 12. júlí 2025 07:06 Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld. Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18. 12. júlí 2025 00:16 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Hleypti líklega óvart úr Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur. 15. júlí 2025 14:03
Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. 13. júlí 2025 11:01
Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm manns eftir að hleypt var af skotvopni í hótelherbergi í Reykjavík. 12. júlí 2025 07:06
Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld. Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18. 12. júlí 2025 00:16